Morgunblaðið - 15.09.2014, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.09.2014, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2014 Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um Heimili og hönnun föstudaginn 26. september SÉRBLAÐ –– Meira fyrir lesendur Í blaðinu verða kynntir margir möguleikar sem í boði eru fyrir þá sem vilja hafa fallegt í kringum sig, breyta og bæta heimilið. Skoðuð verða húsgögn og innréttingar, skrautmunir og fylgihlutir fyrir heimilið, litir og lýsing ásamt mörgu öðru sem er huggulegt fyrir veturinn. PÖNTUNARFRESTUR AUGLÝSINGA: fyrir kl. 16 mánudaginn 22. september. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is HEIMILI & HÖNNUN VITINN Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is „Við erum fjögur sem erum að vinna við þetta hér á Ísafirði núna. Ég á von á því að vöxturinn í fyr- irtækinu verði í sölu- og markaðs- málum frekar en framleiðslunni sem við erum frekar að útvista til fagmanna.“ Þetta segir Steingrímur Ein- arsson framkvæmdastjóri Fossa- dals á Ísafirði sem framleiðir nýja gerð af fluguveiðihjólum sem njóta vaxandi vinsælda innanlands og ut- an. Eru hjólin seld undir vöru- merkinu Einarsson Fly Fishing. Fossadalur er eina fyrirtækið hér á landi sem framleiðir veiðihjól. Hugmyndin að hjólunum og hönnunin er frá Steingrími komin. Hann smíðaði fyrstu hjólin árið 2004 sjálfum sér og vinum sínum til gagns og gamans. Fyrirtækið Fossadalur ehf. var stofnað þremur árum seinna og var þá hafist handa um markvissa þróun og endurbætur hug- myndarinnar. Nú eru framleiddar tvær tegundir af veiðihjólunum og hvor þeirra í nokkrum stærðum og mismunandi lit- um. Eldri útgáfan er nefnd Plus en sú nýrri Invictus. Hún er með nýstár- legri bremsu sem er mýkri en áður hefur þekkst og þykir minnka lík- urnar á því að menn missi fiskinn. Hefur Fossadalur fengið einkaleyfi á bremsunni. Veiðihjólin eru rennd í tölvu- stýrðum bekk úr álkubbum sem framleiddir eru hjá Alcoa í Banda- ríkjunum. Málmblandan hef- ur mikið tæringarþol og inniheldur meðal ann- ars magnesíum, kísil, kopar og króm. Sala víða um lönd Steingrímur segir að meg- inþunginn í starf- semi Fossadals felist nú í þjónustu við við- skiptavini og markaðs- og sölustarf erlendis Var Magnús Hávarðarson ráðinn markaðsstjóri fyrirtækisins fyrr á árinu og mun hann halda utan um kynningarstarfsemina. Í ársbyrjun voru gerðir sölu- Vöxturinn er í sölu- og markaðsmálum  Fossadalur á Ísafirði framleiðir nýja gerð fluguveiðihjóla VI TINN 2014 Ljósleiðarinn nái hringinn  Fjarskiptasamband Vestfjarða við aðra landshluta verður ekki að fullu tryggt nema með hringtengingu ljósleiðara við aðra landshluta. Í dag liggur strengur í eina áttina vestur og endar þar. Sambandið þyrfti hins vegar að vera úr fleiri áttum svo allt sé öruggt. Slíkt er hins vegar talsverð framkvæmd og peninga vantar svo bæta megi úr. Þetta kom fram í máli forsvarsmanna Símans og Mílu með fulltrúum Ísa- fjarðarbæjar á dögunum. Sem kunnugt er rofnaði fjarskiptasamband við Vest- firði í fimm klukkustundir þann 26. ágúst þegar ljósleiðarinn vestur fór í sund- ur í Reykhólasveit. Alvarlegt ástand skapaðist af þeim sökum. Símasamband og gagnaflutningar urðu óvirkir og netið þar með. Fulltrúar Símans hafa beðist velvirðingar og í bréfi til Ísafjaðarbæjar segir að skoðað verði hvaða aðgerða sé þörf svo þetta hendi ekki aftur. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ísafjörður Vestra er áherslumál að tryggja öryggi fjarskipta í fjórðungnum.  Eitt sinn var sagt að á Vestfjörðum væru einbúar í sveitum áberandi. Það er að mestu liðið undir lok, en í stað- inn hafa nýir Íslendingar sest að á svæðinu. Fólk með erlent ríkisfang er stór hópur á mörgum stöðum. Í fyrra voru íbúar í Vesturbyggð 941 og þar af voru útlendingarnir 110 eða 12%. Í Bolungarvík þar sem 918 áttu lög- heimili í fyrra var þessi hlutfallstala hin sama. Og af 3.748 íbúum í Ísfjarð- arbæ voru 369 útlendingar, það er um 9%. Íslendingar eru orðnir fráhverfir því að vinna í fiski. Útlendingarnir, til dæmis Pólverjar, hafa þarna hlaupið í skarðið og ganga glaðir til verka í vinnsluhúsum til dæmis á Patreks- firði og á Suðureyri. Þeir eru í fjöl- breyttum verkum á Ísafirði og í Bol- ungarvík grípa konur frá fjarlægum löndum jafnvel í að beita línu. sbs@mbl.is Útlendingar eru áberandi Bolungarvík Lamduan Seejaem frá Taílandi raðar beitu á krókana. Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Í Háskólasetri Vestfjarða á Ísa- firði fer fram margvísleg starf- semi, s.s. fjarkennsla, nám- skeiðahald, prófahald og ýmis þjónusta við námsmenn á há- skólastiginu. Þar eru haldin fjöl- menn námskeið í íslensku fyrir Erasmus-nema og sumarskólar á vegum skóla í Bandaríkjunum og Kanada en Háskólasetrið sjálft býður m.a. upp á meistaranám í haf- og strandsvæðastjórnun, sem hefur verið afar vel sótt. „Þú getur í raun ekki lært haf- og strandsvæðastjórnun nema á einum 20 stöðum í heim- inum að hámarki,“ segir Dagný Arnarsdóttir, fagstjóri námsins. Hún segir að með náminu sé reynt að höfða til alþjóðlegs hóps en stór hluti nemenda komi frá útlöndum. Alls hafa 125 innritast í námið frá því kennsla hófst 2008 og um 70 manns lokið rit- gerð. En um hvað snýst námið? „Þetta er í raun sjávartengd umhverfis- og auðlindafræði,“ svarar Dagný. „Í grunninn er þetta ekkert ósvipað sambærilegu námi í Háskóla Íslands, nema við erum alveg sérstaklega að fókusa á hafið og ströndina og mjög lítið á það sem er inni í landi, s.s. skóga. Þetta er t.d. lausn ágrein- ingsmála í úthafsdeilum, hönnun veiðarfæra, rekstur þjóðgarða í sjó eða við sjó og ýmislegt fleira; hækkun sjávarborðs, sjávartengd Vinsælt meistaranám  Háskólasetur Vestfjarða býður upp á fátítt nám í haf- og strandsvæðastjórnun  Nemendur setja svip á samfélagið VESTFIRÐIR2014Á FERÐ UMÍSLAND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.