Morgunblaðið - 15.09.2014, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.09.2014, Blaðsíða 23
1992. Borgir gegna lykilhlutverki á sviði umhverfismála og ég er stolt af því að starfa fyrir borg sem er meðvituð um þessa ábyrgð sína og tekur hana alvarlega. Áhugi minn á umhverfismálum tengist auðvitað líka væntumþykju á landinu okkar. Það er svo mikilvægt að við förum vel með það, stígum varlega til jarðar og horfum til framtíðar. Við hjónin njótum þess að fara í góðar göngur vítt og breitt um landið og um borgina. Við erum líka áhugasöm um menningar- viðburði og njótum þess að búa í borg þar sem við getum sótt spenn- andi tónleika, leikhús og aðra list- viðburði. Svo er hjólið mitt sérstakt áhugamál. Ég hef undanfarin 10 ár helst ferðast um borgina á hjóli og nýt hverrar mínútu. Tímarnir hafa breyst frá því for- eldrar mínir fluttu til Reykjavíkur á sjötta áratugnum. Ég er þakklát fyrir að hafa alist upp í samfélagi sem hefur gefið mér færi á að þroskast og mennta mig óháð stöðu eða efnahag.“ Fjölskylda Eiginmaður Ellýjar er Magnús Karl Magnússon, f. 20.8. 1964, pró- fessor. Foreldrar hans: Magnús Karl Pétursson, f. 7.8. 1935, d. 9.8. 2011, læknir, og Ingibjörg Péturs- dóttir, f. 19.8. 1937, hjúkrunarkona. Börn Ellýjar og Magnúsar eru Ingibjörg, f. 10.8. 1989, nemi við HÍ, og Guðmundur, f. 30.9. 1996, nemi við MH. Systkini Ellýjar eru Pétur Karl Guðmundsson, f. 30.10. 1958, fyrr- verandi körfuboltamaður, búsettur í Bandaríkjunum; Kristín Guð- mundsdóttir, f. 28.4. 1961, d. 11.3. 2007, konditor og smurbrauðsdama, og Guðrún María Guðmundsdóttir, f. 11.6. 1963, hannyrðafrömuður. Foreldrar Ellýjar: Guðmundur Guðmundsson, f. 21.2. 1915, d. 31.7. 2000, bóndi á Húsabæ og Dagverð- arnesi, síðar verkamaður í Reykja- vík, og Petrea S. Guðmundsson, f. 10.9. 1929, verkakona og ráðskona á Hvítabandinu, frá Færeyjum. Úr frændgarði Ellýjar Katrínar Guðmundsdóttur Ellý Katrín Guðmundsdóttir Elin Nklái Kjærbæk húsfr. frá Sumba Jens Niklá Kjærbæk sjóm. frá Sumba í Færeyjum Sunneva Kathrina Kjærbæk fiskverkak. frá Morskranesi, síðar á Tvöroyri í Færeyjum Petur Ludvig Anthoniusen stýrim. síðar á Tvöroyri í Færeyjum Petrea Sofia Guðmundsson (f. Anthoniusen) verkak. og matráðsk. í Rvík, frá Tvöroyri í Færeyjum Kathrina Kjærbæk Anthoniusen húsfr. frá Sumba í Færeyjum Petur Ludvig Anthoniusen sjóm. frá Morskranesi Jón Guðmundsson, b. á Hallsstöðum á Fellsströnd Pétur Karl Guðmundsson fyrrv. körfuboltakempa Sigurbjörg Jónsdóttir húsfr. á Breiða- bólsstað Salóme Kristjánsd. húsfr. á Sveinsstöðum á Fellströnd Gestur Z. Sveinsson b. og verkam. í Dalsýslu og í Rvík Svavar Gestsson, fyrrv. alþm. og ráðherra Svandís Svavarsd. alþm og fyrrv. ráðherra Þórður Kristjánsson, b. á Breiðabólsstað Friðjón Þórðars. alþm. og ráðherra Helgi Þorgils Friðjónsson listmálari Þórður Friðjónss. forstj. Kauphallar Íslands María Ólafsdóttir húsfr. í Köldukinn Jónas Magnússon b. í Köldukinn á Fellsströnd Kristín Jónasdóttir húsk. á Breiðabólsstað og Svínaskógi, ráðskona á Kjarlaksstöðum Guðmundur Jónsson húsm. á Breiðabólsstað og Svínaskógi á Fellsströnd Guðmundur Guðmundsson b. á Húsabæ og Dagverðarnesi, síðar verkam. í Rvík Salóme Þorsteinsdóttir húsk. á Skógum á Fellströnd Jón Jónsson húsm. á Fellströnd Þjóðlegir borgarritarar Ellý og Ingi- björg Berg, borgarritari í Þórshöfn. ÍSLENDINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2014 Bjarni Jónsson listmálari fædd-ist í Reykjavík 15.9. 1934.Foreldrar hans voru Jón Magnússon, húsgagnasmiður í Reykjavík, og Sigríður Bjarnadóttir húsfreyja. Bróðir Jóns var Ólafur Magnús húsgagnasmíðameistari, faðir Jafets Ólafssonar, forseta Bridgesambands Íslands. Jón var sonur Magnúsar, í Stykkishólmi Jónssonar, hreppstjóra í Stykkishólmi, bróður Kristínar, móður Magnúsar Jónssonar spari- sjóðsstjóra, föður Hjartar lögskrán- ingarstjóra, föður Jóhanns stór- meistara, en systir Hjartar er Sesselja, móðir Magnúsar Hregg- viðssonar forstjóra. Sigríður var systir Eðvarðs Bjarnasonar, bakarameistara í Reykjavík, afa Ómars Ragnarssonar dagskrárgerðarmanns. Fyrri eiginkona Bjarna var Ragna Halldórsdóttir sem lést 1993 og eign- uðust þau fjögur börn. Bjarni og Ragna slitu samvistum 1973. Síðari eiginkona Bjarna var Astrid Ell- ingsen sem lést 2006. Uppeldisdóttir Bjarna er Erna Svala Ragnarsdóttir. Bjarni lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar 1951, námi frá Handíðaskóla Íslands 1954 og kennaraprófi frá KÍ 1955. Hann naut tilsagnar í málaralist hjá ýmsum þekktustu listmálurum hér á landi, s.s. Ásgrími Jónssyni, Valtý Péturs- syni og Jóhannesi Kjarval. Auk þess stundaði hann söngnám og nám í pí- anóleik. Bjarni var kennari í Vest- mannaeyjum 1955-57 og við Flens- borgarskóla í Hafnarfirði og Iðnskól- ann í Hafnarfirði frá 1957-73. Eftir það sinnti hann myndlistinni ein- göngu, hélt fjölda einkasýninga og tók þátt í samsýningum erlendis. Myndir Bjarna skreyta fjölda náms- og fræðibóka en hann nýtti listgáfu sína til verndar þjóðlegum heim- ildum og má þar nefna 60 málverk í eigu Þjóðminjasafns Íslands sem lýsa íslenskum árabátum fyrri tíma. Viðamesta verk hans er þó skýring- arteikningar hans í hinu merka fimm binda verki Lúðvíks Kristjánssonar, Íslenskum sjávarháttum. Bjarni lést 8.1. 2008. Merkir Íslendingar Bjarni Jónsson 90 ára Guðmundur Helgi Sigurjónsson Ingibjörg Sigurðardóttir Rósa Ólafsdóttir 85 ára Guðjón Karlsson Ingiríður O. Snæbjörnsdóttir Margrét Árnadóttir Svava Alexandersdóttir 80 ára Bára Björnsdóttir Hermann Gunnarsson Kristján Helgason Ólafur Axel Jónsson Sigvaldi Hlöðver Gunnarsson Sólveig Erla Brynjólfsdóttir 75 ára Sveinn Árni Guðbjartsson 70 ára Hersteinn Heimir Ágústsson Kristín Birna Sigurbjörnsdóttir María Guðmundsdóttir Marta G. Bergman Petra Gísladóttir 60 ára Auður Eiðsdóttir Auður Sesselja Hansen Gunnar Ágúst Harðarson Hafdís Helga Halldórsdóttir Helena Anastazja O. Cisowska Hilmar Þór Hafsteinsson Jónas Helgason Jón Loftsson Longina Losiniecka Margrét Ásgeirsdóttir Maria Salome Limbaga Yee Þorvarður G. Höskuldsson Þórhallur J. Kristjánsson 50 ára Anna Kristín Hjartardóttir Anna Mankielewicz Bozena Zembrzuska Einar Guttormsson Elva Guðmundsdóttir Hólmfríður Friðjónsdóttir Hulda Ástþórsdóttir Inga Dóra Ingvadóttir Iwona Ewa Rzeczkowska Jón Emil Magnússon Jón Smári Einarsson Manee Manorom Ólason Sigurður G. Magnússon Valdimar Birgisson Valdimar Þór Jónsson 40 ára Árni Pálsson Eiríkur Ingvi Jónsson Fríða Dröfn Kristjánsdóttir Jóhann Steinar Ingimundarson Páll Þorgeir Pálsson Sigurður Ágúst Hreggviðsson Stefán Jónsson 30 ára Bylgja Gauksdóttir Edda Garðarsdóttir Margrét Rún Jakobsdóttir Piotr Stanislaw Piwek Sverrir Garðarsson Til hamingju með daginn 30 ára Viktor ólst upp í Reykjavík, er búsettur þar, lauk matreiðsluprófi frá Hótel- og veitingaskól- anum í Kópavogi og er matreiðslumeistari í Bláa lóninu. Systkini: Inga Hrönn, f. 1990; Linda Dögg, f. 1990; Ástrós, f. 1995; Eva Sól, f. 2009, og Óskar Nikulás, f. 2010. Foreldrar: Sigríður Ingva- dóttir, f. 1963, og Andrés Magnússon, f. 1960. Viktor Örn Andrésson 30 ára Gunnar ólst upp í New York og á Akureyri, býr í Reykjavík, er þessa stundina bifreiðastjóri á langferðabílum og er að hefja störf sem yfirþjónn. Maki: Sædís Ólöf Þórs- dóttir, f. 1991, nemi við HÍ. Foreldrar: Hrafn Óli Sig- urðsson, f. 1956, skurð- hjúkrunarfræðingur, og Sigríður Sía Jónsdóttir, f. 1959, kennari í hjúkr- unarfræði við HA, í dokt- orsnámi. Gunnar Ingi Hrafnsson 30 ára Katla ólst upp á Þingvöllum og í Skálholti, býr í Hafnarfirði og lauk MA-prófi í arkitektúr frá KTH í Stokkhólmi nú í vor. Unnusti: Tryggvi Stef- ánsson, f. 1986, eigandi Svarma ehf., sem er með ómönnuð loftför. Foreldrar: Hanna María Pétursdóttir, f. 1954, kennari og guðfræðingur á Þórshöfn, og Sigurður Árni Þórðarson, f. 1953, sóknarprestur í Neskirkju. Katla Maríudóttir Hægt er að sendamynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is • Konica Minolta fjölnotatækin (MFP) eru margverðlaunuð fyrir hönnun, myndgæði, notagildi, umhverfisvernd og áreiðanleika. • Bjóðum þjónustusamninga, rekstrarleigusamninga og alhliða prentumsjón. • Viðskiptavinir Kjaran eru lítil og stór fyrirtæki, stofnanir og prentsmiðjur sem eiga það sameiginlegt að gera kröfur um gæði og góða þjónustu. • Kjaran er viðurkenndur söluaðili á prentlausnum af Ríkiskaupum. Síðumúla 12 - 510 5520 - kjaran.is • BLI A3 MFP Line of the Year 2013 • BLI A3 MFP Line of the Year 2012 • BLI A3 MFP Line of the Year 2011 bizhub margverðlaunuð fjölnotatæki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.