Morgunblaðið - 15.09.2014, Síða 32

Morgunblaðið - 15.09.2014, Síða 32
MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 258. DAGUR ÁRSINS 2014  Michel Zink, einn helsti sérfræð- ingur Frakka í miðaldabókmenntum og prófessor við Collège de France í París, flytur fyrirlestur um skilning og munúð í Erex-sögu eftir Chrétien frá Troyes í hátíðarsal Háskóla Ís- lands á morgun og hefst hann kl. 16. Chrétien er eitt af höfuðskáldum miðaldabókmennta. Ljóðsögur hans um riddara Artúrs konungs voru meðal annars þýddar á norrænu og varðveittar í íslenskum handritum. Erex-saga er talin samin um 1170. Hún hafnar hefðum hirðlegrar ástar trúbadúranna með því að fjalla um ást innan hjónabands. Ástin er mjög munúðarfull, sem gerir söguna sér- staka í sögu vestrænu skáldsög- unnar. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku. Fjallar um skilning og munúð í Erex-sögu  Laugardaginn 20. september nk. býður Gafl- araleikhúsið í Hafnarfirði alla velkomna á fyrstu leiksýn- ingu hérlendis sem hefur verið aðlöguð að þörfum blindra og sjónskerta. Pólski einleikurinn „Lík mitt“ eftir Bogusław Kierc verður sýndur með íslenskum texta, túlkun og sjónlýsingu sem verður aðgengileg með heyrnartólum. Sýn- ingin er á vegum verkefnisins „Ís- land og Pólland gegn útilokun frá menningu“ og hefst kl. 20. Aðgang- ur er ókeypis. Leiksýning aðlöguð að þörfum blindra „Planið var að ná tíu mörk- um en þetta hefur gengið miklu betur en ég bjóst við. En nú er bara að halda áfram og ég veit að það er ekki langt í að ég geti bætt markametið í þessari deild,“ sagði Viðar Örn Kjartansson við Morg- unblaðið. Viðar skoraði þrennu fyrir Vålerenga í gær og hefur skorað 24 mörk í 22 leikjum. »1 Gengið miklu bet- ur en ég bjóst við ÍBV og Haukar eru úr leik í EHF- keppninni í handknattleik. Eyjamenn töpuðu í tvígang fyrir ísraelska liðinu Maccabi Rishon Lezion í Eyjum. Haukar fögn- uðu eins marks sigri gegn Di- namo Astrakhan í Rússlandi en það dugði ekki til. »8 Haukar og ÍBV féllu bæði úr leik Þórsarar féllu endanlega úr Pepsídeild karla í knattspyrnu í gærkvöld eftir 2:0-tap á heima- velli gegn FH-ingum. Þórsarar eru langneðstir í deildinni en Akureyrarliðinu hefur aðeins tekist að innbyrða níu stig í deildinni í sumar og ljóst að Ak- ureyrarslagur Þórs og KA verður í 1. deildinni á næstu leiktíð. »2 Þórsarar fallnir úr Pepsídeildinni Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Evrópulerki við Arnarholt í Stafholts- tungum í Borgarfirði hefur verið út- nefnt tré ársins 2014 af Skógrækt- arfélagi Íslands. Talið er að tréð sé 105 ára, gróðursett fyrir tilstilli Sigurðar Þórðarsonar sýslumanns árið 1909. Í gær fór fram athöfn við tréð þar sem viðurkenningarskjöldur var af- hjúpaður og tréð mælt, það reyndist vera 15,2 metrar að hæð og tveir metr- ar að ummáli. Við sama tækifæri veitti Borgarbyggð umhverfisviðurkenningu til þeirra býla, heimilisgarða og stofn- ana sem þykja bera af í sveitarfé- laginu. Brynjólfur Jónsson, fram- kvæmdastjóri Skógræktarfélags Ís- lands, segir evrópulerkið við Arnarholt væntanlega eitt af elstu trjám á land- inu, líka sé einstakt að saga þess er þekkt. „Sigurður Þórðarson var sýslu- maður í Borgarfirði og bjó í Arnarholti 1886 til 1914. Hann var lærður í Kaup- mannahöfn og má ætla að Sigurður hafi kynnst trjágróðri þar og verið já- kvæður gagnvart honum. Þegar þessi skógræktarvakning byrjar hér um aldamótin nær hún fyrst og fremst í kringum bæina, Reykjavík og Ak- ureyri, til að byrja með, þannig að það er dálítið sérstakt að svona embætt- ismaður standi fyrir skógrækt,“ segir Brynjólfur. „Það er til ritað að Sigurður hafi látið gróðursetja niður í þennan reit 1909 og víggirt í kringum. Hann lét setja niður í um hektara og ýmsar teg- undir; birki, fjallafuru, reynivið og lerki. Plönturnar fékk Sigurður áreið- anlega frá Einari Helgasyni sem rak gömlu gróðrarstöðina í Reykjavík. Þær hafa væntanlega farið með skipi upp í Borgarfjörð og verið reiddar á klyfbera alla leið upp í Arnarholt. Það eru ekki öll tré með svona þokkalega vel skráða sögu,“ segir Brynjólfur. Hann sá evrópulerkið fyrst fyrir um ári og segir það vera afburðafallegt og bera af í lundinum. Fleiri tré eru í lundinum sem eru hluti af þessari fyrstu gróðursetningu Sigurðar Þórð- arsonar. Ljósmynd/Brynjólfur Jónsson Tré ársins Ungdómurinn stillir sér upp við tré ársins við athöfnina í gær. Tréð er 105 ára lerki sem stendur í lundi við Arnarholt í Borgarfirði. Tré ársins 2014 er 105 ára evrópulerki við Arnarholt í Stafholtstungum í Borgarfirði Afburðafallegt aldargamalt evrópulerki Skógræktarfélag Íslands útnefnir ár- lega tré ársins og hefur gert síðan 1992. Útnefningunni er ætlað að beina sjónum almennings að því gróskumikla starfi sem unnið er um land allt í trjá- og skógrækt og benda á menningarlegt gildi einstakra trjáa um allt land. „Að velja tré ársins gefur til kynna hvað tré geta vaxið hér á Íslandi og stuðlar líka að umræðu um trjá- gróður, gagnsemi og gildi hans fyrir menn og líf almennt. Trjágróður gegnir miklu menning- arlegu hlutverki, það sást ekki síst á umræðunni um silfurreyninn við Grettisgötu í sumar. Svona lífverur skipta máli,“ segir Brynjólfur. Menningarlegt gildi trjáa TRÉ ÁRSINS HEFUR VERIÐ VALIÐ ÁRLEGA Í YFIR 20 ÁR VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Ætlaði að bjarga manni sínum 2. Munu snúa aftur þrátt fyrir … 3. Lögregla leitar Agnesar Helgu 4.Verður sex ár í … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM Á þriðjudag Suðvestan 3-8 m/s og bjart með köflum, en skýjað V-lands. Hiti 8 til 13 stig. Á miðvikudag og fimmtudag Hæg austlæg eða breytileg átt. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Snýst í suðvestan 8-13 m/s með skúrum V-til, áfram sunnanátt og rigning SA-lands, en úrkomulítið NA-til. Hiti 11 til 19 stig, hlýjast NA-lands, en kólnar V-lands. VEÐURÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.