Morgunblaðið - 15.09.2014, Síða 15

Morgunblaðið - 15.09.2014, Síða 15
FRÉTTIR 15Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2014 F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · rafver@rafver.is · www.rafver.is Skrúfupressur og stimpilpressur Lofthreinsibúnaður Loftkútar - Loftsíur Lofttengibúnaður Loftþurrkarar ■ Ýmsar stærðir og gerðir ■ Einstaklega hljóðlátar ■ Þýsk gæði eins og þau gerast best Fjármálaráðherrar Evrópusam- bandsins hafa falið framkvæmda- stjórn ESB og Evrópska fjárfest- ingabankanum (EIB) að setja saman lista yfir verkefni sem myndu örva hagkerfi sam- bandslandanna, og um leið gera til- lögur um hvernig mætti fjármagna þessi verkefni. Í kjölfar þeirra hremminga sem urðu á alþjóðlegum fjármálamörk- uðum á árunum 2007 og 2008 hafa hagkerfi ESB-ríkjanna vaxið hægt. Hagkerfi Evrópusambandsins stendur að baki um fjórðungi af landsframleiðslu á heimsvísu og óx um aðeins 0,1% á síðasta ári. Mælist atvinnu- leysi nærri tvö- falt hærra í lönd- um ESB en í Bandaríkjunum, með um 25 millj- ón Evrópubúa án atvinnu. Enginn hagvöxtur mæld- ist á ESB-svæð- inu á tímabilinu apríl til júni og er spáð að hagvöxtur í ár verði undir einu prósentustigi. Er ætlunin að leggja miljarða evra í aðgerðir til að blása nýju lífi í hagkerfi ESB. Að sögn Reuters benda fyrstu hugmyndir til að á bilinu 300 til 700 milljarðar evra verði eyrnamerktir verkefninu. Pier Carlo Padoan, fjármálaráð- herra Ítalíu, hélt fjölmiðlafund á laugardag þar sem þessi hugmynd var kynnt. Sagði hann að fram- kvæmdastjórnin og fjárfestinga- bankinn eigi „með hraði að kynna frumskýrslu um raunhæfar aðgerð- ir, arðbær og réttlætanleg fjárfest- ingarverkefni.“ Reuters segir fyrirhugað að til- lögurnar verði lagðar fyrir ráð- herraráð ESB þegar ráðið kemur næst saman í Lúxemborg í október. ai@mbl.is ESB vill verja milljörðum evra til að örva hagkerfið Pier Carlo Padoan Bandaríski tæknirisinn Apple segir að forpantanir á nýja iPhone 6 snjallsímanum hafi slegið met. Fréttatilkynning frá Apple gaf ekki nákvæmar tölur um fjölda pantana en sagði að „viðbrögðin við iPhone 6 og iPhone 6 Plus [hefðu] verið ótrúleg“. Apple kynnti símann í síðustu viku og á sala á iPhone 6 og stærri útgáfu símans, iPhone 6 Plus, að hefjast 19. september á helstu markaðssvæðum. Fréttastofa Bloomberg segir að framleiðslukeðjan virðist ekki anna allri eftirspurninni og þeir sem pöntuðu sér hinn stóra iPhone 6 Plus á vef Apple um helgina fengu skilaboð um að afhending geti tekið allt að 3-4 vikur. Sumar útgáfur af hinum minni iPhone 6 tefjast um 7-10 virka daga, skv. netverslun Apple. ai@mbl.is AFP Eftirvænting Nú þegar eru raðir farnar að myndast fyrir utan verslanir Apple, þó fjórir dagar séu í að iPhone 6 komi í sölu. Kona gengur framhjá röðinni við verslunina á fimmta breiðstræti í New York. Búast við töf- um á afhend- ingu iPhone 6 Breski bankinn HSBC greindi frá því á föstudag að samkomulag hefði tekist milli HSBC í Banda- ríkjunum og bandarískra yfirvalda um greiðslu sektar. Er greiðslan til komin vegna ásakana um ólög- lega sölu skuldabréfa til ríkis- reknu húsnæðislánafyrirtækjanna Fannie Mae og Freddie Mac. Bankanum er gefið að sök að hafa selt skuldabréfin á fölskum for- sendum, á tímabilinu 2005 til 2007, með tilheyrandi tjóni fyrir banda- rískan ríkissjóð. Í umfjöllun breska dagblaðsins The Telegraph kemur fram að HSBC neitar sök og að í sam- komulaginu sem bankinn hefur gert felist ekki viðurkenning á sekt í málinu. Árið 2011 höfðaði bandaríska húsnæðislánastofnunin FHFA mál á hendur 18 bönkum vegna sams konar viðskipta. HSBC er sextándi bankinn sem nær samkomulagi við stofnunina og til þessa nema sekt- argreiðslurnar samtals um 29 milljörðum dala. ai@mbl.is HSBC borgar hálfan milljarð dala í sekt Reuters Ásakanir Mynd úr safni af örygg- isverði við skilti HSBC. Bankinn mun greiða háa sekt í Bandaríkj- unum en viðurkennir ekki sök. Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.