Morgunblaðið - 15.09.2014, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.09.2014, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Golli Kátir Þeir eru léttir í lund og láta rigningu og kalsa lítið á sig fá þessir hleðslubræður. „Norskur karl gaf kirkju á Hest- eyri á sínum tíma, honum fannst fólk víst hlúa illa að kristninni þar. En Súðvíkingar stálu síðan þessari kirkju eftir að Hesteyringar fóru, þeim fannst ómögulegt að kirkjan stæði þar ónotuð. Það varð allt vit- laust, en hún stendur enn í Súða- vík.“ Og upp kemur umræða um hvernig landinn sé að verða. „Ís- lendingar eru að verða aumingjar, þeir hanga í tölvum alla daga. Þeir eru að hverfa frá gömlum verkum og kunnáttu. Örfáir kunna þá verk- menningu sem felst til dæmis í vegghleðslum og alls konar störfum til sjós eða í landbúnaði. Bændur eru orðnir svo vélvæddir að þeir verða feitir og vögusíðir og geta vart velt heyrúllu. Ef þeir hlaupa upp brekku slá þeir ístrunni undir hökuna,“ segja þeir og skellihlæja. Vert er að taka fram að allt er þetta í gamni sagt til þess að gleðja blaðamann. Kerling með nef eins og baugspjót á skútu Þegar kemur að kveðjustund tökum við svolítið í nefið og þá kemur saga af kerlingu sem tók rosalega mikið í nefið: „Hún var með ofboðslegt nef, það var eins og baugspjót á seglskútu. Hún var vön að fá íslenskt tóbak en hrekkjalóm- ur barnabarn hennar gaf henni mentoltóbak og hún saug það upp í nefið í stórum skammti, augun urðu tárfull og hún varð fyrst rauð en síðan blá sem hel, svitinn spratt út og hún saup hveljur. En hún lifði það af. Og ekki var hakan á henni minni en nefið. Þegar hún var orðin tannlaus að mestu og fékk að naga ógeðslegt síðurif úr belju læstust nef og haka utan um rifið sem stóð út til beggja hliða. Það var mikil- fengleg sjón.“ „Löngu seinna, þegar hann var dauður og úld- inn og nýtt fólk búið að kaupa húsið, fundust nokkrar fullar flöskur á milli þilja þegar unnið var við þakviðgerðir.“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2014 www.volkswagen.is Nú bjóðum við Volkswagen Tiguan Sport & Style drekkhlaðinn af sportbúnaði, á freistandi tilboði sem erfitt er að standast. Komdu og reynsluaktu þessum frábæra bíl. Það kæmi okkur ekki á óvart ef þú vildir taka hann með þér heim eftir rúntinn. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði VW Tiguan. Kominn í sportgírinn. 6.750.000 kr. Tiguan Spo rt & Style D iesel 2.0 TD I á freistandi tilboði: Þú sparar 7 15.000 kr. Oft telur fólk að það sé merkium heilbrigt samband ef parrífst aldrei. Öll pör rífast af og til og í heilbrigðum samböndum verða pör stundum reið hvort við annað. Það getur verið gott og þrosk- andi fyrir sambandið að takast á við ágreining. Samkvæmt niðurstöðum rannsókna um muninn á því hvernig hamingjusöm og óhamingjusöm pör rífast er tvennt sem stendur upp úr. Hamingjusöm pör nota annars vegar ákveðið samskiptamál og hins vegar ákveðnar aðferðir, til þess að koma í veg fyrir neikvæðan spíral. Hér eru þrjú atriði sem er gott að hafa í huga við rifrildi: Ræða málin rólega: Fyrsta skrefið er að ræða hvað gerðist til þess að skilja hvað fór úrskeiðis og hvernig ykkur báðum líður. Alveg sama hversu mikið þér finnst eitthvað vera maka þínum að kenna mun það ekki skila þér neinu að koma með ásakanir og gagnrýni. Byrjaðu frekar að ræða kvörtun með því að nota „ÉG“ í stað- inn fyrir „ÞÚ“, til dæmis „mér finnst þú vera ósanngjarn“ frekar en að segja „þú ert ósanngjarn“. Þá eru minni líkur á að maki fari í vörn og taki kvörtuninni sem gagnrýni eða árás. Tilraunir til sáttar: Við tökum oft ekki eftir þegar maki er að reyna að gera tilraunir til að laga vandamálið þar sem við erum föst í neikvæðni. Það er því mikilvægt að vera vakandi fyrir þessu og taka eftir þegar maki reynir að bæta ástandið. Þannig er hægt að koma í veg fyrir að rifrildið fari úr böndunum. Tilraunir til sáttar er til dæmis að segja: Mér finnst eins og þú skiljir mig ekki núna, ég skil hvað þú meinar, ég veit að þetta er ekki þér að kenna eða biðjast fyr- irgefningar. Málamiðlun: Að finna málamiðlun er grundvallaratriði til þess að leysa ágreining. Ef við hugsum bara um að okkar lausn sé sú besta og sú eina er- um við ekki að sýna maka virðingu og ást. Ef maki er ekki sammála þér um bestu lausnina getur verið betra að sætta sig við að einhverjum þörfum verði mætt frekar en engum. Hugsið um hvað þið viljið fá út úr ágrein- ingnum. Eftir að hafa rætt það þarf að skoða hvaða útkomu þið eruð tilbúin til að sætta ykkur við þannig að báðir aðilar fái einhverjar þarfir uppfylltar. Í rifrildi viljum við að maki okkar hlusti á okkur og skilji. Þegar maki þinn kvartar við þig skaltu líta á það sem tækifæri til þess að læra meira um makann. Reynið að skilja sjón- arhorn hvort annars þannig að þið getið bæði verið sátt.  Heilsustöðin sálfræði- og ráðgjaf- arþjónusta, Skeifunni 11a, Rvk. www.heilsustodin.is Getty Images/iStockphoto Ósátt Ekki eru pör alltaf sammála. Rifrildi, hvað er til ráða? Heilsupistill Hrefna Hrund Pétursdóttir sálfræðingur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.