Morgunblaðið - 15.09.2014, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.09.2014, Blaðsíða 27
verandi sjálfstæður Íslendingur. Reynslan hefur því kennt mér að ákjósanlegra og gjöfulla sé fyrir mig að vinna í evrópska umhverfinu en því ameríska því þar er meira list- rænt frelsi. Með þessu er ég ekki að segja að ég muni ekki vinna í Am- eríku, því ég hef ekkert á móti slagn- um sem þarf að taka, en ég hef lík- lega ekki áhuga á að setjast þar að í lengri tíma.“ Auk þess að leika í Hamskiptunum mun Gísli Örn leika aðalhlutverkið í Fjalla-Eyvindi eftir Jóhann Sig- urjónsson sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu í apríl. „Það er mjög spennandi hlutverk sem ég hlakka til að takast á við, segir hann og bætir við: „Leikarastarfið hefur að stórum hluta vikið fyrir leikstjórastarfinu, sérstaklega í leikhúsinu, en mér finnst gott og hollt að fá stundum að vera leikari og fylgja sýn annars leik- stjóra og þeim línum sem hann legg- ur fyrir mann. Þegar maður er að leikstýra þá festist maður í sínum eigin hugarheimi og það er gott að brjóta það upp með því að vinna með öðrum leikstjórum og vera leikari. Það er eins og maður „kjarni sig“ eins og þau segja í Hjallastefnunni. Og maður má ekki gleyma að kjarna sig reglulega.“ Velgengni þín er mikil, þú hlýtur að vera þakklátur fyrir það? „Þetta hefur verið frábært æv- intýri. Ég er mjög þakklátur og skil að þetta er ekki sjálfgefið og að ekk- ert af þessu ætti sér stað ef það væri ekki fyrir gefandi en krefjandi sam- starf þeirra sem maður vinnur með hverju sinni. Þetta gengur samt ekki alltaf upp og maður hefur alveg lent á hausnum nokkrum sinnum og þá er ekki síður mikilvægt að hafa traust bakland í þeim sem maður er að byggja framtíðina með. En vissulega hefur þetta verið óvænt. Ég ólst upp í Noregi og útskrifaðist úr Leiklista- skóla Íslands og man að ég hugsaði: Nú er ég orðinn íslenskur leikari og á ekki eftir að fara mikið til útlanda í framtíðinni. Þegar ég komst inn í leiklistarskólann sagði pabbi: Ekki verða leikari og ekki verða bóndi því þá þarf ég að sjá fyrir þér það sem eftir er. En lífið er svo óútreiknanlegt að nú er pabbi orðinn bóndi í Kjarn- holtum. Hollráðið frá mömmu er því líklega vænlegast: Fylgdu hjart- anu … allt annað er hjóm. Og ef það er eitt sem allir „Vesturportarar “ eiga sameiginlegt, þá hafa þeir verið duglegir að fylgja hjartanu … og að útrýma orðinu „nei“ úr orðaforð- anum. Ég get því ekki annað en verið ánægður, það eru verkefni fram- undan um allan heim, þar á meðal nokkur verk á teikniborðinu með Þjóðleikhúsinu í London. Eitt þeirra er leikrit sem við ætlum að byggja á Íslendingasögunum. Við erum að vinna þetta verk með höfundi sem heitir Enda Walsh. Hann er írskur og okkur í Vesturporti og honum þykir áhugavert að kafa í þennan sagnagrunn. Það er ekki búið að velja Íslendingasöguna, en Ingvar Sig- urðsson er á miklum spretti í þeirri vinnu og hringir reglulega með nýjar og merkilegar uppgötvanir í því sam- hengi. Svo er ég er með réttinn að nokkrum spennandi verkum, sem munu væntanlega skjóta upp koll- inum smátt og smátt, Hrói og Ham- skiptin virðast ætla að eiga sér fram- haldslíf í New York. Svo þetta er allt hið besta mál!“ Morgunblaðið/Ómar »Hollráðið frámömmu er því lík- lega vænlegast: Fylgdu hjartanu … allt annað er hjóm. Og ef það er eitt sem allir „Vest- urportarar “ eiga sam- eiginlegt, þá hafa þeir verið duglegir að fylgja hjartanu … og að út- rýma orðinu „nei“ úr orðaforðanum. Hlutverk Gísli Örn sem Gregor Samsa í Hamskiptunum. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2014 Heflar, standborvélar, hjólsagir, bútsagir, loftpressur, sogkerfi og margt fleira. Tæki og tól á flottu verði Zipper trésmíðavélar, öflugar og hagkvæmar Sýningarvélar á staðnum. Einnig lamir, höldur, lím og aðrar vörur fyrir smíðar. Borðsög 250 mm blað 31.776 kr. Pokasog 100 mm barki 29.026 kr. Bútsög 210 mm blað 28.091 kr. Hefill/afréttari 210 mm breidd 50.110 kr. Sambyggð vél 5 stöðvar 178.448 kr. Loftpressa 200 l/50 l kútur 32.335 kr. Súluborvél 13 mm patróna 17.382 kr. IÐNVÉLAR ehf. | Smiðjuvegi 44-46 | 200 Kópavogur | Sími 414 2700 | idnvelar@idnvelar.is | idnvelar.is Kenneth Máni – allt að seljast upp! Lína langsokkur (Stóra sviðið) Lau 20/9 kl. 13:00 Sun 5/10 kl. 16:30 Lau 25/10 kl. 16:30 Sun 21/9 kl. 13:00 Lau 11/10 kl. 13:00 Sun 26/10 kl. 13:00 Sun 21/9 kl. 16:30 Sun 12/10 kl. 13:00 Aukas. Lau 1/11 kl. 13:00 Lau 27/9 kl. 13:00 Sun 12/10 kl. 16:30 Aukas. Sun 2/11 kl. 13:00 Sun 28/9 kl. 13:00 Lau 18/10 kl. 13:00 Lau 8/11 kl. 13:00 Sun 28/9 kl. 16:30 Lau 18/10 kl. 16:30 Sun 9/11 kl. 13:00 Lau 4/10 kl. 13:00 Sun 19/10 kl. 16:30 Aukas. Sun 5/10 kl. 13:00 Lau 25/10 kl. 13:00 http://www.borgarleikhus.is/syningar/lina-langsokkur/ Bláskjár (Litla sviðið) Lau 20/9 kl. 20:00 3.k. Þri 7/10 kl. 20:00 aukas. Sun 9/11 kl. 20:30 8.k. Sun 21/9 kl. 20:00 4.k. Sun 12/10 kl. 20:00 6.k. Mið 12/11 kl. 20:30 9.k. Fim 2/10 kl. 20:00 5.k. Sun 19/10 kl. 20:00 7.k. Nýtt íslenskt verk eftir ungskáldið Tyrfing Tyrfingsson. Aðeins þessar sýningar! Gullna hliðið (Stóra sviðið) Fös 19/9 kl. 20:00 1.k. Fös 3/10 kl. 20:00 5.k. Fös 17/10 kl. 20:00 9.k. Lau 20/9 kl. 20:00 2.k. Fim 9/10 kl. 20:00 6.k. Fös 24/10 kl. 20:00 10.k. Fim 25/9 kl. 20:00 3.k. Fös 10/10 kl. 20:00 7.k. Fös 26/9 kl. 20:00 4.k. Fim 16/10 kl. 20:00 8.k. http://www.borgarleikhus.is/syningar/gullna-hlidid/ Kenneth Máni (Litla sviðið) Mán 22/9 kl. 20:00 Forsýn. Þri 30/9 kl. 20:00 4.k. Fös 10/10 kl. 20:00 10.k. Þri 23/9 kl. 20:00 Forsýn. Mið 1/10 kl. 20:00 5.k. Fim 23/10 kl. 20:00 11.k. Mið 24/9 kl. 20:00 Forsýn. Fös 3/10 kl. 20:00 6.k. Fös 24/10 kl. 20:00 12.k. Fim 25/9 kl. 20:00 Frumsýn. Sun 5/10 kl. 20:00 7.k. Lau 25/10 kl. 20:00 13.k. Fös 26/9 kl. 20:00 2.k. Mið 8/10 kl. 20:00 8.k. Sun 26/10 kl. 20:00 14.k. Sun 28/9 kl. 20:00 3.k. Fim 9/10 kl. 20:00 9.k. http://www.borgarleikhus.is/syningar/kenneth-mani/ Skálmöld: Baldur (Stóra sviðið) Lau 27/9 kl. 20:00 1.k. Lau 4/10 kl. 20:00 2.k. Lau 11/10 kl. 20:00 2.k. Epískir tónleikar með leikhúsívafi. Aðeins þessar sýningar! ★★★★ – SGV, Mblamlet Róðarí (Aðalsalur) Þri 16/9 kl. 20:00 Sun 28/9 kl. 20:00 Sun 12/10 kl. 20:00 Mið 24/9 kl. 20:00 Lau 4/10 kl. 20:00 Kameljón (Aðalsalur) Sun 21/9 kl. 20:00 Lau 27/9 kl. 20:00 Sun 5/10 kl. 20:00 Trúðleikur (Aðalsalur) Sun 21/9 kl. 14:00 Sun 28/9 kl. 14:00 Sun 12/10 kl. 14:00 GOOD/BYE (Aðalsalur) Þri 23/9 kl. 21:00 Blái hnötturinn (Aðalsalur) Fim 18/9 kl. 18:00 Fös 19/9 kl. 18:00 Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.