Morgunblaðið - 15.09.2014, Side 2

Morgunblaðið - 15.09.2014, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2014 Alveg mátulegur Heimilis GRJÓNAGRAUTUR H V ÍT A H Ú SI Ð / SÍ A Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Aukið frjálslyndi hefur lífgað upp á samfélagið frá því bjórinn var leyfður 1989 og nú brugga Ís- lendingar og selja bjór um allan heim á sama tíma og þjóðin hefur hann um hönd á gleðistund- um. Bjórþyrstir háskólanemar nýttu tækifærið og fögnuðu margbreytileikanum, haustinu, skólaárinu, vináttu og fleiru með veigar í glasi á Októberfest sem fram fór um helgina í tveimur risa-tjöldum í Vatnsmýrinni. Októberfest fagnað í Vatnsmýrinni Morgunblaðið/Kristinn Bjórþyrstir háskólanemar skemmtu sér á Októberfest Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Að setja þetta fram með þessum hætti er mikil einföldun,“ segir Þórð- ur Árni Hjaltested, formaður Kenn- arasambands Íslands, og vísar til þeirra ummæla sem verkefnisstjóri PISA-könnunar hjá Námsmats- stofnun lét nýverið falla í erindi sínu á málþingi um skólamál. Niðurstaða PISA-könnunar var til umræðu á málþinginu og sagði verkefnisstjór- inn m.a. úrbæturnar liggja innan skólastofunnar og að öll spjót beind- ust að kennurum. Þórður Árni hafnar því alfarið að hægt sé að skella skuldinni á kenn- ara og bendir á að málið sé mun margþættara en svo. Nefnir hann í því samhengi m.a. breytt samfélag og stefnumótun í skólastarfi. „Ég er viss um að mjög margt af því sem við erum að gera í dag og höfum verið að gera undanfarin ár leiðir til betri niðurstöðu til framtíð- ar,“ segir Þórður Árni. Þörf á frekari rannsókn Þórður Árni segir brýnt að hafa í huga að PISA-könnunin var gerð meðal 15 ára nemenda, sem í dag eru á 17. aldursári. „Undanfarin ár er búið að gera heilmiklar breytingar í skólastarfi. Við hjá Kennarasam- bandi Íslands höfum alltaf talað fyrir því að rannsaka þurfi þetta nánar og á okkar forsendum,“ segir hann og bætir við að þörf sé á því að fá bæði kennara og aðra sérfræðinga til að skoða málin. Spurður hvaða fleiri þættir spili inn í þegar kemur að gengi íslenskra nemenda í PISA-könnunum bendir Þórður Árni á að tvö málþing hafi nýverið farið fram á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Einn þeirra sem þar fluttu erindi var bandarískur sérfræðingur um taugafræðilegar forsendur lestrar. „Þar minntist hún á rafrænu miðl- ana og tölvurnar sem að einhverju leyti gætu haft neikvæð áhrif [á lest- ur] því börn fara þá ekki eins mikið inn í svokallaðan djúplestur,“ segir hann og bætir við að kennurum á grunnskólastigi verði einnig tíðrætt um skóla án aðgreiningar og fram- kvæmd þeirrar stefnu. „Það gæti einnig haft áhrif. En síðan er stuðn- ingur heimilisins og foreldra við nám barna mjög mikilvægur þáttur. Það eru því fjölmargir þættir sem hafa áhrif á hvernig barni gengur í skóla.“ Spurður hvort börn fái minni stuðning heimafyrir nú en áður kveður hann nei við. „Það er alltaf einhver hluti nemenda sem fær til- tölulega lítinn stuðning og hefur skólakerfið reynt að bregðast við með þjónustu við þá nemendur.“ Skuldinni ekki skellt á kennara  Fjöldi þátta hefur áhrif á hvernig nemendum gengur í skóla  PISA-könnun er ekki eini mælikvarð- inn sem líta ber til  Miklar breytingar hafa verið gerðar í skólastarfi undanfarin ár, segir formaður KÍ Nemendur Þegar um er að ræða líðan barna kemur Ísland vel út. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Eftir breytingar sem gerðar hafa ver- ið á lögum Mælsku- og rökræðu- keppni framhaldsskóla á Íslandi, Morfís, geta keppendur, þjálfarar og dómarar átt á hættu að verða vísað frá keppni geri þeir sig seka um óæskilega hegðun annaðhvort fyrir eða í keppni. „Við erum með þessum lagabreytingum að reyna að fyrir- byggja óæskilega framkomu þátttak- enda eins og þá sem kom upp á síð- asta vetri,“ segir Sólveig Rán Stefánsdóttir, sem situr í stjórn Morf- ís. Í febrúar á þessu ári kom upp mál vegna framkomu keppenda Mennta- skólans á Ísafirði gagnvart einum keppanda Menntaskólans á Akureyri. Alma Oddgeirsdóttir, aðstoðarskóla- meistari Menntaskólans á Akureyri, sendi þá stjórn Morfís formlega kvörtun vegna framkomu liðsmanna MÍ sem hún sagði einkennast af kyn- ferðislegum undirtóni og kvenfyrir- litningu. Byggja upp orðstír keppninnar „Málið sem kom upp vegna keppni MA og MÍ í fyrra og fleiri mál hafa skaðað keppnina sem nýtur ekki sömu virðingar og áður,“ segir Sól- veig, sem vonar að nýjar reglur hjálpi til við að byggja upp orðstír keppn- innar. „Flest lið leggja mikið á sig til að gera ræður sínar skemmtilegar og rökfastar og við erum með þessum reglubreytingum ekki að draga neitt úr leikrænum hæfileikum keppenda eða skemmtanagildi keppninnar,“ segir Sólveig en almenn samstaða er um breytingarnar. Breyttar reglur í Morfís  Koma á í veg fyrir hvers konar fyrirlitningu og persónu- legar árásir  Keppendum vísað frá ef þeir brjóta reglurnar Morgunblaðið/Golli Sigurgleði Verslunarskóli Íslands fagnaði sigri í Morfís í fyrra. Björgunarsveitir voru kallaðar út í tvígang í gær til aðstoðar á sjó. Fyrra tilvikið varð um hálfsjö- leytið í gær- kvöldi þegar leki kom að bát um 13 sjómílur norð- austur af Siglu- firði. Báturinn varð rafmagnslaus og ekki hægt að dæla úr honum nema með handdælum um borð. Björgunarskipið Sigurvin á Siglu- firði er í slipp vegna viðhalds og fóru því tveir björgunarsveit- armenn á trillu með dælur til móts við leka bátinn. Þeir fylgdu honum svo til hafnar á Siglufirði. Aðrir björgunarbátar af svæðinu voru einnig kallaðir út en var snúið við þegar ljóst var að fyrstu dælurnar sem bárust á staðinn dygðu í verk- ið. Þá var björgunarsveitin á Drangsnesi einnig kölluð út í gær- kvöldi en bátur slitnaði frá bryggju í Kaldaðarnesi í Bjarnarfirði á Ströndum. Bátinn rak mannlausan yfir fjörðinn og upp í fjöru við Reykjavíkursker. Til stóð að draga bátinn, sem er lítill, yfirbyggður bátur með utanborðsmótor, þangað sem sandfjara er svo hægt væri að koma honum úr sjó og meta skemmdir. Björgunarsveitir kallaðar út til að- stoðar á sjó Björgunarskip Í síðustu PISA-könnun var Ís- land undir OECD-meðaltali á öll- um hæfnissviðum sem mæld voru. Þórður Árni segir Kenn- arasamband Íslands hafa af þessu ákveðnar áhyggjur. „Þetta er þó ekki eini mæli- kvarðinn á skólastarf,“ segir hann og bendir á að Ísland komi t.a.m. mjög vel út þegar kemur að líðan barna í skólum. PISA segir ekki allt UNDIR MEÐALTALI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.