Morgunblaðið - 15.09.2014, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2014
VAKANDI!VERTU
blattafram.is VERNDARI BARNA Í 10 ÁR
36% þeirra sem beita drengi
kynferðislegu ofbeldi
eru ókunnugir karlar.
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Á fundi okkar ræddum við örygg-
ishorfur í Evrópu og þá einkum í
Úkraínu,“ sagði Gunnar Bragi
Sveinsson utanríkisráðherra í sam-
tali við Morgunblaðið í gærkvöldi, en
hann tók nýverið þátt í fundi utanrík-
isráðherra Norðurlandanna og
Eystrasaltsríkjanna sem haldinn var
í Tallinn í Eistlandi.
Á fundinum lýstu ráðherrarnir
m.a. yfir þungum áhyggjum vegna
fangelsunar eistnesks lögreglu-
manns sem numinn var á brott af
rússneskum öryggissveitum innan
landamæra Eistlands. Átti atburð-
urinn sér stað 5. september sl.
Áhyggjufullir nágrannar Rússa
„Þetta mannrán setti vitanlega
svip sinn á umræðu fundarins og
fengum við mjög ítarlega lýsingu á
því hvernig þetta átti sér allt saman
stað. Nágrannar Rússa hafa því vit-
anlega áhyggjur af þróun mála,“ seg-
ir Gunnar Bragi og bendir á að lög-
reglumanninum sé nú haldið
föngnum í Moskvu, höfuðborg Rúss-
lands, og bíði hann þess að réttað
verði yfir honum. Sendu ráðherrarn-
ir frá sér sameiginlega yfirlýsingu
þar sem stjórnvöld í Rússlandi eru
hvött til þess að leysa lögreglumann-
inn þegar í stað úr haldi og tryggja að
hann snúi heim heilu og höldnu.
Að sögn Gunnars Braga er brýnt
að hvergi verði hvikað frá þeim
grundvallargildum sem eru leiðarljós
í utanríkisstefnu ríkjanna, virðingu
fyrir alþjóðalögum, lýðræði, mann-
réttindum og réttarríkinu, en mikil
samstaða er nú sögð ríkja í hópi Norð-
urlandanna og Eystrasaltsríkjanna.
Finna gott skjól í NATO
Spurður hvort Eystrasaltsríkin séu
áhyggjufull vegna þess framferðis
sem Rússar hafa sýnt af sér á al-
þjóðavísu kveður Gunnar Bragi já við.
„Það eru uppi mjög miklar áhyggjur.
En þeir eru þó í þeirri stöðu að eiga
aðild að Atlantshafsbandalaginu og
vita að samkvæmt Atlantshafssátt-
málanum mun bandalagið verja þá
komi til slíkra atburða.“
Á fundi sínum ræddu ráðherrarnir
einnig uppgang ISIL hryðjuverka-
samtakanna, þá ógn sem af þeim
steðjar og með hvaða hætti alþjóða-
samfélagið geti brugðist við þeim
voðaverkum sem samtökin hafa fram-
ið, að því er fram kemur í tilkynningu
sem utanríkisráðuneytið sendi frá
sér.
Öryggismál Evr-
ópu efst á baugi
á ráðherrafundi
Framferði stjórnvalda í Rússlandi
veldur víða miklum áhyggjum
Ljósmynd/Utanríkisráðuneyti Eistlands
Ráðherrar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra á fundinum.
Það er nóg að gera hjá bátasmiðj-
unni Seiglu á Akureyri um þessar
mundir. Hæst ber hjá þeim smíði á
tveimur krókabátum af stærstu
gerð fyrir Stakkavík í Grindavík.
Annar þeirra var sjósettur í gær
og fékk nafnið Óli á Stað GK 99. Við
það tækifæri var myndin tekin.
Krókabátarnir tveir fyrir
Stakkavík eru bátar undir 30
brúttótonnum og allt að 15 metrar
að lengd.
Ljósmynd/Þorgeir Baldursson
Óli á Stað sjósettur
Aukablað um bíla fylgir
Morgunblaðinu alla þriðjudaga