Morgunblaðið - 15.09.2014, Side 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2014
✝ Einar ValurBjarnason
fæddist í Vest-
mannaeyjum 25.
mars 1932. Hann
lést á hjúkr-
unarheimilinu
Lundi á Hellu þann
5. september 2014.
Foreldrar Einars
Vals voru Bjarni
Bjarnason, f. 12.
nóvember 1903 í
Efri-Hömrum í Holtum í Rang-
árvallasýslu, d. 9. apríl 1993 og
Sigurbjörg Einarsdóttir, f. 27.
apríl 1910 á Krossi í Landeyjum
í Rangárvallasýslu, d. 1. sept-
ember 1987. Systur Einars Vals
eru Sigríður Ingibjörg, f. 19.
febrúar 1931 og Gunnhildur f. 4.
apríl 1935.
Einar Valur kvæntist þann
11. október 1955 Jakobínu
Hjálmarsdóttur, f. 2. nóvember
1932. Foreldrar Jakobínu voru
Hjálmar Jónsson, f. 5. júní 1899,
d. 25. júlí 1968 og Guðbjörg Ein-
ara Helgadóttir, f. 16. október
2000, Frida Sesilia, f. 12. nóv-
ember 2003 og Noa Sofie, f. 12.
nóvember 2003. Seinni kona
Einars Vals er Else Bjarnason, f.
21. desember 1939. Foreldrar
Else voru Jens Valdimar Mad-
sen, f. 27. nóvember 1898, d. 7.
apríl 1984 og Johanna Madsen,
f. 17. mars 1895, d. 26. mars
1983. Einar Valur og Else gift-
ust þann 21. nóvember 1974.
Sonur þeirra er 4) Bjarni Valur,
f. 9. október 1973, kona hans er
Eva Valsdóttir, f. 21. janúar
1976. Börn þeirra eru Einar
Valur, f. 9. mars 2008 og Rakel,
f. 27. janúar 2011.
Einar Valur ólst upp í Vest-
mannaeyjum, hann útskrifaðist
frá Menntaskólanum í Reykja-
vík 1952 og lærði læknisfræði
við Háskóla Íslands, þaðan út-
skrifaðist hann árið 1961. Hann
fór í framhaldsnám í lyflækn-
ingum til Danmerkur en þar bjó
og starfaði Einar Valur í mörg
ár. Einar Valur var yfirlæknir
lyflækningadeildar Sjúkrahúss-
ins í Vestmannaeyjum frá 1974
til 1998. Frá 1998 til 2000 starf-
aði hann við heilsugæslustöðvar
á Hellu og Hvolsvelli.
Útför Einars Vals Bjarnason-
ar fer fram frá Dómkirkjunni í
Reykjavík í dag, 15. september
2014, kl. 13.
1898, d. 23. júní
1958. Einar Valur
og Jakobína skildu.
Dætur þeirra eru:
1) Sigurbjörg, f. 25.
febrúar 1956, maki
Hans Christian
Korsholm Niesen, f.
20. júní 1958. Sonur
þeirra er Villads
Valur, f. 5. janúar
1995. Börn Sig-
urbjargar og fyrri
manns hennar, Robert Zach-
ariae, f. 1955, eru, Ida Lóa, f. 5.
júní 1979, Kajsa Vala, f. 23. nóv-
ember 1982, Elías Diðrik, f. 31.
júlí 1986. Barnabarn Sigur-
bjargar er Carl Willy, f. 16. febr-
úar 2014. 2) Guðbjörg, f. 17. des-
ember 1961, maki Niels
Krause-Jensen, f. 8. mars 1963.
Börn þeirra eru Eva Viktoria, f.
1. febrúar 1993 og Søren Valur,
f. 29. september 1996. 3) Bryn-
hildur Vala, f. 4. apríl 1968.
Börn hennar og fyrrverandi eig-
inmanns, Ulrik Roland Skov, f.
1967 eru Sif Anna, f. 20. maí
Mín fyrsta minning um Einar
Val er frá atviki er varð þegar ég
slasaðist við það að „detta á haus-
inn“, í orðsins fyllstu merkingu, á
Skólaveginum. Hann var þá
„unglæknir“ að vinna á Sjúkra-
húsinu í Vestmannaeyjum og tók
á móti mér.
Næsta minning er svo mörg-
um árum síðar, þegar Einar Val-
ur, sem formaður Vestmanna-
eyjadeildar RKÍ, og Eyjólfur
Pálsson meðstjórnarmaður
banka uppá hjá mér og segjast
þurfa að klappa á bakið á mér.
Ekki skildi ég þá félaga, en fékk
þá skýringu að nú væri ég kom-
inn í stjórnina og væri meira að
segja orðinn gjaldkeri. Þeir
sögðu mér að þetta væri viðtekin
venja, menn væru valdir og
fengju svo klapp á bakið. Ég verð
nú að segja að þetta er með betri
bakklöppum sem ég hefi fengið
og naut ég þess mjög að starfa
með þeim í stjórninni um árabil
ásamt fleira góðu fólki. Saman
unnum við til dæmis að því að
skrá og skipuleggja bókasafnið á
Hraunbúðum, fórum saman á að-
alfundi RKÍ og seint gleymist
samveran þegar Vestmannaeyja-
deild RKÍ ákvað að heiðra þá fé-
laga Björn Tryggvason, sem var
formaður RKÍ, og Ólaf Helgason,
sem var formaður Vestmanna-
eyjadeildar RKÍ þegar Heima-
eyjargosið braust út. Þá verð ég
Einari Val ævinlega þakklátur
fyrir að senda okkur Eyjólf í
heimsókn til aðalstöðva Rauða
krossins í Sviss.
Vinátta okkar óx og dafnaði þó
aldursmunur væri nokkur og átt-
um við margar skemmtilegar
samverustundir í sumarbústaðn-
um í Fljótshlíðinni, á heimili
þeirra Else á Selfossi og síðast en
ekki síst í fjölmörgum lunda-
veislum í boði Ástu, ekkju Eyj-
ólfs.
Allar þessar ljúfu og góðu
minningar ylja, en Einars Vals
verður sárt saknað.
Ágúst Karlsson.
Ég kveð Einar Val – með
þakklæti og virðingu.
Í sextán ár starfaði ég sem
hjúkrunarfræðingur við sjúkra-
hús og heilsugæslu Vestmanna-
eyja þar sem Einar Valur var yf-
irmaður. Hann var alltaf boðinn
og búinn að miðla þekkingu og
ráðum – á sinn ljúfa máta – án yf-
irlætis. Það var einfaldlega gott
að þiggja hans ráð – tileinka sér
þau og varðveita.
Allmargir unglæknar komu til
Vestmannaeyja á þessum árum
til að öðlast reynslu og þekkingu í
námi og starfi. Þeir fengu góða
handleiðslu og kölluðu Einar Val
gjarnan lærimeistarann.
Við Kjartan vorum svo lánsöm
að eiga vináttu þeirra Else og
Einars – og áttum með þeim
margar góðar stundir – bæði í bú-
staðnum í Fljótshlíðinni sem var
þeim svo kær – og á heimili þeirra
í Vestmannaeyjum.
Þau voru höfðingjar heim að
sækja. Allar þessar samveru-
stundir voru skemmtilegar og
góðar. – Við þökkum þær – og
varðveitum í hólfinu – geymt en
ekki gleymt.
Við Kjartan hugsum til þín
Else – þú átt stóran þátt í minn-
ingum um góðar stundir.
Þakklát fyrir allar þessar
stundir er gott að kveðja kæran
vin – vin sem var orðinn þreyttur.
Samúðarkveðja frá okkur
Kjartani.
Katrín Þórlindsdóttir.
Vinur minn Einar Valur er fall-
inn frá á 83. aldursári. Hann lést
á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu
Lundi á Hellu að kvöldi 5. sept-
ember. Hann var fæddur og upp-
alinn í Vestmannaeyjum og bjó
þar lengst, en síðustu 14 árin á
Selfossi. Leiðir okkar Einars
Vals lágu fyrst saman í Skátafé-
laginu Faxa. Þar vorum við sam-
an í skátaflokki. Hann reyndist
góður félagi og traustur vinur.
Ljóst var frá fyrstu tíð að Ein-
ar Valur myndi ganga mennta-
veginn. Var búinn þeim hæfileik-
um sem góðan námsmann prýða.
Eftir landspróf lá leið hans að
Laugarvatni og svo í Menntaskól-
ann í Reykjavík þar sem hann
lauk stúdentsprófi 1952 og síðan í
Háskóla Íslands og varð cand.
med. 1961. Svo lá leið hans til
Kolding í Danmörku og varð þar
sérfræðingur í lyflækningum.
Kom aftur heim upp úr 1970 og
varð yfirlæknir á Sjúkrahúsinu í
Vestmannaeyjum. Þar stóð hann
vaktina í Heimaeyjargosinu 1973.
Í Reykjavík vorum við sam-
tímis. Hann í háskólanum og ég í
Kennaraskólanum. Við hittumst
nær daglega í mötuneytinu á
Gamla garði. Þegar ég hafði lokið
námi mínu skildi leiðir. Ég reisti
bú mitt á Selfossi og gerðist þar
kennari, en hann í Reykjavík með
fyrri konu sinni Jakobínu Hjálm-
arsdóttur, skátasystur okkar úr
Eyjum. Að loknu embættisprófi
fluttu þau til Vestmannaeyja og
þaðan til Danmerkur. Eignuðust
dæturnar Sigurbjörgu, Guð-
björgu og Brynhildi. Þar skildu
þau.
Seinni kona Einars Vals er
Else Bjarnason fædd Madsen frá
Árósum í Danmörku. Sonur
þeirra er Bjarni Valur. Else bjó
manni sínum fagurt heimili í
Vestmannaeyjum og seinna á
Selfossi. Áttu þau glæsileg hús-
gögn, sem hún erfði frá Dan-
mörku og málverk og listmuni
sem þau höfðu eignast. Gott safn
bóka og tónlistar áttu þau með
gömlu vínilplöturnar í öndvegi.
Með tilkomu betri samgangna við
Eyjar fórum við að hittast aftur.
En mestu breytti er þau reistu
sér sumarbústað á fögrum stað í
Fljótshlíðinni við Litlu-Þverá,
milli tveggja fossa og nefndu „Að
Fossum“. Þar undu þau hag sín-
um vel og leið hvergi betur.
Eftir fráfall Aldísar konu
minnar 1991 fann ég vel þá um-
hyggju sem þau báru fyrir mér.
Buðu í mat á stórhátíðum og í
uppáhaldsrétti húsbóndans árið
um kring. Einnig „Að Fossum“.
Þar voru skemmtilegar stundir
og höfðinglegar móttökur í mat
og drykk.. Gengum saman um
trjálundina sem þau höfðu rækt-
að og mynduðu nú gott skjól og
römmuðu inn stórbrotna náttúr-
una. Sátum við arininn og sung-
um. Þetta voru ógleymanlegar
dýrðarstundir.
Þegar þau hjón fluttu til Sel-
foss aldamótaárið urðu samskipt-
in meiri. Varð fastur liður hjá
okkur Einari að fara saman til
Reykjavíkur á Útlagafund síð-
asta miðvikudag í hverjum mán-
uði. Þetta hefur haldist óslitið þar
til í mars. Þá fórum við saman síð-
ustu ferðina. Næst treysti hann
sér ekki. Nú fer ég einn og er
þakklátur fyrir þær góðu stundir
sem við áttum öll þessi ár.
Minningin um góðan dreng lif-
ir.
Samúðarkveðjur frá okkur fé-
lögum hans í Útlögum.
Óskar Þór Sigurðsson.
Einar Valur
Bjarnason
✝ Vigdís EsterEyjólfsdóttir
fæddist að Eystri-
Kirkjubæ á Rang-
árvöllum 17. maí
1925. Hún andaðist
á líknardeild Land-
spítalans 5. sept-
ember 2014.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Val-
gerður Bogadóttir,
húsfreyja í Eystri-
Kirkjubæ og síðar í Reykjavík, f.
18. 3. 1900, d. 28. 10. 1993 og Eyj-
ólfur Bárðarson, bóndi í Eystri-
Kirkjubæ, f. 27.8. 1885, d. 5.2.
1945. Systkini Esterar eru 1)
Guðbjörg, f. 5.4. 1927, d. 9.9.
1977, 2) Ingigerður, f. 20.1. 1929,
3) Hjörtur, f. 18. 10. 1931, d. 16. 2.
1992, 4) Svanhildur, f. 4. 3. 1934.
Ester giftist Ingimari G. Jóns-
syni, prentara, f. 14. 3. 1925 að
Keldum við Reykjavík, þann 21.
1983, Harpa Sif, f. 9.5. 1986 og
Berglind Ösp, f. 4.6. 1989. 5) Guð-
rún Hrönn, f. 20.7. 1957, m.
Gunnar Hauksson, f. 6.9. 1955.
Barnabarnabörnin eru 6.
Ester ólst upp á heimili for-
eldra sinna að Eystri-Kirkjubæ á
Rangárvöllum. Hún gekk í
Barnaskólann á Strönd og var
við nám í Húsmæðraskólanum í
Hveragerði veturinn 1942-1943.
Hún flutti til Reykjavíkur 1943
ásamt tveimur systrum sínum
eftir að faðir þeirra lagðist inn á
Landspítalann. Eftir að móðir
hennar flutti til Reykjavíkur
1946 sameinaðist fjölskyldan að
nýju. Ester starfaði við sauma-
skap þar til hún giftist og stofn-
aði heimili. Hún vann áfram við
saumaskap heima og eftir að
börnin voru komin á legg vann
hún í vefnaðarvöruverslunum,
síðast í Vogue á Skólavörðustíg.
Ester var virk í starfi eldri
borgara í Gjábakka í Kópavogi,
margvíslegar hannyrðir liggja
eftir hana og mörg listaverk.
Útför Esterar fer fram frá
Kópavogskirkju í dag, 15. sept-
ember 2014, og hefst athöfnin kl.
13.
febrúar 1948 Þau
eignuðust 5 börn: 1)
Valgerður, f. 18.3.
1949, m. Andrés
Indriðason, f. 7.8.
1941, dætur þeirra
eru Ester, f. 24.1.
1973 og Ásta, f. 4.1.
1976. 2) Jón, f. 21.9.
1951, m. Kristín H.
Traustadóttir, f. 7.7.
1951, börn þeirra
eru Nína Björk, f.
1.4. 1975, Ingimar Trausti f. 6.6.
1977 og Helga Vala f. 11.1. 1986.
3) Katrín, f. 14.4. 1954, d. 7.8.
2011, m. Halldór Kristinsson
(slitu samvistum 2004), f. 29.9.
1948, börn þeirra eru Ingibjörg
Katrín, f. 2.12. 1981, Vigdís Est-
er, f. 12.9. 1986 og Kristinn Ingi,
f. 8.4. 1989. 4) Eyjólfur, f. 20.7.
1957, m. Margrét Á. Gunn-
arsdóttir, f. 24.3. 1956, dætur
þeirra eru Ester Inga, f. 22.4.
Það er mikil gæfa að eignast
góða tengdamóður. Í því efni var
ég heppin. Ester tengdamóðir
mín var létt og kát kona sem auð-
velt var að kynnast. Hún var já-
kvæð að eðlisfari og má segja að
það hafi verið hennar veganesti í
lífinu. Þannig gat hún tekið því
sem að höndum bar með ró og yf-
irvegun. Ester fylgdist vel með
öllu sínu fólki og var alltaf til reiðu
þegar á þurfti að halda. Hún var
falleg og góð kona og þau Ingimar
voru glæsileg og samhent hjón.
Ester var mjög flink handa-
vinnukona og byrjaði ung að
sauma föt. Hún sagði okkur að
þetta hefði strax legið vel fyrir sér
og þegar hún fermdist hefði hún
saumað fermingarkjólinn sinn
sjálf auk kjóla á systur sínar og
móður. Það lék allt í höndunum á
henni og margt hefur hún saumað
í gegnum tíðina. Hún saumaði
m.a. utan um sessur sem voru
notaðar í norðurkjallara Mennta-
skólans við Hamrahlíð þegar
hann var opnaður sem félagsað-
staða nemenda 1969. Þá var son-
ur hennar kjallarameistari og
fékk mömmu sína til að hjálpa til
við undirbúninginn. Það eru líka
ansi margar flíkur o.fl. sem hún
hefur hjálpað mér að sauma í
gegnum tíðina. Það var alltaf
gaman að fá Ester í heimsókn í
saumaskap og gott að vinna með
henni, hún kunni þetta svo vel,
var svo verklagin, útsjónarsöm og
góður leiðbeinandi. Núna á seinni
árum þegar hún var hætt að vinna
úti fékk hún loksins tíma fyrir út-
saum sem henni hafði alltaf fund-
ist skemmtilegur en ekki haft
tíma til að sinna. Hún var mjög af-
kastamikil í útsauminum og
saumaði m.a. einstaklega falleg
rúmföt með útsaumuðum mynst-
urbekkjum handa öllum sínum af-
komendum. Þau eru okkur dýr-
mæt eign og minning.
Í yfir 40 ár hafa tengdaforeldr-
ar mínir tekið á móti okkur fjöl-
skyldunni í kaffi á sunnudögum.
Þó að fjölskyldan hafi stækkað er
alltaf pláss fyrir alla og nóg af
krásum sem tengdamamma hefur
bakað af mikilli list. Börnin hafa
beðið spennt eftir að hittast í Vall-
artröð og núna síðast voru það
langömmubörnin sem spurðu
hvort ekki ætti að fara í Valló í
dag. Þannig hafa þau Ester og
Ingimar stuðlað að samheldni
fjölskyldunnar og því að afkom-
endurnir þekkjast vel. Nú reynir
á okkur sem yngri erum að við-
halda þessum góða sið.
Ester var mikil ættmóðir og
gaf sér alltaf góðan tíma til að
ræða við börn og tengdabörn,
barnabörn og langömmubörnin.
Þeim þótti líka mjög vænt um
hana. Það var gaman að ræða við
Ester og gott að eiga hana að
trúnaðarvini. Ég mun sakna
hennar og hún er mér góð fyr-
irmynd bæði sem manneskja og
sem amma. Missir tengdapabba
er mikill en vonandi sækir hann
styrk í minninguna um fallega og
heilsteypta eiginkonu. Blessuð sé
minning hennar.
Kristín H. Traustadóttir.
Ég tel það mestu gæfu mína í
lífinu að hafa fengið að kynnast
þessari elskulegu konu, tengda-
móður minni, Vigdísi Ester Eyj-
ólfsdóttur, sem nú er fallin frá.
Hún hafði alla þá eðliskosti sem
prýða mega góða og vandaða
manneskju. Viðmótið var einstak-
lega hlýtt og fallegt. Hún sýndi
öllum ástúð og virðingu og var
glöðust á þeim stundum þegar
hún gat gert öðrum gott.
Henni þótti afar vænt um
seinna nafnið sitt, Ester, og kaus
að kalla sig því. Valgerður, móðir
hennar, sem hafði mikið yndi af
lestri skáldsagna og ljóða, valdi
það eftir heiti eftirlætispersónu
sinnar í sagnabálknum Sögur
herlæknisins eftir finnska rithöf-
undinn Zacharias Topelius en hún
hafði miklar mætur á því verki og
á þessari persónu sem henni þótti
væn og hjartahlý.
Hún starfaði um nokkurt skeið
utan heimilis, m.a. í versluninni
Vogue við Skólavörðustíg þar
sem hún kunni góð skil á efnum
og saumaskap og gat gefið við-
skiptavinunum góð ráð. Árið 1945
kynntist hún Ingimar G. Jónssyni
sem varð lífsförunautur hennar í
hartnær sjö áratugi. Ingimar var
prentari og starfaði í prentsmiðj-
unni Odda mestallan starfsferil
sinn. Hann var meðal fyrstu
starfsmanna þar og var vand-
virkni hans við brugðið.
Þegar á ævina leið tóku þau
virkan þátt í félagsstarfi eldri
borgara í félagsmiðstöðinni Gjá-
bakka í Kópavogi. Þar áttu þau
margar ánægjulegar stundir með
góðu fólki við ýmiss konar iðju. Á
sýningu sem haldin er þar ár
hvert á listaverkum eldri borgar-
anna lögðu þau bæði sitt af mörk-
um árum saman. Hún sýndi listi-
lega útsaumaða dúka, púða og
sængurföt með hinu gamla hand-
verki, Harðangurs- og klaustur-
saumi í milliverkinu og hann lista-
verk af ýmsu tagi sem hann hafði
skorið út í tré af miklum hagleik.
Þau höfðu líka yndi af útiveru
og gengu þá ævinlega saman
hönd í hönd. En svo dró ský fyrir
sólu. Illvígur sjúkdómur gerði
vart við sig og Ester, þessi mikli
forkur, sem sjaldan varð misdæg-
urt, missti smám saman þrek og
þrótt. Hún var lögð inn á Land-
spítalann þegar ljóst var að heilsu
hennar var farið að hraka og síðar
á líknardeildina í Kópavogi en þar
andaðist hún í návist sinna nán-
ustu föstudaginn 5. september.
Kallið kom á þeim tíma þegar sól-
in braust fram úr dimmum skýj-
um og brá birtu sinni yfir landið
skamma stund.
Það er líka bjart yfir minning-
unni um þessa mætu konu. Bjart
yfir öllum þeim góðu stundum
sem börn hennar og Ingimars,
tengdabörn og barnaskarinn all-
ur áttu saman í stofunni heima í
Vallartröð á hverjum sunnudegi
árið um kring. Þetta voru vikuleg-
ir fagnaðarfundir sem enginn
vildi missa af því að í húsi þeirra
átti elskusemin og hjartahlýjan
heima.
Andrés Indriðason.
Fátt er hollara ungum börnum
en að fá að kynnast ömmum sín-
um og öfum. Þessa merkingu hef
ég ætíð lagt í upphafsorð Brekku-
kotsannáls, þótt nóbelsskáldið
okkar hafi byrjað bókina á nokk-
uð harkalegri hátt. Það er nefni-
lega vart hægt að hugsa sér meira
ríkidæmi en að eiga góða ömmu
og afa, geta sótt til þeirra hlýju og
stuðning og fá að njóta samneytis
við þau þar til maður sjálfur er
kominn til vits og ára.
Ester amma mín, eða amma í
Valló eins og hún var alltaf kölluð,
var hreint út sagt ótrúleg kona.
Hún kunni svo vel að lifa og fór
með svo mikilli reisn í gegnum líf-
ið. Öllu sem lífið færði henni tók
hún með bjartsýni og jákvæðni að
leiðarljósi sem myndi jafnvel fá
sjálfa Pollýönnu til að blikna.
Þannig mætti hún bæði gleði og
erfiðleikum í lífinu og var sann-
færð um að á réttu hugarfari
kæmist maður þangað sem mað-
ur vildi. Enda sópaði hún að sér
vinum og kunningjum hvar sem
hún kom.
Allt frá því ég man eftir mér
hef ég farið á hverjum sunnudegi
í heimsókn til afa og ömmu í Vall-
artröð. Kaffiborðið svignar undan
veitingum, amma ber meira á
borð hlæjandi og segir „ég er
enga stund að þessu“ þegar henni
er hrósað fyrir baksturinn. Eftir
því sem árin hafa liðið hefur hóp-
urinn stækkað, makar bæst við í
hópinn og afkomendunum fjölg-
að. Og öll sækjum við jarðteng-
ingu og styrk í faðm ömmu og afa.
Amma mín kallaði svo sannar-
lega ekki allt ömmu sína, ef svo
má að orði komast. Þau afi unnu
bæði myrkranna á milli, með stór-
an barnahóp að sjá fyrir og lífið
var örugglega ekki alltaf auðvelt
þótt hamingjan viki ekki frá þeim.
Þau stóðu saman í einu og öllu og
voru svo góðir félagar. Þannig
tókust þau einnig saman á við
veikindi ömmu allt fram á síðasta
dag.
Alveg frá því að ég var lítil
stelpa hefur mér alltaf orðið
hugsað til ömmu þegar ég heyri
sungið „nú liggur vel á mér, gott
er að vera léttur í lund, lofa skal
hverja ánægjustund“. Ég hélt
satt að segja lengi vel að þetta lag
um síglaða vinnandi konu hlyti að
hafa verið samið um hana ömmu
mína. Ég sá hana fyrir mér sem
unga konu í sveitinni á Kirkjubæ,
ganga syngjandi og hlæjandi á
milli verka.
Ég kom mikið til afa og ömmu
þegar ég var í fæðingarorlofi með
börnin mín tvö. Það var yndislegt
að geta átt þau svona út af fyrir
sig, setið í rólegheitunum, heyrt
sögur úr þeirra ungdæmi og af
fyrstu búskaparárunum. Það var
ágætis áminning um hvað við höf-
um það gott í nútímanum að
heyra af bleiuþvotti í eldhúsinu
þegar búið var að svæfa börnin
því engin var þvottavélin og öðru í
þeim dúr sem amma sagði svo
skemmtilega frá. Það var einnig
alltaf gott að eiga ömmu fyrir vin-
konu og geta leitað til hennar með
Vigdís Ester
Eyjólfsdóttir