Morgunblaðið - 15.09.2014, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.09.2014, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2014 erhlutverkþitt að sjá umbókhaldið?- snjallar lausnir Kynntu þér lausnina á www.navaskrift.is 545 3200 navaskrift.is sala@wise.isGold Enterprise Resource Planning Silver Independent Software Vendor (ISV) TM Borgartún 26, Reykjavík » Hafnarstræti 93-95, Akureyri sími: 545 3200 » wise@wise.is » www.wise.is Fullbúin viðskiptalausn í áskrift - Microsoft Dynamics NAV Verð frá kr. pr.mán. án vsk 11.900- Mánaðarlegt gjald veitir aðgang að einu mest selda bókhaldskerfi landsins ásamt kostnaði við uppfærslu- og þjónustugjöld, hýsingu, afritun á gögnum, öryggisvarnir og SQL gagnagrunn. Breytilegur fjöldi notenda eftir mánuðum sem lágmarkar kostnað. Kerfinu fylgir rafræn sending reikninga, samskipti við RSK og fleira. Fjöldi sérlausna í boði fyrir þá sem þurfa aukna virkni. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Hleðslukunnáttan liggur íættinni. Barna-Jónas,langalangalangafi okk-ar, hlóð utan um sig fangelsi hér í Reykjavík á sínum tíma. Hann vann við að hlaða Stjórnarráðshúsið, sem áður þjón- aði sem tugthús, en hann var dæmdur fyrir að stela tveimur roll- um. Því var klínt á hann að ósekju. Hann var uppreisnarmaður eins og sönnum Strandamanni sæmir og gerðist lífvörður Jörundar hunda- dagakonungs.“ Þannig byrjar hún sögustundin með þeim bræðrum Guðjóni og Benjamín Kristins- sonum frá Dröngum á Ströndum, þar sem ég kem til fundar við þá á túninu við Höfða í Reykjavík, en þar strita þeir við að hlaða vegg. Einhverjum durgum smalað saman til að hlaða vegginn „Við erum að hlaða upp vegg sem var illa farinn og að mestu hruninn. Það getur verið að hann hafi verið hluti af gömlum sjó- varnargarði, við vitum það þó ekki. Veggurinn hefur líklega verið upp- haflega byggður um eða fyrir alda- mótin 1900 en þegar hann hrundi um 1960 var einhverjum durgum smalað saman til að hlaða hann aft- ur og þeir hafa af einhverjum ástæðum haft vegginn óvenjulegan, vegna þess að grófa og ójafna hlið- in snýr inn en sú slétta út. Páll Ingólfur Arnarson, sem stjórnar verkinu, vildi hafa þetta áfram svona svo við gerum þetta eins og durgarnir gerðu. Ég veit ekki til að nokkur annar veggur í borginni sé með þessu lagi; fallega sléttur og skorinn að utan en náttúrulegur eins og fjallsskriða að innan,“ segir Guðjón og bætir við að fyrir vikið sé veggurinn stórmerkilegur skúlp- túr. Auk þess séu garður og forn- minjar undir veggnum. „Sá hefur sennilega verið hlað- inn af landnámsmanninum afa hans Páls Ingólfs Arnarsonar, sem ég nefndi áðan og er verkefnisstjóri hjá Reykjavíkurborg,“ segir hann gáskafullur og lítur til Páls, sem er einmitt kominn til að heilsa upp á þá bræður. Faldi vínið of vel fyrir kon- unni og fann það ekki sjálfur Steinarnir í veggnum eru þungir, frá 30-120 kíló hver, og veggurinn er um 25 metra langur og einn og tuttugu á hæð. Þeir hleðsubræður hafa unnið við að hlaða vegginn í mánuð en eiga ekki mikið eftir. „Þetta er helvítis strit, því er ekki að neita.“ Guðjón segir að þeir hafi fundið eldgömul flösku- brot undir veggnum þegar þeir fóru að hreyfa við grjótinu. „Við höldum að það sé eftir sterka Strandamenn sem hafa verið fengn- ir í hleðsluverkið, því það voru ein- tómir aumingjar hér fyrir sunnan,“ segja þeir og skellihlæja. Og þá kemur sagan af Húnvetningnum á Hvammstanga sem faldi svo vel vínið fyrir konunni sinni að hann fann það ekki sjálfur. „Löngu seinna, þegar hann var dauður og úldinn og nýtt fólk búið að kaupa húsið, fundust nokkrar fullar flösk- ur á milli þilja þegar unnið var við þakviðgerðir.“ Vélvæðing fitar bændur Og þær flæða fram sögurnar, með mátulegum skreytingum sem ekki er hægt að hafa eftir. Ein er sagan af kirkjunni sem var stolið: Íslendingar eru að verða aumingjar Þeir eru hraustir Strandamennirnir og bræðurnir Guðjón og Benjamín Kristinssynir. Þeim líkar illa að kunnátta og verkmenning hvers konar sé að hverfa, til dæmis hleðslukunnátta. Þeir hlaða nú vegg þar sem hver steinn vegur frá 30 til 120 kílóum. Og þeir kunna að segja sögur. Og bæta vel í þær. Heljarmenni Þeir eru miklir að vöxtum bræðurnir og rammir að afli. Nákvæmt Allt skal vera beint og stundum þarf að kíkja til að vera viss. Amnesty International er alþjóðleg hreyfing fólks sem berst fyrir því að alþjóðlega viðurkennd mann- réttindi séu virt og að allir njóti verndar þeirra. Íslandsdeild Am- nesty International fagnar 40 ára afmæli sínu í dag og í tilefni dags- ins bjóða samtökin félögum sínum og velunnurum að njóta með sér afmælisdagskrár á milli klukkan 17 og 19 í Hljóðbergi í Hannesarholti. Bubbi Morthens ætlar að mæta og vera með tónlistaratriði, mynda- sýning verður frá starfi deild- arinnar í 40 ár og fleira. Boðið verður upp á léttar veitingar og all- ir eru hjartanlega velkomnir. Vefsíðan www.amnesty.is Morgunblaðið/Golli Snilli Bubbi er kóngurinn segja sumir, enda snillingur þegar kemur að tónlist. Bubbi í afmælisfagnaði í dag Gaman er að styðja gott fólk sem tek- ur sig til og framkvæmir áhugaverða hluti. Enn eru einhverjir dagar eftir í söfnun á Karolina Fund fyrir verkefnið „Gekk ég aleinn“ sem er geisla- diskaútgáfa á lögum Karls Ottós Run- ólfssonar í nýjum útsetningum Hjartar Ingva Jóhannssonar. Flytjendur eru KÚBUS hópurinn ásamt Jóni Svavari Jósefssyni barítón og Hildigunni Ein- arsdóttur mezzosópran. Kammerhóp- urinn KÚBUS fékk Hjört Ingva Jó- hannsson píanóleikara, tónskáld og meðlim í hljómsveitinni Hjaltalín til að útsetja sönglög eftir Karl Ottó Run- ólfsson. Lög Karls Ottós eru samin í einstökum og persónulegum stíl og búa yfir sannri og djúpri rómantík þar sem dramað fer alla leið. Mörg lag- anna eru þekkt og dáð en hópurinn lagðist yfir allt höfundarverk Karls og gróf einnig upp óþekkta og gleymda gimsteina. Sönglög Karls Ottós öðlast nýtt líf í nýjum útsetningum Hjartar Ingva sem draga fram sérstætt og djarft tónmál tónskáldsins og ein- staka tilfinningu hans fyrir kontra- punkti. Ljóðin, sem tilheyra nokkrum öndvegisskáldum Íslendinga, eru ým- ist myrk, kímin eða viðkvæmnisleg og mynda í meðförum hópsins eina óslitna heild frá upphafi til enda. KÚBUS er breytilegur að stærð og sækist eftir samstarfi við listafólk með hugmyndir og kunnáttu sem rata ekki reglulega á svið á klassískum tón- leikum. Hópurinn hefur það að mark- miði að ná til nýrra áheyrenda, einkum ungs fólks og fólks sem hefur áhuga á listum en sækir alla jafna ekki klass- íska tónleika. KÚBUS flytur tónlist frá ýmsum tímabilum tónlistarsögunnar, starfar með listamönnum úr öðrum geirum og gerir tilraunir með tónleikaformið. Fastir meðlimir hópsins eru Grímur Helgason, klarinett, Guðrún Dalía Sal- ómonsdóttir, píanó, Ingrid Karlsdóttir, fiðla, Melkorka Ólafsdóttir, flauta, og Júlía Mogensen, selló en hópurinn er breytilegur að stærð. Í þessu verkefni bætist við Þórarinn Már Baldursson, víóla, ásamt söngvurunum Jóni Svav- ari og Hildigunni Einarsdóttur. www.karolinafund.com/project/ view/553 Endilega... ... styðjið áhugaverða útgáfu Jón Svavar Hann syngur fjarska vel. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.