Morgunblaðið - 15.09.2014, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.09.2014, Blaðsíða 6
SVIÐSLJÓS Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Mikil fjölgun hefur orðið á nem- endum á búfræðibraut Landbún- aðarháskóla Íslands á Hvanneyri á undanförnum árum. Búfræði er tveggja ára framhaldsskólanám og útskrifast nemendur með titilinn búfræðingur. Flestir sem fara í námið ætla sér að starfa við land- búnað. Jón Gíslason, brautarstjóri bú- fræðibrautar segir að í bekkjunum hafi verið á milli 30 og 40 nem- endur síðustu árin, en 33 nemendur eru nú í 1. bekk og 26 í 2. bekk en þau byrjuðu 32 í fyrra. „Ef maður horfir aðeins lengra aftur í tímann þá er óhætt að segja að þetta sé dá- lítið mikil breyting. Ég byrjaði að kenna hér 2008 og þá voru svona á milli tíu og tuttugu í árgangi. En við hrunið þá gerist eitthvað sem gjörbreytir þessu. Ég held að það sé tvennt; það minnkar spennan á vinnumarkaði og þá gefur fólk sér tíma til að sækja sér menntun, hitt er að viðhorfið til landbúnaðarins og matvælaframleiðslu hefur breyst verulega. Jafnvel þó að kreppan sé nú kannski að fjara út þá held ég að það séu aðrir hlutir að gerast í umhverfinu sem valda því að fólk skilur betur en áður að það er ekk- ert sjálfgefið að hafa alltaf á heims- markaði aðgang að mat, a.m.k. af þeim gæðum sem fólk gerir kröfur um,“ segir Jón. Stefna á hefðbundinn búskap Flestir þeir sem stunda nám í búfræði ala með sér þann draum að komast yfir jörð og hefja búskap en Jón segir fæsta eiga kost á því. „Það er mikið vandamál í landbún- aði hvað nýliðun er erfið. Þetta er svo mikil fjárbinding og hæg velta.“ Margir búfræðingar fá þó störf innan stoð- og þjónustugreina land- búnaðarins. Markmið búfræðináms á Hvann- eyri er að auka þekkingu og færni einstaklingsins til að takast á við búrekstur og alhliða landbúnaðar- störf, ekki síst á sviði rekstrar, bú- tækni, jarð- og búfjárræktar. Flest- ir nemendur sérhæfa sig í hinum hefðbundnu greinum; nautgripa-, sauðfjár- og hrossarækt. „Lang- flestir stefna á hefðbundinn búskap. Við höfum takmarkaða getu til að búa fólk mikið undir aðrar greinar, eins og loðdýrarækt, það er lítil kennsla í henni en aðeins þó. Þetta almenna landbúnaðarnám nýtist samt mönnum í flestum greinum.“ Meirihluti nemenda búfræði- deildar hafa lokið stúdentsprófi eða iðnprófi. Jón segir að þeir séu á aldrinum 19 til 30 ára, en meðal- aldurinn sé í kringum 23-24 ár, og að þeir komi allstaðar að af landinu. „Langstærsti hlutinn er annað hvort úr sveit eða mjög nátengdur sveit. Ég held að fjölgunin sem hef- ur orðið á þessum síðustu árum hafi orðið meir úr sveitunum. Við- horfið virðist standa meira til menntunar á þessu sviði,“ segir Jón. Vinsælt að verða búfræðingur  Fjölgun hefur orðið á nemendum á búfræðibraut Landbúnaðarháskóla Íslands  Árgangarnir helm- ingi stærri núna en á árunum fyrir hrun  Viðhorfið til matvælaframleiðslu hefur breyst verulega Morgunblaðið/Árni Sæberg Skólaþorp Hvanneyri í Borgarfirði hefur byggst upp að miklu leyti í kring- um skólastarfsemina sem þar er, en bæði er boðið upp á nám á framhalds- skólastigi og háskólastigi. Sextíu nemendur stunda þar nú nám í búfræði. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Brennisteinsmengun og önnur gas- mengun frá gosinu í Holuhrauni mældist svo mikil á gossvæðinu um helgina að lokað var fyrir alla umferð að svæðinu og var hvorki fjölmiðlamönnum né vísindamönn- um hleypt nærri gosinu. „Gasið liggur hérna í öllum lægðum og vindur hefur ekki verið nægilega sterkur til að blása þessu burt,“ segir Ármann Höskuldsson jarð- skjálftafræðingur, en hann hefur ásamt níu öðrum vísindamönnum þurft að yfirgefa Dreka í Dyngju- jökli vegna gasmengunar. „Við er- um á þessari stundu að færa okk- ur niður í Mývatnssveit og verðum þar í nótt enda ekki líft vegna gas- mengunar í Dreka á Dyngjujökli þar sem við höfum verið með að- stöðu fram að þessu.“ Í tilkynningu frá Almannavörn- um segir að bráð lífshætta stafi af gasinu við gosstöðvarnar og ekki er óhætt að nálgast svæðið án gas- mæla og gasgríma. „Við nálgumst ekki gossvæðið öðruvísi en með fyllsta öryggi í huga og erum bæði með gasmæla og gasgrímur þegar við tökum sýni og sinnum mæl- ingum á svæðinu,“ segir Ármann. Óþægindi fyrir almenning Töluverð gasmengun mældist á Egilsstöðum og í Reyðarfirði um helgina en spár gera ráð fyrir að gasmökkinn leggi til norðurs og því má gera ráð fyrir háum styrk í Mývatnssveit, Kelduhverfi, Tjör- nesi, Húsavík, Aðaldal og Reykja- hverfi. Á vef landlæknis segir að helstu einkenni frá gastegundum frá gosinu á heilsu manna sé ert- ingur í augum, hálsi og önd- unarfærum og við háan styrk get- ur fólk fundið fyrir öndunarörðugleikum. Þeim sem eru með undirliggjandi sjúkdóma er ráðlagt að halda sig inni. Ásta Ásgeirsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Reyðarfjarðar, segir gasmengunina ekki hafa truflað skólastarf og fólk sé almennt ró- legt yfir ástandinu í bænum. „Við fylgjumst reglulega með upplýsingasíðum eins og loftgaedi- .is og vef Umhverfisstofnunar og pössum upp á að nemendurnir séu innandyra ef loftgæðin eru slæm úti.“ Hjúkrunarfræðingur skólans fylgist líka grannt með ástandi nemenda en Ásta segir engin tilvik hafa komið upp þar sem nemendur hafi þurft að leita til hjúkr- unarfræðings vegna gasmengunar frá gosinu í Holuhrauni. Svipuð virkni og síðustu daga Skjálftavirkni er svipuð og hefur verið síðustu daga, en skjálftar eru heldur færri og minni. Rúm- lega 60 jarðskjálftar mældust í gær, flestir þeirra við Bárð- arbungu og ganginn undir Dyngju- jökli. GPS-mælingar sýna áfram- haldandi sig í Bárðarbungu og óverulegar jarðskorpuhreyfingar norðan Vatnajökuls umhverfis ganginn. Staða og horfur um eldgosið í Holuhrauni eru svipaðar en hægt hefur á framrás hraunsins. Töluverð gasmengun frá gosinu  Vísindamenn hafa þurft að yfirgefa vistarverur sínar í Dreka á Dyngjujökli vegna gasmengunar  Breytt vindátt færir gasmökkinn til norðurs, m.a. yfir Mývatnssveit, Húsavík og fleiri staði Mengun Gosmengunin teygir sig nú inn í Mývatnssveitina og nágrenni. Morgunblaðið/RAX Hraundreki Úr eldgosinu rennur töluvert magn af hrauni og setur einstaka mynd á umhverfi sitt en hér má sjá hvernig hraunið rennur í drekamynd . Ljósmynd/Stefán Stefánsson 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2014 Tíu störf verða lögð niður við Landbúnaðarháskóla Íslands (Lbhí) um næstu mánaðamót. Bændablaðið greindi frá því fyrir helgi. Skólinn þarf að greiða 10 milljónir kr. til ríkissjóðs á þessu ári og 35 milljónir á því næsta vegna framúrkeyrslu á fjárhags- áætlun. Í vor átti að sameina Lbhí við Háskóla Íslands en sú sameiningartilraun mennta- málaráðherra mistókst. „Við sitj- um eftir með mjög harðar nið- urskurðarkröfur, ekki bara um að spara heldur líka að borga niður halla frá fyrri árum. Það kallar á verulegar uppsagnir. Mér finnst næstum að þessar hagræðingarkröfur líti út eins og hefndaraðgerð því það varð ekk- ert af þessari sameiningu,“ segir Jón. Hann segir að vegna þessa máls sé mikill skoðana- ágreiningur meðal starfs- manna, jafnvel hótanir um fjöldauppsagnir, og við þær að- stæður sé starfsandinn ekki skemmtilegur. „Ég óttast það verulega að starfsmenn sem við megum ekki missa rói á önnur mið út af þessari óvissu. Afleið- ingarnar af þessari sameining- artilraun sem mistókst setja verulegt mark sitt á skólann, finnst mér,“ segir Jón. SAMEININGATILRAUN SEM MISTÓKST SETUR MARK SITT Á SKÓLANN Jón Gíslason Uppsagnir vegna sparnaðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.