Morgunblaðið - 11.09.2014, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.09.2014, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2014 Ó, blessuð vertu, sumarsól, er sveipar gulli dal og hól og gyllir fjöllin himinhá og heiðarvötnin blá. Nú fossar, lækir, unnir, ár sér una við þitt gyllta hár, Hilmar Helgason ✝ Hilmar Helga-son fæddist 10. apríl 1939. Hann lést 16. ágúst 2014. Útför Hilmars fór fram 27. ágúst 2014. nú fellur heitur haddur þinn á hvíta jökulkinn. (Páll Ólafsson) Elsku Erla, Helga, Gréta, Brynja og fjöl- skyldur, við send- um okkar innileg- ustu samúðar- kveðjur og risa- knús. Jóhanna Margrét (Magga) og fjölskylda. ✝ Jóhannes ÞórirReynisson fæddist í Reykjavík 21. október 1952. Hann varð bráð- kvaddur 14. ágúst 2014. Foreldrar hans eru Eygló Ólöf Haraldsdóttir hús- móðir, f. 22. júní 1932, d. 13. ágúst 2002, og Reynir Jó- hannesson múrari, f. 30. mars 1929. Reynir og Eygló giftust 16. maí 1953, en skildu. Eygló giftist 1. apríl 1961 Óla Kr. Jónssyni skólastjóra, f. 21. sept- ember 1925, d. 26. apríl 2004. Reynir giftist 23. febrúar 1963 Hjördísi Sturlaugsdóttur, f. 28. maí 1936, d. 24. janúar 2007, en eftir skilnað þeirra hóf hann sambúð með Kristínu Jóns- dóttur, f. 30. júní 1933, d. 24. janúar 2007. Albræður Jóhannesar eru a) Birgir Reynisson, húsasmíða- meistari, f. 26. janúar 1951, m. Ragnhildur Bjarnadóttir, b) Marteinn Ari Reynisson, bygg- ingarfræðingur, f. 23. febrúar 1973, gift Ara Guðmundssyni. Börn þeirra eru Kolbrún Eva, Sandra og Andrea. 2) Eva, starfsmaður Grand Banks, f. 20. maí 1977 gift Gary Keating. Barn þeirra er Jersey Kiljan. 3) Gísli, nemi í húsgagnasmíði, f. 25. júlí 1985. Með Róslindu Jenny Sancir eignaðist Jóhannes soninn Pét- ur Reyni, verkstjóra, f. 5. mars 1973, í sambúð með Sigrúnu Áslaugu Guðmundsdóttur. Börn þeirra eru Emilía Ósk og Helgi Snær. Áður eignaðist Pétur Reynir soninn Atla Fannar með Unni Ásu Atladóttur. Jóhannes ólst upp fyrstu árin í Heiðargerði, en síðan í Auð- bekku í Kópavogi frá 7 ára aldri hjá móður sinni og stjúp- föður Óla Kr. Jónssyni. Jóhann- es gekk í Kópavogsskóla og Gagnfræðaskóla Kópavogs og fór síðar í Iðnskólann í Reykja- vík að læra bakaraiðn án þess þó að ljúka því. Hann fór fljót- lega á sjóinn og starfaði sem sjómaður til fjölda ára. Seinna fór hann að starfa við múrverk hjá Einari J. Ólafssyni múr- arameistara og lauk hann prófi í þeirri iðn 1989. Við það starf- aði hann hjá Ríkisspítölunum, en auk þess tók hann að sér fjölda verkefna í múriðn fyrir aðra. Útför Jóhannesar hefur farið fram í kyrrþey að hans ósk. 1954, m. Gitana Mi- seviciute. Sam- feðra eru c) Sigrún Reynisdóttir, arki- tekt, f. 25. október 1961, m. Tryggvi Gunnar Guðmunds- son, d) Anna Soffía Reynisdóttir kenn- ari, f. 20. sept- ember 1968, m. Jónas Freyr Harð- arson. Sammæðra eru e) Jón S. Ólason aðalvarð- stjóri, f. 9. október 1960, m. Kristín Sigríður Jónsdóttir, f) Haraldur Kr. Ólason leigubíl- stjóri, f. 1. október 1965, m. Anna Þóra Bragadóttir. Jóhannes kvæntist 29. des- ember 1973 Kolbrúnu Stef- ánsdóttur móttökuritara hjá UMS, f. 3. janúar 1953. For- eldrar hennar voru Helga Sig- tryggsdóttir, starfsmaður al- þingis, f. 23. ágúst 1921, d. 11. júlí 2007, og Stefán Valberg Halldórsson, sjómaður, f. 22. ágúst 1920, d. 4. október 1994. Börn Jóhannesar og Kolbrúnar eru 1) Helga, þjónustufulltrúi hjá Arion banka, f. 1. október „Ertu búin að hella upp á?“ er það fyrsta sem pabbi sagði þegar hann gekk inn um dyrnar þegar hann kom í heimsókn. Hjarta mitt þyngist við tilhugsunina um að ég heyri þessi orð aldrei aftur af hans vörum. Sem barn leit ég upp til pabba með mikilli aðdáun, mér fannst hann svo duglegur, klár og mynd- arlegur. Ég var svo heppin að fá að vera handlangarinn hans og fylgja honum í hin ýmsu verk sem hann vann að, hvort sem það var að flísaleggja gólf eða bóna bíl. Mér lærðist fljótt að pabbi var mjög vandvirkur, eiginlega smámunasamur, allt skyldi vera akkúrat upp á millimetra. Ég man hvað ég var stolt þegar fólk talaði um hvað hann væri vand- virkur og flinkur, hann var hetjan mín. Þetta eru minningarnar sem ég vil halda á lofti um pabba minn. Takk fyrir þetta og svo margt annað, elsku pabbi minn. Takk fyrir allar bíóferðirnar með þér, bara við tvö, popp, kók og góð hasarmynd. Takk fyrir allar úti- legurnar og ferðalögin. Takk fyr- ir óeigingjarna hjálp í hvert sinn sem mér datt í hug að standa í framkvæmdum, flutningum eða húsakaupum, þá varst þú mættur með öll þín verkfæri og tæki og jafnvel aukamannskap til að hjálpa stelpunni þinni. Takk fyrir að fylgja mér upp að altarinu þegar við Ari giftum okkur. Takk fyrir að spilla stelpunum mínum með nammi frá ungaaldri, þrátt fyrir mótmælin frá mér, það eru góðar minningar fyrir þær núna. Takk fyrir yndislega útilegu þeg- ar við vorum saman um verslun- armannahelgina, drukkum kakó og Stroh og fórum síðust að sofa. Takk fyrir að hafa knúsað mig bless þegar við kvöddumst þá helgi, í hinsta sinn. Ég kveð þig með þessum orðum, pabbi minn. „Þú hefur gengið meðal okkar og skuggi anda þíns hefur verið ljós okkar. Heitt höfum við unnað þér. En ást okk- ar var hljóð og dulin mörgum blæjum.“ (Kahlil Gibran.) Þín Helga. Elsku pabbi, ég á eftir að sakna þín það sem eftir er ævi minnar. Þó þú vissir það líklegast ekki var alveg óteljandi margt sem þú kenndir mér. Þú kenndir mér að mála, að vera nákvæm, að vera sjálfstæð, að vinna öll verk vel, að skapa með höndunum, að nýta vel það sem til staðar var og svo margt annað. Fyrir það er ég endalaust þakklát. Ég hef alla mína ævi verið hreykin af því hversu handlaginn þú varst. Þú gast smíðað, flísa- lagt, múrað, pússað, málað og gert falleg listaverk úr grjóti. Og svo byggðir þú heilan sumarbú- stað. Þegar ég sit hér inni í eld- húsinu hjá mér og skrifa til þín er ég umkringd vinnu þinni. Gólfið sem þú flísalagðir. Eldhúsinn- réttingin sem við gerðum saman. Gluggakistan. Kertastjakinn. Þú kallaðir mig alltaf litlu prinsessuna þína þegar ég var lít- il og mér fannst ég eiga þig ein – þangað til Gísli bróðir fæddist – þá tók litli prinsinn við, haha. Eva. Jóhannes Þórir Reynisson Hin margvíslegu tímabil ævinnar skilja eftir sig ólík spor hjá hverjum og einum. Við, sem vorum samferða um nokkurra ára skeið í Mennta- skólanum við Sund, eigum ljúfar og góðar minningar um bekkinn okkar og tímann okkar saman. Þetta var fámennur og samheld- inn hópur þar sem Jói var einn af þremur strákum í sautján nemenda bekk. Stelpurnar voru ákveðnar og stjórnsamar og strákarnir ljúfir og afskaplega þolinmóðir og umburðarlyndir. Jói var skapgóður, glettinn og hrókur alls fagnaðar, jafnt inn- an skóla sem utan. Strax þá var Unnur hluti af lífi hans, og þar með okkar, því hún tók virkan þátt í félagslífi bekkjarins. Að loknu stúdentsprófi hélt hópurinn áfram að hittast í maí á hverju ári. Á þessum anna- sömustu árum ævinnar hjá mörgum féll aldrei niður sam- verustund bekkjarins þó mis- margir gætu mætt. Sumir héldu til náms og starfa erlendis en tóku upp þráðinn þegar heim var komið. Jói mætti stundum en oft hittist þannig á að hann var að fljúga. Alltaf var þó spurt frétta og fylgst með félögunum. Samveran og samskiptin í litla bekknum okkar áttu sinn þátt í að móta okkur sem ein- staklinga. Við erum þakklát fyr- Jóhannes Helgason ✝ JóhannesHelgason fæddist í Reykjavík 16. júní 1958. Hann lést á Landakots- spítala 17. ágúst 2014. Útför hans fór fram frá Lang- holtskirkju 28. ágúst 2014. ir þann tíma sem við vorum samferða Jóa og minnumst hans með hlýju. Við sendum okk- ar innilegustu sam- úðarkveðjur til Unnar og fjölskyld- unnar allrar. Megi allar fallegar minn- ingar um góðan dreng lifa í hjörtum okkar. Fyrir hönd bekkjarsystkin- anna í 4-B 1978. Bergþóra Valsdóttir. Mig langar með þessum orð- um að kveðja æskuvin minn, Jó- hannes Helgason, sem nú er lát- inn, langt fyrir aldur fram. Við Jói, eins og hann var alltaf kall- aður, vorum bekkjarfélagar í Réttarholtsskóla og vorum sendir í sveit á sumrin í Hlíð undir Eyjafjöllum. Jói var mús- íkalskur og spilaði á harmon- ikku og gítar. Hann kenndi mér á gítarinn í sveitinni og um haustið vorum við búnir að stofna skólahljómsveitina Fa- tímu ásamt Guðmundi Eyjólfs- syni og Hilmari Erni Hilmars- syni. Það var sérstök ánægja að rifja þetta upp fyrir nokkrum árum þegar haldið var upp á 50 ára afmæli skólans. Við hitt- umst annað slagið og alltaf var gaman að tala við Jóa og rifja upp gamla tíma. Jói greindist með alzheimer fyrir rúmum fjórum árum. Það var erfitt og reyndi mikið á hans nánustu. Við spilafélagarnir komum til með að sakna þín og vottum fjöl- skyldu þinni samúð okkar. Genginn er góður drengur. Minningin lifir. Birgir Ottósson. Nú er komið að því að kveðja elsku ömmu Dúu sem mér þótti alltaf svo vænt um. Hún var að miklu leyti fyrirmynd mín í lífinu enda var hún mikill karakter, skemmtileg og hjartahlý mann- eskja með bein í nefinu. Eitt af því sem mér fannst einkenna ömmu var hvað hún hafði ótrú- lega mikinn kraft og lífsvilja og dauðinn var bara ekkert á dag- skrá hjá henni og sást það vel daginn sem hún lést en ég hafði talað við hana í síma aðeins tíu mínútum áður en hún lést. Það stóð til að ég myndi sækja hana á Sólvelli á Eyrarbakka og fara með hana heim til sín á Rauð- holtið. Hún sagðist vera frekar slöpp svo við ákváðum að fresta þessu um einn dag, ég skyldi bara sækja hana á morgun. Ég þarf ekki að hugsa meira en einn dag til baka til að koma með annað svona dæmi, þar sem lífsviljinn kemur eins sterkt fram. Við Hjálmar höfðum verið í heimsókn hjá henni kvöldið áð- ur, hún talaði aðeins um að hún hefði verið slöpp síðustu daga en vonaði að hún yrði búin að ná þessu úr sér fyrir haustið, svo við gætum farið saman að spila í Þingborg. Hún hafði rosalega gaman af því að spila félagsvist og ég held að ég hafi ekki verið nema 12 ára þegar ég fór að fara með henni á spilakvöld. Ég hafði gaman af því hvað það var mikið keppn- isskap í henni og þegar spilað Guðríður Magnúsdótir ✝ GuðríðurMagnúsdóttir (Dúa) fæddist 30. júní 1926. Hún lést 18. ágúst 2014. Guðríður var jarð- sungin 30. ágúst 2014. var á sama borði og hún var eins gott að gera enga vitleysu því hún hikaði ekki við að skamma fólkið og það var ekki hægt annað en að taka mark á henni enda átti hún alltaf síð- asta orðið. Ömmu Dúu leið alltaf best í sveit- inni sinni, Flögu. Þangað fór ég oft með henni og á margar góð- ar minningar þaðan, amma og afi byggðu sumarbústað í Flögu og þau fóru þangað nánast dag- lega þegar þau höfðu heilsu til þess. Amma Dúa er búin að gróðursetja mikið þarna í kringum bústaðinn sinn en hún hafði alltaf mikinn áhuga á garðrækt og vildi hafa fallegt í kringum sig enda var garður- inn hennar á Rauðholtinu nokkrum sinnum tilnefndur til verðlauna. Amma átti það til að vera svolítið ráðrík og man ég t.d. eftir því þegar ég bjó í Dan- mörku og Guðjón frændi minn var að fara þangað í frí. Amma Dúa hringdi í hann og skipaði honum að heimsækja mig, lét mig svo vita að frændi minn væri að koma! Hún passaði allt- af upp á að fjölskyldan héldi sambandi sín á milli og að eng- inn væri skilinn útundan. Amma Dúa var alltaf góð við alla og það var alltaf pláss fyrir fleiri manneskjur í faðmi henn- ar. Hún fylgdist alltaf vel með öllu vinafólki mínu og það köll- uðu hana allir ömmu Dúu og það þótti henni vænt um. Ég er þakklát fyrir að hafa átt hana að og allar minningarnar hjálpa mér í gegnum sorgina. Bless í bili amma Dúa, ég á alltaf eftir að sakna þín. Steinunn Dúa. Það er erfitt að kveðja fólk sem maður elskar. Jafn- vel þótt það sé gam- alt og þreytt og í dauðanum sé ákveðin líkn. Þegar Stína föðursystir mín skildi við þennan heim var líkaminn búinn, 95 ára afmælið á næsta leiti en í henni bjó sterkur persónuleiki og undurfalleg sál. Nákvæmlega á þeim degi varð mér hugsað til hennar. Ég var á ferðalagi, stödd á afar fallegum stað í Bandaríkj- unum og mér datt í hug að senda henni póstkort. Kannski var hún að hnippa í mig. Kannski var hún að kveðja mig. Stína var nefni- lega ekki bara elskuleg frænka mín sem dekraði við okkur í heimsóknum og ég dáðist að í fjölskylduboðum fyrir ljúf- mennsku, fágaðan klæðaburð og fegurð. Hún var vinkona mín. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi, þrátt fyrir 44 ára aldursmun okkar, að fá að kynnast henni sem jafningja. Það byrjaði með því að hún skaut yfir mig skjóls- húsi á Verslóárunum þegar ég hringdi í hana um miðja nótt, þá strandaglópur í Reykjavík vegna óveðurs. Ég leitaði til hennar og hún opnaði faðminn. Við áttum skemmtileg samtöl í þessari Kristín Ágústa Þorvaldsdóttir ✝ Kristín ÁgústaÞorvaldsdóttir fæddist 24. ágúst 1919. Hún lést 22. ágúst 2014. Útför Kristínar var gerð 1. september 2014. óvæntu heimsókn og ég fann hvað ég átti mikið í henni og hún átti mikið í mér. Eftir þetta heimsótti ég hana af og til. Alltof sjaldan auðvitað, en við átt- um það sem við átt- um. Hún var fé- lagslynd, hreinskilin og opin og þegar við hitt- umst spjölluðum við um lífið og tilveruna. Um núið og fortíðina. Hún fylgdist líka afar vel með pólitík, hafði skoðanir og þorði að viðra þær. Hún var stálminn- ug og ég fékk hana stundum til að segja mér frá barnæskunni fyrir vestan, fyrstu árunum í Reykjavík og lífi þeirra Ása og stórfjölskyldunnar á Njarðargöt- unni. Þá fékk hún glampa í aug- un. Hún var gáfuð og góð í gegn og sýndi bæði í orðum og verki í gegnum lífshlaup sitt að í henni bjó hugrekki, heiðarleiki, dreng- lyndi, frændrækni, vinnusemi, staðfesta og styrkur svo fátt eitt sé nefnt. Hún átti drauma. Sum- ir rættust, sumir ekki. Stundum lék lífið við hana, stundum ekki. En hún var fyrst og fremst fjöl- skyldukona – eiginkona og mamma sem með ást og um- hyggju stóð eins og klettur með sínu fólki. Með innilegri samúð til fjöl- skyldunnar og hjartans þakklæti fyrir allt sem hún Stína mín gaf mér og kenndi. Gunnþóra Ólafsdóttir. ✝ Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir, tengdamóðir, amma og systir, ÁSDÍS ÁSGEIRSDÓTTIR, Vopnafirði, lést á Landspítala, Fossvogi sunnudaginn 7. september. Minningarathöfn fer fram frá Laugarneskirkju föstudaginn 12. sept. kl.15.00. Jarðsett verður frá Vopnafjarðarkirkju laugardaginn 20. septem- ber kl.17.00. Kristján Magnússon, Ásgeir Sigurðsson, Svandís Hlín V. Kjerúlf, Elmar Þór Viðarsson, Linda Björk Stefánsdóttir, barnabörn og systkini. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, BIRNA GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR frá Setbergi á Hauganesi, sem andaðist á dvalarheimilinu Dalbæ á Dalvík fimmtudaginn 4. september, verður jarðsungin frá Dalvíkurkirkju þriðjudaginn 16. september kl. 13.30. Jarðsett verður frá Stærri-Árskógskirkju. Fyrir hönd aðstandenda, börn hinnar látnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.