Morgunblaðið - 15.09.2014, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.09.2014, Blaðsíða 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2014 Um helgina var ég austur í Laugardal, þar sem fjölskyldan ásitt annað heimili. Fór með bændum þar í göngur. Heiðarnarofan við bæina voru smalaðar og farið upp að Gullkistu. Mér finnast þessar ferðir alveg ævintýri og hestamennskan heillar. Í sum- ar fórum við hjónin í skemmtilega reiðtúra í Landsveitinni og um Þjórsárdalinn og maður lifir lengi á minningum úr slíkum ferðum,“ segir Hálfdan Örlygsson bókaútgefandi sem er 58 ára í dag. Sem forleggjari tók Hálfdan að nokkru við merki föður síns, Ör- lygs Hálfdánarsonar. Vegahandbókin er hryggurinn í þeirri útgerð og í sumar kom 16. útgáfa hennar. „Þarna er að finna sígildan fróð- leik um land og sögu. Síðan hafa bæst við margvíslegar upplýsingar svo sem um ýmsa afþreyingu sem býðst á ýmsum stöðum út um land. Ég fór á nánast hvern stað á landinu í sumar og kom bókinni á sölu- staði og eftir þá ferð finnst mér ég geta sagt með sanni að Vegahand- bókin endurspegli vel hvað landið okkar góða hefur upp á að bjóða,“ segir Hálfdan sem er kvæntur Guðrúnu Geirsdóttur og eiga þau fjór- ar dætur. „Afmælisdagurinn verður engin stórhátíð. Við erum nokkrir fé- lagar úr KR sem spilum saman old boys bolta vestur á Seltjarnarnesi á kvöldin. Það eru skemmtilegar stundir með góðum vinum sem ég hlakka alltaf til,“ segir Hálfdan. sbs@mbl.is Hálfdan Örlygsson er 58 ára í dag Morgunblaðið/Sigurður Bogi Útgefandi Fer í fótbolta með gömlum KR-félögum í kvöld og það eru stundir sem alltaf eru tillökkunarefni, segir Hálfdan Örlygsson. Hestamaðurinn sem fór á Gullkistu Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Ólafur Axel Jónsson, búsettur á Forn- ósi 13, Sauðárkróki, er áttræður í dag. Hann var fyrst um sinn sjómaður og átti bátinn Sigurvon með vini sínum. Lengst af starfsaldri var hann dyggur starfsmaður hjá Kaupfélagi Skagfirð- inga. Maki: Bára Þóranna Svavars- dóttir, f. 1936, dætur: Guðbjörg og Hafdís f. 1956 og Ragnheiður Hrefna f. 1963. Árnað heilla 80 ára Reykjavík Sveinn Míó Konráðsson fæddist 15. október kl. 4.40. Hann vó 4.388 g og var 55 cm langur. Foreldrar hans eru Sif Sveinsdóttir og Konráð Valur Gíslason. Nýir borgarar Þau Bjartur Einar Jónsson og Ásdís Inga Jónsdóttir bök- uðu muffins og bjuggu til límonaði með hjálp ömmu sinnar og seldu. Þau létu ágóðann, 5.464 kr., renna til Rauða krossins. Hlutavelta E llý Katrín fæddist í Reykjavík 15.9. 1964 og ólst þar upp. Auk þess fór hún oft til Færeyja á sumrin en þaðan er móðir hennar. Ellý var í Hvassaleitisskóla til 12 ára aldurs, lauk gagnfræðaprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1980, stundaði nám við MH og lauk það- an stúdentsprófi. Að loknu stúd- entsprófi fór Ellý með þremur góð- um vinkonum sínum í frönskunám til Montpellier í Frakkalandi en hóf síðan nám í lögfræði við HÍ og lauk þaðan embættisprófi 1990. Ellý var lögfræðingur á Einka- leyfastofunni að námi loknu en bjó í Bandaríkjunum við nám og störf 1994-2002. Hún lauk framhaldsnámi í umhverfis- og alþjóðarétti árið 1998 frá University of Wisconsin. Ellý var lögfræðingur hjá Al- þjóðabankanum í Washington DC 1998-2002 en hefur starfað hjá Reykjavíkurborg frá 2002 að einu ári undanskildu er hún var forstjóri Umhverfisstofnunar. Ellý stýrði umhverfis- og sam- göngumálum Reykjavíkurborgar til 2011 en tók þá við starfi borgarrit- ara og hefur gegnt því síðan. Ellý sat í stjórnarskrárnefnd sem var skipuð af Alþingi vorið 2010 og sat í áhættumatsnefnd fyrir Ísland sem utanríkisráðherra skipaði í október 2007. Auk þess hefur hún setið í og leitt fjölda starfshópa á vegum Reykjavíkurborgar. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á bókum. Mér líður vel innan um bækur og nýt þess að lesa og ræða um bækur. Áhugamál mín snúa annars helst að umhverfis- og borg- armálum. Ég hef brunnið fyrir um- hverfismálum allt frá því að talað var fyrir sjálfbærri þróun á leið- togafundinum í Ríó de Janeiro árið Ellý Katrín Guðmundsdóttir borgarritari – 50 ára Hjónin Ellý og eiginmaður hennar, Magnús Karl Magnússon prófessor, við Ráðhúsið, er Listahátíð hófst í vor. Borgarritari á reiðhjóli Göngugarpurinn Ellý í fjallgöngu. Hér er hún að Fjallabaki núna í sumar. Lífið er til þess að njóta gæða – veldu steik eins og steik á að bragðast Barónsstíg 11 101 Reykjavík argentina.is Borðapantanir 551 9555

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.