Morgunblaðið - 15.09.2014, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.09.2014, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2014 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Klikkun tilheyrir ekki bara hælum og fullu tungli, hún er mjög fágað hugar- ástand. Rasaðu ekki um ráð fram á loka- sprettinum. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú þarft að sýna þolinmæði í þínu nánasta sambandi. Sá sem svarar kallinu og réttir út hjálparhönd er ekki sá sem þú bjóst við. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ættir að huga að heilbrigðis- og hreinlætismálunum í dag. En nú ertu að lesa stjörnuspána þína og þá veistu að þú átt að vera á varðbergi gagnvart óvæntri heimsókn. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Næsta mánuðinn skaltu ígrunda á hvern hátt þú getur fegrað heimilið. Láttu eins og þú takir ekki eftir því þótt suðað sé í þér um lítilvæg atriði. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Góðu fréttirnar eru þær að him- intunglin gera þér verulega auðvelt að breyta karaktergöllum í kosti. Þú átt auð- velt með að halda unglegu yfirbragði og þarft að sinna barninu í þér. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú ert í skapi til að skreppa í bæinn og skoða jólagjafir. Ekki hafa áhyggjur ef þú ert ekki of sterkur hið innra, styrkurinn kemur víða að. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er skilyrði fyrir árangri að menn kunni að setja sér takmörk. Farðu yfir sam- bandið annað slagið til þess að tryggja að báðir aðilar fái sitt út úr því að vera saman. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Flestir halda að það sé best að vera fremstur í röðinni. Mikil ást á til að hegða sér þannig. Ekki reyna að koma of miklu í verk fyrir hádegi. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú hefur komið þér vel fyrir og ætlar að sitja sem fastast. Finnist þér eitt- hvað ekki þess virði að líta við því, þá kem- ur það þér í koll, þótt síðar verði. 22. des. - 19. janúar Steingeit Ef hungur er mannlegt er guð- dómlegt að vera mettur. Gæti verið í tengslum við vin eða hóp sem þú tilheyrðir. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er fallegt að aðstoða aðra, en það má ekki ganga svo langt að þú gleymir sjálfum þér. Gefðu þér tíma til að hafa samband við vini og ættingja. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú þarft hugsanlega að útskýra eitt- hvað sem þú deilir með öðrum. En gættu þess að þeirra mál eru ekki á þinni könnu; en það eru þín mál aftur á móti. Boðnarmjöðurinn bragðast velog örvar skáldgáfuna. Þangað eru þessar vísur og limrur sóttar. Fyrst kemur Gunnar J. Straumland: Þjóðin er nú loksins laus við loðna spádómsviku því upp úr Holuhrauni gaus hellingur af kviku. Gunnar Kr. Sigurjónsson er ekki banginn: Við Ragnar er djarflegt að deila, því doktorinn gerir ei feila. Á örstuttum tíma er auðvelt að ríma með austfirskum hátækniheila. Og Hallmundur Kristinsson: Í vísnagerð visku ég kenni og vanda mig ef að ég nenni. Ef limran er ljót hún lagast ei hót nema bara ég breyti henni. Bjarki Karlsson er eldri en tvæ- vetur í limrugerð: Ef limran er lítt sig að spjara er lausnin að mega til vara snúa og teygja, sníða og beygja. Svo breytt’enni, góði, þá bara! Sigurlín Hermannsdóttir hefur fréttir að færa: Á Hermóði aldrei var hik hans hlaupatækni var kvik. Hann hljóp marga spretti, hann hljóp fram af kletti. Nú hleypur hann bara í spik. Áslaug Benediktsdóttir á síðasta orðið á Boðnarmiði að þessu sinni: Hann Sigfús var engum til ama öllum stóð líka á sama. Gekk sína götu með gellur í fötu og dáðist að Dalai Lama. Aldrei er tíðindalaust á Leirnum. Páll Imsland heilsaði leirliði á Göngum og sagði blautt og milt héðra: Er Sponni varð Spégerðar biðill, þá spurði hún: Hve góður riðill? Hann taldi fram allt og hún tautaði kalt: Þú getur þjónað sem friðill. Þetta ýtti við Sigrúnu Haralds- dóttur, sem sagði „þessi limra varð til um daginn en ég kunni ekki við að birta hana öðrum en JIJ. Hann sagði að hún væri „pen“ svo að ég læt hana fljóta hér með limru Páls. Ingveldur átti sér biðil, alkunnan sjáanda og miðil, hann var hrekklaus og „soft“, hún hryggbraut hann oft en nýtti ‘ann um nætur sem riðil.“ Halldór Blöndal (halldorblondal@simnet.is) Vísnahorn Af einu og öðru kringum ólíkar persónur Í klípu RANNSÓKNIR SÝNA AÐ PLÖNTUR FINNA SÁRSAUKA - BARA EKKI ÞÍN eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG HELD ÉG SELJI ALLA SKARTGRIPINA MÍNA. MIG VANTAR 500 KRÓNUR“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... Þegar klukku- stundirnar virðast bráðna í burtu. DAGURINN Í DAG VERÐUR HAPPADAGURINN MINN EDDI HEPPNI, ÉG ER HAMINGJUSAMUR MAÐUR AF ÞVÍ ÉG ELSKA STARFIÐ MITT OG ELSKA FJÖLSKYLDULÍFIÐ HRÓLFUR! FARÐU Í HESTHÚSIÐ OG MOKAÐU SKÍTINN JÆJA KOMINN TÍMI TIL AÐ ELSKA STARFIÐ ÆI ÞEGIÐU... BLAH, BLAH, BLAH, BLAH, BLAH, BLAH, BLAH, BLAH, BLAH, BLAH... AÐ VÍSU ER SKAMMT LIÐIÐ AF DEGI ALLTAF JAFN BJARTSÝNN... Vísindamenn sem geta í stuttumáli sagt auðskilið frá flóknum fyrirbærum eru fágæti. Því miður er þó algengt að þeir sem starfa á vett- vangi háskóla og fræðistofnana forð- ist að stíga fram á svið umræðunnar. Sumir telja það allt að því hættulegt. Bera við að umfjöllun fjölmiðla sé fyrst og síðast yfirborðskennt mas og þátttaka hæfi sér ekki. Ef leggja eigi orð í belg þurfi slíkt að vera í löngu máli og hvert atriði eða sjón- armið varðað kenningum og heim- ildum. En auðvitað gengur það ekki upp. Fréttir fjölmiðla eiga að vera stuttar, laggóðar og ekki annað en kjarni málsins. Af þessu leiðir að fræðafólk, sakir viðkvæmni sinnar, dæmir sig úr leik og fjölmiðlar leita ekki til þess. Sannarlega er þetta ekki algilt og akademíkerar eru mis- jafnir eins og þeir eru margir. En hvað viðkvæmni og umræðufælni varðar þá eru konur í raunvísindum afleitar. Þetta er blákalt mat Vík- verja, úr blaðamennskunni. x x x Að geta sagt skilmerkilega fráfurðum veraldar, vísindum, sögu og samfélagsins, er eftirsókn- arverð náðargáfa. Í Morgunblaðinu á laugardag sagði frá alþýðuskáldi suður með sjó sem gat ort kjark í þjóðina, sem þótt mikið afrek. Og með sama hætti er listinni líkast að geta til dæmis sagt frá elds- umbrotum þannig að ungum sem öldum – leikum og lærðum – sé ljóst hvað sé eiginlega í gangi. Eldfjalla- fræðingarnir Ármann Höskuldsson og Haraldur Sigurðsson hafa þetta á færi sínu, að ekki sé talað um Magn- ús Tuma Guðmundsson, sem er orð- in þjóðareign. x x x Í lögfræðinni eru Sigurður Líndalog Björg Thorarensen snillingar við að útskýra regluverk samfélags- ins. Ólafur Þ. Harðarson er flottur þegar hann skilgreinir pólitíkina, Friðrik Már Baldursson getur end- ursagt hagfræði á mannamáli. Svo mætti áfram telja ýmsa góða sem hafa fært þekkingu og fróðleik sem hvert mannsbarn skilur. Að takast slíkt er hægara sagt en gert – en líka vitnisburður um að fræðimenn eiga ekki að sitja í fílabeinsturni. víkverji@mbl.is Víkverji Ég vil þakka þér, Drottinn, Guð minn, af öllu hjarta og tigna nafn þitt að eilífu. (Sálmarnir 86:12)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.