Morgunblaðið - 15.09.2014, Qupperneq 1
M Á N U D A G U R 1 5. S E P T E M B E R 2 0 1 4
Stofnað 1913 215. tölublað 102. árgangur
FALLEG
HJÖRÐ Í
RÉTTUNUM
STERKIR
STRANDA-
MENN
FRAMLEIÐA NÝJA
GERÐ FLUGU-
VEIÐIHJÓLA
VEGGHLEÐSLA 10 FOSSADALUR Á ÍSAFIRÐI 12INGVAR FJALLKÓNGUR 4
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Staða eldgossins í Holuhrauni er svipuð og
hún hefur verið undanfarna daga en sam-
kvæmt Veðurstofu Íslands eru gígarnir á suð-
urenda gossprungunnar óvirkir en áframhald-
andi virkni er í mið- og norðurhluta hennar.
Ármann Höskuldsson jarðskjálftafræðingur
segir hraunbreiðuna vera um 25-26 ferkíló-
metra að stærð og að hægt hafi á framrás
hraunsins. „Það er að breiða meira úr sér og
þá hægir á framrásinni. Einnig er sýnileg
virkni í gosgígunum minni,“ segir Ármann en
það þarf ekki að þýða að virkni í gosinu sé al-
mennt að verða minni.
Litlar breytingar hafa orðið á sigi í Bárðar-
bungu en botn Bárðarbunguöskjunnar sígur
um 80 sentimetra á dag og er sigið nú mest um
23 metrar. Almannavarnir vilja ekki útiloka að
stórt öskjusig verði í Bárðarbungu og gos í
öskjubroti undir jöklinum en það gæti brætt
mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Þetta
er ein af þremur atburðarásum sem Almanna-
varnir telja mögulegar.
Stórkostlegt sjónarspil
Mikil flugumferð er á svæðinu í kringum
eldgosið enda stórkostlegt að sjá kvikuna
brjótast upp úr jörðinni, fljúga tugi metra upp
í loftið og mynda svo nýtt landslag sem hluti af
hraunbreiðunni. Ragnar Axelsson, ljósmynd-
ari Morgunblaðsins, flaug yfir gosið í Holu-
hrauni í gær og náði stórkostlegum myndum
af gosinu sjálfu og hraunbreiðunni sem teygir
sig alla leið að Jökulsá á Fjöllum og rennur
áfram í farveg fljótsins. Áin hefur því þurft að
hopa undan logandi hrauninu í austur þar sem
myndast hefur nýr árfarvegur. Á myndinni má
sjá hvernig hrauntungan hefur teygt sig að
Jökulsá og gosmökkurinn stígur upp frá gos-
sprungunni.
MTöluverð gasmengun frá gosinu »6
Morgunblaðið/RAX
Íslensk náttúra Hrauntungan teygir sig að Jökulsá á Fjöllum sem hefur þurft að hopa fyrir eldhrauninu frá eldgosinu í Holuhrauni. Þá má sjá hvernig gosmökkurinn rís frá eldgosinu.
Sýnileg virkni minni í eldgosinu
Mikil gasmengun er við eldstöðvarnar í Holuhrauni Jökulsá hopar fyrir logandi hrauninu
Frederik Reinfeldt, forsætisráð-
herra Svíþjóðar og leiðtogi Hægri-
flokksins (Moderatarna), viður-
kenndi í gærkvöldi ósigur sinn í
sænsku þingkosningunum sem fram
fóru þar í landi í gær. „Okkur tókst
þetta ekki,“ sagði Reinfeldt í ávarpi
til stuðningsmanna sinna í Stokk-
hólmi, höfuðborg Svíþjóðar, en hann
hefur farið fyrir ríkisstjórn landsins
undanfarin átta ár.
Flokkur Reinfeldts hlaut rúmlega
23 prósenta fylgi, sem er um sjö pró-
sentum lakari kosning en fyrir fjór-
um árum.
Leiðtoga Jafnaðarmannaflokks-
ins, Stefan Löfven, verður nú falið
að mynda næstu ríkisstjórn. Þykir
hugsanlegt að hann myndi minni-
hlutastjórn með Vinstriflokknum og
Umhverfisflokknum, eða jafnvel
öðrum þeirra. Þá gæti hann einnig
reynt að mynda meirihlutastjórn
með einum eða fleiri flokkum í nú-
verandi ríkisstjórn. Rétt áður en
blaðið fór í prentun var bandalag
hægriflokka í forustu Moderatarna
með 39,1% og bandalag vinstri-
manna undir forystu Social-
demokraterna með 43,7% atkvæða.
Stefnir í vinstristjórn í Svíþjóð
AFP
Bless Reinfeldt viðurkennir ósigur.
Gísli Örn Garð-
arsson leikari
hefur í nógu að
snúast en fram-
undan hjá hon-
um eru verkefni
um allan heim,
þar á meðal
nokkur verk á
teikniborðinu
hjá Þjóðleikhús-
inu í London. Eitt þeirra leikrita
sem hann stefnir á að setja þar upp
er byggt á Íslendingasögunum og
er þegar hafin vinna að því með
írska höfundinum Enda Walsh.
Gísli hefur starfað nær alfarið er-
lendis upp á síðkastið, m.a. í Bost-
on, en hann kýs þó síður að fara aft-
ur til Bandaríkjanna þar sem hann
segir vinnuhörkuna of mikla og
sýningar fjármagnaðar af einkaað-
ilum, sem vilja þá hafa eitthvað um
sýninguna að segja sjálfir. Það fer
ekki vel í sjálfstæða Íslendinginn í
honum. »26-27
Gísli Örn Garðarsson
Á teikniborðinu að setja upp Íslendinga-
sögurnar í Þjóðleikhúsinu í London