Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.09.2014, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.09.2014, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.9. 2014 Daninn Anders Fogh Rasmus- sen er hægrimaður sem hefur eindregið mælt gegn allri und- anlátssemi gagnvart Rússum í Úkraínu. Hann þykir rögg- samur en er sagður hafa lofað upp í ermina á sér þegar hann hét Úkraínumönnum aðstoð í deilunum við Rússa. Hann hafi ekki verið búinn að tryggja sér stuðning við þessa stefnu. Aðrir segja að hann hafi aðeins verið að túlka opinberar samþykktir NATO. Ef hann hlustaði eingöngu á við- vörunarraddir yrði hann ekki annað en skrifstofublók. Um næstu mánaðamót tekurvið embætti framkvæmda-stjóra Atlantshafsbanda- lagsins, NATO, maður sem á ung- lingsárunum var einn af síðhærðum þátttakendum í harkalegum mót- mælum við sendiráð Bandaríkjanna í Ósló vegna Víetnamstríðsins. Jens Stoltenberg var einnig um hríð leið- togi samtaka ungra jafnaðarmanna, sem vildu að Norðmenn segðu sig úr NATO. Hann skipti þó um skoð- un og fékk stefnuskránni breytt. Stoltenberg var áður harður and- stæðingur Evrópusambandsins en styður nú inngöngu í sambandið. Rifjað er upp að hann átti fram til 1990 nokkra fundi með sovéskum diplómata, Míkhaíl Bútkov. Norska öryggislögreglan lét hann að lokum vita af því að maðurinn væri út- sendari KGB sem hefði gefið Stol- tenberg dulnefnið „Steklov“. Ljóst var að njósnarinn hafði ætlað að veiða leyndarmál upp úr unga manninum sem um sama leyti varð liðsmaður varnarmálanefndar. Stol- tenberg sleit nú sambandinu. Síðan er mikið vatn runnið til sjávar en einhver tortryggni er enn til staðar. Sohrab Ahmari, er ritar leiðara í Evrópuútgáfu Wall Street Journal, efast um að þetta væri skynsamlegt val. Gaf Ahmari í skyn að Stoltenberg hefði oft sýnt að hugarfar hans og lífsskoðanir gerðu hann „lítt hæfan í þetta starf“. Hann væri enn að einhverju leyti gamli vinstri-róttæklingurinn. Aðrir benda á að það sé ekki framkvæmdastjóri NATO sem móti í reynd stefnuna, það geri fyrst og fremst leiðtogar voldugustu ríkja bandalagsins. En ljóst er að meira mun reyna á bandalagið nú en í marga áratugi vegna deilnanna við Rússa. Stoltenberg er hagfræðingur að mennt, hann er giftur Ingrid Schulerud sem starfar í utanríkis- þjónustunni, þau eiga tvö uppkomin börn og eru að sögn norskra fjöl- miðla vel efnuð. Og Stoltenberg er úr valdamikilli fjölskyldu. Faðirinn var um hríð sendiherra og síðar ráðherra og sonurinn var kjörinn á þing þegar árið 1993, aðeins 34 ára gamall. Hann varð forsætisráðherra árið 2000 og stóð fyrir róttækri einkavæðingu. En hún fór illa í kjósendur og 2001 galt Verka- mannaflokkurinn versta afhroð sitt frá 1924, fékk aðeins 24% atkvæða. En Stoltenberg sigraði 2005 og samsteypustjórn hans hélt meiri- hlutanum til 2013. Forsætisráð- herrann varð heimsþekktur fyrir viðbrögð sín við fjöldamorðum And- ers Behring Breivik 2011, Stolten- berg þótti koma fram af mikilli ábyrgð og jafnframt virðuleika. Þegar byrjað var að ræða hugs- anlegan eftirmann Anders Fogh Rasmussen hjá NATO bar nafn Stoltenbergs fljótt á góma. Staðfest var í mars sl. að hann hefði orðið fyrir valinu. Fullyrt er að Angela Merkel Þýskalandskanslari hafi stutt hann ákaft og fengið leiðtoga Bandaríkjanna og annarra öflugra Vesturvelda til að segja já. Um þetta leyti voru deil- urnar við Rússa um Úkraínu að hefjast fyrir alvöru og mjög skiptar skoðanir um viðbrögð við harð- línustefnu Vladímír Pútins. Átti að gjalda í sömu mynt? Góður samningamaður Evrópuríkin, sem flest börðust við margra ára efnahagslega stöðnun og voru auk þess mjög háð við- skiptum við Rússa, einkum gasinu að austan, voru ekki einhuga. Í Þýskalandi hvöttu margir áhrifa- menn til þess að reynt yrði að fara varlega að Pútín og í skoðanakönn- unum var stór hluti aðspurðra and- vígur viðskiptarefsingum. Margir kenndu jafnvel Bandaríkjamönnum um ástandið, sögðu þá vilja nýtt, kalt stríð. Þótt Stoltenberg hafi í valdatíð sinni eflt mjög norska herinn, stutt hernaðinn í Afganistan og einnig árásirnar á Gaddafi Líbíuforseta, hefur hann ekki yfirbragð „herskáa hauksins“ í alþjóðamálum, öndvert Fogh Rasmussen. Stoltenberg hefur verið sagður mannasættir og afar samningalipur. Sumir stjórnmála- skýrendur hafa velt fyrir sér hvort hin ætíð varkára Merkel hafi í mars einmitt viljað blíðmálli mann til að reyna að finna friðsamlega lausn í Úkraínu. Mann málamiðlana. Stol- tenberg mælti með auknu langtíma- samstarfi NATO við Rússa í ræðu árið 2010, það væri brýnt vegna þess að báðir aðilar ættu við sömu fjendur að etja, þ. á m. hryðju- verkaöfl. Og sama ár samdi hann við Dmítrí Medvedev, nú forsætis- ráðherra Rússa, um yfirráðasvæði á Barentshafi, deilt hafði verið um þau í 40 ár. En Merkel virðist nú hafa misst trúna á að hægt sé að semja við Pútín, hann svíki alla samninga. Og það er skýrt merki um gerbreytta stöðu alþjóðamála að nýlega sagði Stoltenberg að beiting Rússa á her- valdi í Austur-Úkraínu væri alger- lega óviðunandi. „Aðgerðir Rússa eru brot á alþjóðalögum og valda- brölt sem tilheyrir liðnum tíma. Við viljum ekki heim þar sem aðeins sá sterkasti lifir af.“ Engin dúfa lengur? JENS STOLTENBERG TEKUR UM NÆSTU MÁNAÐAMÓT VIÐ STJÓRN HJÁ NATO EN Á YNGRI ÁRUM VAR HANN HARÐ- UR ANDSTÆÐINGUR BANDALAGSINS. FYRIRRENNARINN, ANDERS FOGH RASMUSSEN, VILL SÝNA RÚSSUM HÖRKU EN STOLTENBERG ER OFT MAÐUR MÁLAMIÐLANA. Anders Fogh Rasmussen RÖGGSAMUR DANI Jens Stoltenberg með Angelu Merkel Þýskalandskanslara. Hún er sögð hafa átt mestan þátt í að Norðurlandabúi tekur nú við af öðrum slíkum hjá NATO á örlagastundu sem sumir segja að geti ráðið úrslitum um tilvist bandalagsins. AFP * Enginn getur litið á Jens Stoltenberg sem hauk í öryggis-og varnarmálum. Gunnar Stavrum, ritstjóri Nettavisen í NoregiAlþjóðamálKRISTJÁN JÓNSSON kjon@mbl.is HEIMURINN Ríkisstjórn fið liðsmönnum ka íslamista, al- ð er eir med afi r MEXÍKÓ MEXÍKÓB Mannréttind Internationa a að lögregan beiti í vaxan að þvinga fra j afbrotamanna. Notað kynferðisárásir. Bætt séu bannaðar samkvæ mjátningar sem þvinga ND PARÍS Francois Holland arta hafa komið hon m til vadFrakklan g ýrása á hann í n rri bókrkalevegna ha iginkonu Hollande,fyrrverandi e Valerie Trie .a. að forsetinn, sem er leiðtogi sé illa við fátækt fólk. Barnsmóðsósíalista, sé kaldlyndur Hollande, Segolene Roy ra ára skeið með honum ráðherra or er fáránlegar.k ál AF KABÚ hefur ð við að telja áttaveri jónir atkvæðamill m greidd voru íse rsetakosningunumfo Afganistan í sumar, niðurstöí birtar eftir nokkra daga. Helstu keppin rnir Ashraf Ghani , h á brott íeftirlits memenn s en sá Ekkivartaðifyrrnefndi k ggjasthefur enn t akeppinaut
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.