Morgunblaðið - 15.09.2014, Blaðsíða 17
Skatthlutfall fjáreignatekna miðað við mismunandi raunvexti og
verðbólgu og 20% fjáreignatekjuskatt
Raun-
vextir
1%
2%
3%
4%
5%
6%
7%
8%
9%
10%
2% 4% 6% 8% 10% 12% 14% 16% 20%
59,22%
39,61%
33,07%
29,80%
27,84%
26,54%
25,60%
24,90%
24,36%
23,92%
96,92%
58,46%
45,64%
39,23%
35,38%
32,82%
30,99%
29,62%
28,55%
27,69%
133,21%
76,60%
57,74%
48,30%
42,64%
38,87%
36,17%
34,15%
32,58%
31,32%
168,15%
94,07%
69,38%
57,04%
49,63%
44,69%
41,16%
38,52%
36,46%
34,81%
201,82%
110,91%
80,61%
65,45%
56,36%
50,30%
45,97%
42,73%
40,20%
38,18%
234,29%
127,14%
91,43%
73,57%
62,86%
55,71%
50,61%
46,79%
43,81%
38,18%
265,61%
142,81%
101,87%
81,40%
69,12%
60,94%
55,09%
50,70%
47,29%
44,56%
295,61%
157,93%
111,95%
88,97%
75,17%
65,98%
59,41%
54,48%
50,65%
57,59%
325,08%
172,54%
121,69%
96,27%
81,02%
70,85%
63,58%
58,14%
53,90%
50,51%
353,33%
186,67%
131,11%
103,33%
86,67%
75,56%
67,62%
61,67%
57,04%
53,33%
18%
Ég minnist þess
ávallt með mikilli
hlýju þegar Halldór
E. Sigurðsson, fjár-
málaráðherra, fjallaði
um verðhækkanir á
áfengi. Sú var tíð að
glöggir menn gátu
reiknað út hvenær
verð hækkaði næst.
Til voru þeir sem
ávallt drukku vín á
gamla verðinu. Skýring fjár-
málaráðherrans var sú að það
þyrfti að draga úr drykkjuskap og
auka tekjur ríkissjóðs.
Þessi skýring ráð-
herrans er ekki alveg
út í bláinn, það er að
verðhækkanir á vöru
eiga að draga úr eft-
irspurn en þá er
vandamálið hvernig
minni sala eykur
tekjur ríkissjóðs. Nú
er svipað vandamál til
staðar við skattlagn-
ingu fjáreignatekna
einstaklinga.
Í raun lítur málið
þannig út með rökum fjár-
málaráðherrans, að það þarf að
auka tekjur ríkissjóðs með því að
skattleggja fjáreignatekjur og með
því móti að draga úr sparnaði.
Þannig næst tvíþættur árangur.
Sparnaður er því þannig jafn skað-
legur og drykkjuskapur. Á með-
fylgjandi mynd sést hvernig banka-
innistæður hafa staðið í stað og í
raun minnkað frá því skattlagn-
ingaræði síðustu ríkisstjórnar
hófst. Skattlagningin hefur því
virkað fullkomlega. Minnkandi
sparnaðarhneigð leiðir jafnframt til
aukinnar eftirspurnar eftir erlend-
um vörum og þjónustu með lægra
gengi og neikvæðum áhrifum á við-
skiptajöfnuð. Þannig er árangur af
hagstjórn af þessu tagi. (Sjá
mynd.)
Við þau kjör sem eru á innlánum
í dag er skattlagning fjár-
eignatekna yfir hæstu skattlagn-
ingu launatekna. Þegar auðlegð-
arskattur bætist við er skattlagning
fjáreignatekna langt yfir 100%, sem
er hreint eignarnám.
Af framansögðu má sjá að
skuldavandi heimila er ekki til-
viljun. Þegar innlán eru skattlögð
eins og að framan er lýst og lán-
tökur eru niðurgreiddar með vaxta-
bótum til að auka hvata til lántöku,
verður til skuldavandi. Sá vandi
verður ekki lagaður með „leiðrétt-
ingu“. Til að allir fái fullan skilning
á þessari grein getur fyrirsögnin
verið „Kynferðisleg öfughneigð í
skattlagningu“ (enska: Sexual Per-
version in Taxation). Formaður
fjárlaganefndar hafði t.d. orð á því
að tilteknar efnahagsráðstafanir
hefðu ekki verið nægjanlega „sexy“
að mati þjóðarhagfræðings.
Eftir Vilhjálm
Bjarnason »Minnkandi sparnað-
arhneigð leiðir
jafnframt til aukinnar
eftirspurnar eftir er-
lendum vörum og þjón-
ustu með lægra gengi
Vilhjálmur Bjarnason
Höfundur er alþingismaður.
Óeðli skatta
Innlán heimila á föstu verðlagi júlí 2014
Janúar 2007 Júlí 2014
Milljarðar Innlán heimila Verðtryggð innlán heimila
1200
1000
800
600
400
200
0
September 2003 Júní 2014
900
800
700
600
500
400
300
200
100
0
Innlán heimila Verðtryggð innlán heimila
17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2014
Flóamarkaður Bergljót Rist var á meðal þeirra sem komu við hjá Sagafilm sl. laugardag til þess að berja augum leikmuni sem voru til sölu á flóamarkaði fyrirtækisins.
Kristinn