Morgunblaðið - 15.09.2014, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.09.2014, Blaðsíða 21
stórt eða smátt í lífinu. Amma lifði svo fallega. Hún sagði aldrei styggðaryrði um nokkurn mann og leitaði eftir því jákvæða og góða í fari allra. Hún var okkur öllum góð fyrirmynd, kenndi okkur hvað það er sem skiptir raunverulega máli og um mikilvægi þess að hlúa að fjöl- skyldunni og vera til staðar fyrir hvert annað. Á hinsta degi, þegar horft er yfir farinn veg, er varla hægt að hugsa sér fallegra líf en ævi ömmu minnar. Ég er ævar- andi þakklát fyrir allt sem hún hefur gefið mér og verið mér og fjölskyldu minni í lífinu. Minning hennar mun ætíð lifa í hjarta okk- ar. Nína Björk. Í dag kveðjum við elsku Ester ömmu okkar. Engin orð fá því lýst hversu vænt okkur þótti um þessa einstöku konu sem skipaði svo stóran sess í lífi okkar. Í ömmu áttum við trúnaðarvin- konu sem við gátum alltaf treyst og leitað til. Faðmur hennar var hlýr; hún var ávallt til staðar. Og nú er líka skrítið að geta ekki lengur tekið upp símann, heyrt hljómfögru röddina hennar og deilt með henni sorgum og sigr- um. Amma var tignarleg og falleg, brosmild og blíð, en af henni staf- aði jafnframt óþrjótandi styrkur og festa sem varð til þess að allir sóttu í návist hennar. Og með sínu jákvæða viðhorfi til lífsins var amma líka besta fyrirmynd sem hægt er að hugsa sér. Það hefur ávallt verið markmið okkar systr- anna að hún og Ingimar afi gætu verið stolt af okkur. Hún lifði heil- brigðu lífi og hugsaði vel um sjálfa sig, var virk í félagsstarfi og fór daglega í gönguferð með afa. Hún fylgdist vel með málefnum líðandi stundar og því var gaman að spjalla við hana um alla heima og geima. Sérstaklega ánægju- legt var að hlusta á hana rifja upp minningar frá sínum yngri árum. Stundum hló hún svo dátt að tárin runnu niður vangana svo allir við- staddir hrifust með. Hjá ömmu og afa höfum við ætíð átt annað heimili, fyrst í Eskihlíð og svo í Vallartröð. Hvern einasta sunnudag safnað- ist stórfjölskyldan saman hjá þeim við veisluborð þakið ljúf- fengum tertum sem amma hafði bakað af sinni alkunnu snilld. „Elsku fáið ykkur,“ sagði hún og brosti sínu geislandi brosi. Hún naut sín vel í gestgjafahlutverk- inu. Saumaskapur og handavinna var órjúfanlegur hluti af lífi ömmu frá unga aldri og nutum við systurnar góðs af því. Allt frá því að við vorum smástelpur töfraði hún fram hámóðins flíkur sem við höfðum skissað á blað. Á efri ár- um lagði hún ómældan metnað í handverk af ýmsu tagi, sængur- föt, púða og dýrindis dúka; sann- kölluð listaverk. Afrakstrinum út- deildi hún jafnóðum með stolti, gleði og væntumþykju til fjöl- skyldu sinnar og ástvina. Nú þeg- ar hún er horfin á braut verða þessir gripir verðmætari en nokkru sinni fyrr; uppspretta huggunar og hlýju. Vala Melkorka varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá tvö ár með langömmu sinni og auðséð var að þær nutu hverrar samverustund- ar. Ávallt fór jafnframt vel á með ömmu og Erni Úlfari. Þau afi tóku honum opnum örmum frá fyrstu stundu og fyrir það er hann þakklátur. Nú þegar amma hefur lokið sinni lífsgöngu er missirinn mik- ill, en dýrmætar minningarnar munu lifa áfram í hjörtum okkar. Við vottum elsku afa okkar inni- legustu samúð, sem og öðrum ættingjum og ástvinum. Hvíl í friði og hjartans þakkir fyrir allt. Ester og Ásta Andrésdætur. Elsku amma. Ég er ákaflega stolt af þér og hef litið upp til þín alla ævi. Þú ert fyrirmynd mín; alltaf svo jákvæð, sterk, hlý og góð, og gafst aldrei upp sama hvað gekk á. Einnig tek ég hjónaband ykkar afa til fyrir- myndar; eftir tæp 70 ár saman voruð þið enn svo ástfangin og samrýnd og pössuðu alltaf vel upp á hvert annað. Þú varst mín stoð og stytta þegar mamma lést og bauðst mér að flytja til ykkar afa í Valló þegar ég hafði misst heimili mitt á Ís- landi. Mér þótti alltaf svo vænt um að heyra í þér og afa á skype þegar ég bjó úti; þú náðir alltaf að hughreysta mig og hjálpaðir mér að sjá það jákvæða í lífinu. Þó þú hafir náð háum aldri var ég engan veginn tilbúin að missa þig, amma. Það verður tómlegt að fara ekki í kökuboð til ykkar afa á sunnudögum og hitta allt frænd- fólkið. Það er algjörlega þér að þakka hversu samrýnd stórfjöl- skyldan er, sem hefur reynst ómetanlegt á erfiðum tímum. Ég þakka þér fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum í Valló þegar við hlógum og grétum sam- an. Þrátt fyrir sorgina að missa þig, upplifi ég líka mikið þakklæti að hafa haft þig til staðar í tæp 28 ár. Ég er þakklát fyrir alla hlýjuna og umhyggjuna sem þú hefur sýnt mér og mínum. Þín dótturdóttir, V. Ester. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2014 Smáauglýsingar 569 1100 Sumarhús Rotþrær – vatnsgeymar – lindarbrunnar Rotþrær og siturlagnir. Heildarlausnir – réttar lausnir. Heitir pottar. Borgarplast.is, Mosfellsbæ, sími 561 2211. Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Ýmislegt Ódýr blekhylki og tónerar Verslun í Hagkaup, Smáralind og Fjarðargötu 11, Hafnarfirði Blekhylki.is, sími 815 0150 GLERFILMUR 3 ALVEG FRÁBÆRIR ! Teg 13010 - 80-95 CD á kr. 5.800,- buxur við á kr. 1.995,- Teg 46581 - mjúkur, fallegur í 80-95 CD á kr. 5.800,- buxur við á kr. 1.995 Teg 21323 - fínlegur í 80-95 CD á kr. 5.800,- buxur við á kr. 1.995,- Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.–föst. 10–18, Laugardaga 10 - 14 Þú mætir – við mælum og aðstoðum. www.misty.is – vertu vinur Teg. Sedan Vandaðir herrainniskór, hlýir og góðir. Stærðir: 40- 48. Verð: 4.475. Teg. Moscou Vandaðir herra- inniskór, hlýir og góðir. Stærðir: 40-46. Verð: 3.975. Teg. Raflon Vandaðir herrainniskór, hlýir og góðir. Stærðir: 40-48. Verð: 5.475. Teg. 608 Vandaðir herrainniskór, hlýir og góðir. Stærðir: 41-46. Verð: 3.985. Teg. 824 Vandaðir herra inniskór hlýir og góðir. Stærðir: 41 - 46. Verð: 3.975. Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. Opið mán.-fös. 10–18, laugardaga 10–14. Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf. www.mistyskor.is Erum einnig á Facebook. Léttir og þægilegir dömuinniskór. Stærðir: 36–42. Verð: 4.950. Léttir og þægilegir dömuinniskór. Stærðir: 36–42. Verð: 4.950. Léttir og þægilegir dömuinniskór. Stærðir: 36–42. Verð: 3.975. Léttir og þægilegir dömuinniskór, breiðir og vel opnir. Litir: svart og rautt. Stærðir: 36 - 42. Verð: 6.485. Léttir og þægilegir dömuinniskór. Stærðir: 36–42. Verð: 5.950. Léttir og þægilegir dömuinniskór, breiðir og vel opnir. Litir: svart og rautt. Stærðir: 36–42. Verð: 7.875. Góðir dömuinniskór fyrir erfiða fætur. Stærðir: 36–42. Verð: 6.685. Léttir og þægilegir dömuinniskór, breiðir og vel opnir. Litir: svart og rautt. Stærðir: 36–42. Verð: 6.485. Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. Opið mán.– föst. 10–18, laugardaga 10–14. Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf. www.mistyskor.is Erum einnig á Facebook. Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD - árg. 2012. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, bilaskoli.is Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9. Útskurður og félags- vist kl. 13. Morgunleikfimin undir stjórn Þorbjargar og Elínar byrjar mánudaginn 22. september. Árskógar 4 Opin smíðastofa/útskurður kl. 9-16. Opin hand- avinna kl. 9-16 með leiðbeinanda kl. 12.30. Stafganga um nágrennið kl. 11-11.40. Innanhúspútt kl. 14.15-16.00. Félagsvist með vinningum kl. 13. Boðinn Mánudaginn 15. sept. tréútskurður kl. 9.00. Myndlist kl. 9.00. Bingó kl. 13.00. Línudans kl. 18.00. Bústaðakirkja Félagsstarf eldri borgara hefst 17. september með haustferð. Nánari upplýsingar og skráning er í síma 553-8500. Hlökkum til að hitta ykkur, starfsfólk Bústaðakirkju. Dalbraut 18-20 Námskeið í myndlist og postulínsmálningu hefjast aftur kl. 9. Brids kl. 13. Félagsheimilið Gjábakki Handavinnuleiðbeinandi við til hádegis, boccia kl. 9.15, gler- og postulínsmálun kl. 9.30 og kl. 13, lomber kl. 13, canasta kl. 13.15 Garðabær Vatnsleikfimi kl. 7.30, 8.15, 12.20 og 15. Stólaleik- fimi kl. 9.10, kvennaleikfimi kl. 10 og 11. Gerðuberg Handavinnustofa kl. 8.30-16. Útskurður með leiðbeinanda kl. 9-16. Kóræfing kl. 14.30. Hraunbær 105 Handavinna kl. 9. Bænastund kl. 9.30. Jóga 10.10. Púsl á borðinu, allir taka þátt. Hvassaleiti 56-58 Kaffi og kíkt í blöðin kl. 8.30. Útvarpsleik- fimi kl. 9.45, hádegisverður kl. 11.30, frjáls spilamennska og bridge kl. 13, kaffi kl. 14.30. Vinnustofan er laus allan daginn og frjáls til notkunar. Við minnum á að jóga byrjar 22. september. Skráning stendur yfir í ýmsa áhugaverða hópa og námskeið. Hæðargarður 31 Við hringborðið kl. 8.50, Rúv-leikfimi kl. 9.45, ganga kl. 10, félagsvist kl. 13.15, handavinna kl. 13, myndlistarnámskeið kl. 13. Skapandi skrif kl. 16 með Þórði Helgasyni - skráning stendur yfir í ferð Hollvina til Korpúlfa nk. föstudag 19. sept. Nánar í s. 411-2790. Korpúlfar Gönguhópur Korpúlfa kl. 10, hraðganga og sni- glaganga, kaffi á eftir í Borgum. Félagsvist kl. 13.30 í Borgum. Laugaból Fjölbreytt leikfimi fyrir 60+ í Laugabóli Laugardal. Áhersla á liðkunaræfingar og teygjur.Yoga-dans-lóð og teygjur. Mánudag kl. 12.30, þriðjudag kl. 11.00 og fimmtudag kl. 11.00. Norðurbrún 1. Morgunkaffi kl. 8.30. Morgunleikfimi kl. 9.45. Morgunganga kl. 10. Bókmenntahópur kl. 11. Hádegisverður kl. 11.30-12.30. Útskurður kl. 13. Samverustund með djákna kl. 14. Seltjarnarnes Gler Valhúsaskóla kl. 9.00 og 13.00. Leir Skólabraut kl. 9.00. Billjard Selinu kl. 10.00. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Jóga salnum Skólabraut kl. 11.00. Handa- vinna Skólabraut kl. 13.00. Vatnsleikfimi Sundlaug Seltjarnar- ness kl. 18.30. Ath. Þeir sem eru skráðir í ferðina á morgun þriðjudag: Lagt af stað frá Skólabraut kl. 9.30. Stangarhyl 4 Danskennsla/námskeið kl. 17-20 Kennari Lizý Steinsdóttir. Vesturgata 7 Mánudagur. Setustofa/kaffi kl. 09.00. Almenn handavinna (án leiðbeinanda) kl. 09.00. Hádegisverður kl. 11.30. Kaffiveitingar kl. 14.30. Vitatorg Leirmótun kl. 8.00, postulínsmálun kl. 9.00, upp- lestur, framhaldssaga kl. 12.30, Handavinna með leiðsögn kl. 13.00, stóladans kl. 13.00, Frjáls spil kl. 13.00, bókband kl. 13.00. Smáauglýsingar Geymslur Ferðavagnageymsla Borgarfirði Geymum tjaldvagna, fellihýsi, hjól- hýsi, báta og fleira í upphituðu rými. Gott verð. Sími 899 9339 Sólbakki Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum allt gull. Kaupum silfur- borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar- leg viðskipti. Aðeins í verslun okk- ar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. Staðgreiðum gull, demanta og úr Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kostnaðarlausu! www.kaupumgull.is Opið alla daga 11–18. Kringlan – 3. hæð (Hagkaupsmegin) Upplýsingar í síma 661 7000. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699-8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Bílaþjónusta Bryngljáatilboð í september GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Atvinnuauglýsingar sími 569 1100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.