Morgunblaðið - 15.09.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.09.2014, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2014 Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Almenn vitundarvakning um heilsu og hreyfingu eru ein ástæða þess að þátttaka Íslendinga í almennings- hlaupum og hlaupum almennt hefur aukist undanfarin ár. Hlaupum sem fólk getur skráð sig í fjölgar og fleiri kjósa að hlaupa lengri vegalengdir en áður. „Það er alltaf að fjölga fólkinu sem er að hlaupa, ég held að það sé alveg augljóst. Bæði sér maður að þeim sem eru í skokkhópunum fjölgar og hópunum hefur fjölgað hægt og síg- andi. Svo sér maður þetta líka bara á götunum,“ segir Torfi H. Leifsson, umsjónarmaður vefsíðunnar hlaup.is. Skynsamlegt að byrja á styttri vegalengdum Metþátttaka var í Reykjavíkur- maraþoni þetta árið og segir Torfi aukna þátttöku hafa verið í allflestum almenningshlaupum í ár. Framboðið af hlaupum sé þó orðið meira þannig að jafnvel þó að í einstökum hlaupum hafi aðsókn staðið í stað þá sé þátt- takan almennt að aukast. Þá megi heldur ekki gleyma því að áhugi á þrí- þraut og hjólreiðakeppnum hafi einn- ig aukist. „Það eru fleiri og fleiri að átta sig á hvað hreyfing er holl og góð. Þetta eru eins konar snjóboltaáhrif. Fleiri sjá nágranna, vini og samstarfsmenn byrja að æfa og taka þátt í hlaupum eða keppnum. Þá fara menn að hugsa að þeir geti þetta líka. Ég held að þetta sé almenn vitundarvakning um heilsu og hreyfingu,“ segir hann. Í almenningshlaupum er hægt að velja um mismunandi vegalengdir, gjarnan á milli þess að hlaupa fimm eða tíu kílómetra eða þá hálft eða heilt maraþon. Torfi segir að meginþorri þeirra sem taka þátt velji styttri vegalengd- irnar og skynsamlegt sé fyrir þá sem eru að byrja að gera það. Eftir því sem fólk kemst í meiri æfingu og finnur að það ræður betur við styttri vegalengdirnar eykst áhugi þess á að spreyta sig á þeim lengri. „Vegalengdir eru svo afstæðar í hlaupunum. Fólki sem hefur lítið sem ekkert hlaupið finnst fimm kílómetr- ar óyfirstíganleg vegalengd til að byrja með. Með þjálfun finnur fólk að það er hægt að fara þess- ar vegalengdir sem það taldi ómögulegar áður en það byrj- aði. Viðmiðin breytast eft- ir því sem þú kemst í betri æfingu,“ segir Torfi. Vegalengdir afstæðar í hlaupum  Góð þátttaka í hlaupum í ár og fleiri velja að hlaupa lengra  Aukning í skráningum í flest hlaup en framboðið hefur aukist með árunum  Óyfirstíganlegar vegalengdir verða viðráðanlegar með æfingu Mannhaf Það var margt um manninn í Reykjavíkurmaraþoninu en þátttökumet var slegið í því þetta árið. Alls tóku 15.654 þátt í maraþoninu og kusu flestir að hlaupa tíu kílómetra eða um sjö þúsund manns. Skokkhópum hefur einnig fjölg- að á undanförnum árum en nú eru allt að fjörutíu slíkir hópar skráðir á hlaup.is um allt land. „Það er frábært félagsstarf og stemming í hópunum. Fólk er að fara saman að taka þátt í hlaup- um, út á land, eða jafnvel í út- löndum. Það er heilmikið aðhald og hvatning fyrir fólk að standa sig vel, gera betur og prófa jafn- vel eitthvað nýtt,“ segir Torfi. Allur gangur er á hversu fjöl- mennir hóparnir eru en fjöldinn getur verið allt frá nokkrum tug- um upp í nokkur hundruð í stóru hópunum á höfuðborgarsvæð- inu. Í upphafi segir Torfi að skokk- hóparnir hafi verið meira tengdir sundlaugunum og ennþá séu margir sem starfa þannig. Und- anfarin ár hafi íþróttafélögin tek- ið skokkið upp á sína arma með almennings- íþróttadeildum sínum. „Þá fær hlaupið ákveð- inn samastað hjá félag- inu og starfið verður hluti af stærri einingu. Þetta held ég að sé já- kvætt og stuðli að aukningu,“ seg- ir Torfi. Veitir aðhald og hvatningu UM 40 HÓPAR SKRÁÐIR Torfi H. Leifsson Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra um p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja sé r ré tt til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th .a ð ve rð g et ur b re ys t án fy rir va ra . Valencia 9. okt í 4 nætur Netverð á mann á Hotel Beatriz m.v. 2 í herbergi. Upplifðu „Borg lista & vísinda“ í SÉR TILBOÐFrá kr. 79.900 Morgunblaðið/Eggert Grænlenskar björgunarsveitir höfðu í gærkvöldi enn ekki fundið litla flugvél sem lagði af stað frá Keflavík- urflugvelli á fimmtudaginn á leið til Kulusuk á Græn- landi. Vonir standa enn til þess að flugmaður vélarinnar finnist á lífi en hann var einn í henni, segir á mbl.is. Fram kemur á fréttavefnum The Arctic Journal að leit hafi staðið yfir í gær en henni verið hætt seinni partinn þegar fór að skyggja. Ekki lá fyrir ákvörðun um það hvort haldið verður áfram leit í dag. Leitin að flugvélinni hófst á fimmtudaginn eftir að flugumferðarstjórar á Grænlandi misstu samband við hana. Engar ratsjárstöðvar eru á austurströnd landsins og því verða flug- vélar sem leið eiga um svæðið að gefa upp staðsetningu sína um talstöð. Þegar sambandið við flugvélina slitnaði hafði hún nægt eldsneyti til flugs í tvær og hálfa klukkustund. Sá möguleiki hefur ekki verið útilokaður að vélinni hafi tekist að lenda einhvers staðar en björgunarsveitir á legi og í lofti hafa lagt áherslu á leit á svæðinu austur af bænum Tasiilaq. Flugvélin sem hvarf á leið frá Keflavík til Grænlands hefur ekki enn fundist Frá Tasiilaq. Flóa- og Skeiðamenn réttuðu á laug- ardaginn í Reykjarétt á Skeiðum í Árnessýslu. Blíðskaparveður var á réttardaginn og þó að rúmlega fjög- ur þúsund fjár hafi verið í réttunum mátti ekki sjá mun á hvort meira væri af fé eða fólki. „Mér finnst féð með allra besta móti, vænt og jafnt. Hjörðin hér í réttunum er afskaplega falleg öll,“ sagði Ingvar Hjálmarsson, fjall- kóngur í austurleit á Flóa- og Skeiðamannaafrétti, þegar hann var tekinn tali á réttardaginn. Flóa- og Skeiðamenn fara í lengstu leitir landsins en þeir fjall- menn sem lengst fara leggja af stað á miðvikudegi og koma til byggða föstudaginn vikuna á eftir. Leitirnar taka ellefu daga að réttardeginum meðtöldum. Eingöngu er smalað á hestum en hluta úr dögum þurfa valdir fjallmenn að fara fótgangandi yfir svæði sem ekki er gott að kom- ast á hestum um. Eru fjallmenn ekkert lúnir eftir svona langa smalamennsku? „Jújú, örugglega, en það líður úr öllum þreytan, alveg um leið, á svona degi eins og í dag,“ svaraði Ingvar. Bleytutíð var á fjalli, rigning og þoka, en Ingvar segir menn þrátt fyrir það láta vel af sér eftir þetta. „Það gekk vel að smala og þetta misjafna veður var aldrei til þess að spilla fyrir heildarsmöluninni. Heimturnar eru góðar. Afrétturinn leit mjög vel út enda sumarið búið að vera með eindæmum gott. Féð er vænt, þægt og rólegt og því líður vel, þannig að það var mjög gaman að smala.“ Ingvar er bóndi á Fjalli á Skeiðum og var með 280 hausa á fjalli. „Megnið af fjárstofninum er heima en við setjum á fjall til að létta að- eins á heimahögunum,“ sagði Ingv- ar. Ingvar hefur farið fjöldamargar ferðir á fjall en þetta var annað haustið hans sem sjálfur fjallkóng- urinn. Hann segist ekki þurfa að halda uppi miklum aga. „Þetta er svoleiðis topplið sem fer á fjall svo það þarf ekki að vera að sussa á neinn. Annars nægir smáaugntillit og þá er það klárt,“ sagði Ingvar glettinn. ingveldur@mbl.is Falleg hjörð í réttunum  Féð kom vænt af Flóa- og Skeiðamannaafrétti  Lengstu leitir taka tíu daga  Vel gekk að smala þrátt fyrir bleytutíð Fjallkóngur Ingvar Hjálmarsson bóndi á Fjalli á Skeiðum með fjársafnið sitt í bakgrunni í réttardilknum. Hann segir féð koma vænt af fjalli. Morgunblaðið/Ingveldur Geirsdóttir Reykjaréttir Það glitti í féð innan um fólkið í almenningnum í réttunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.