Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.09.2014, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.09.2014, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.9. 2014 Fjölskyldan * Að læra án þess að hugsa er til-gangslaust. Að hugsa án þess aðlæra er hættulegt. Konfúsíus Orri Huginn Ágústsson leikari er kvæntur Hrafnhildi Ólafsdóttur, sálfræðinema og Zumba-kennara. Þau eiga saman tvær dætur, hálfs árs og fimm og hálfs árs. Þátturinn sem allir geta horft á? Yngstu tveir fjölskyldumeðlimirnir eru hálfs árs og fimm ára, þær hafa hins vegar báðar mjög gaman af tónlist. Til þess að allir geti horft á sama sjónvarpsefnið þá má það gjarnan vera teiknimynd en það er skilyrði að í henni sé sungið. Annað sem gengur vel í mannskapinn er dýralífsmyndir. Maturinn sem er í uppá- haldi hjá öllum? Aftur er erfitt að gera öllum til hæfis á einu bretti með hálfs árs barn við borðið, en vatnsmelóna er samt nokkuð sem við erum öll sólgin í. Ef sú allra yngsta er ekki spurð þá erum við mjög hrifin af sil- ungi. Skemmtilegast að gera saman? Danspartí í stofunni á kvöldin eru algerlega málið. Við hækkum í tón- listinni og dönsum trylltan dans öll saman í dágóða stund. Þetta hefur verið nokkuð fastur liður síðan á HM í fótbolta og HM-lagið hans Samma, „Við erum að koma“, er alltaf spilað fyrst og síðast. Borðið þið morgunmat saman? Kvöldmat já, morgunmat nei. Ekki nóg með það heldur borðum við líka öll sinn morgunverðinn hvert. Sú yngsta vaknar yfirleitt fyrst og borðar sinn morgunmat jafnvel í rúminu. Eldri stelpan þarf svo morgunmat alveg um leið og hún fer fram úr. Þegar þær eru komnar með sinn þá útbúum við hjónin okkar. Ég þarf samt að hita espresso-vélina áður en ég fæ mér morgunmat svo ég er yfirleitt síð- astur. Hvað gerið þið saman heima ykkur til dægrastyttingar? Mest um vert er að vera saman. Þá gildir einu hvort verið er að dansa, lita, spila, lesa eða breyta stofunni í þrautabraut og leika sér. EFTIRLÆTI FJÖLSKYLDUNNAR Danspartí í stofunni Orri Huginn Ágústsson NÁMSKEIÐ FYRIR BÖRN OG FORELDRA Gaman saman ALLIR ÞEKKJA UNGBARNASUND OG MÖMMULEIKFIMI EN ÞAÐ ER LÍKA TIL HREYFING SEM FORELDRAR GETA STUNDAÐ MEÐ ELDRI BÖRNUM OG ÁTT ÁNÆGJULEGA SAMVERU. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Klifurhúsið byrjar í haust með nám- skeið sem ætluð eru börnum og for- eldrum. Annað námskeiðið er fyrir 5-6 ára börn og hitt fyrir 7-8 ára. „Þá er þetta hugsað þannig að það mæti allavega einn aðili með þeim en það mega vera tveir. Þeir læra að klifra saman og að fara í línuklifur. For- eldrarnir læra að tryggja barnið sitt við klifur,“ segir Stefanía Ragnars- dóttir, rekstrarstjóri Klifurhússins. Þarna gefst líka tækifæri til að læra á salinn, klifurleiðirnar og um- gengnisreglur. Klifrið skiptist í grjótglímu, en þá er klifruð leið sem er stutt en erfið, og hins vegar línu- klifur. Þetta er í fyrsta sinn sem nám- skeið af þessu tagi er haldið. „Krakkar sem koma sterkir inn í íþróttina byrja oft með foreldrum sínum,“ segir Stefanía og er hug- myndin ekki síst komin til vegna þess. Hún segir líka tækifæri hafa gefist fyrir svona námskeiðshald nú vegna þess að Klifurhúsið er flutt í Ármúla, í helmingi stærra húsnæði en áður, sem bjóði upp á meiri möguleika. „Þetta er líka tilvalin íþrótt fyrir fjölskyldu að stunda saman. Það er hægt að stunda klifur bæði inni og úti, yfir sumar og vetur, á Íslandi og í útlöndum,“ útskýrir hún. Klifur er líka hægt að stunda sam- an þótt fólk hafi misjafna getu. „Hérna inni eru leiðirnar allar mis- munandi og þá er hægt að vera að klifra saman vegg en á mismunandi erfiðleikastigi.“ Klifur er tilvalin íþrótt fyrir fjölskyldu að stunda saman. Læra að tryggja barnið Ljósmynd/Andri Már Ómarsson Krakkaafró er nýtt námskeið fyrir börn á aldrinum 4-6 ára með foreldri í Sporthúsinu. Sigrún Grendal kennir á námskeiðinu en Baba Bangoura trommar. Fyrsti tíminn er laugar- daginn 13. september. Sigrún hefur kennt afrískan dans í mörg ár, hún hefur um árabil starfrækt Afróskóla Sigrúnar Grendal en þetta er í fyrsta skipti sem hún heldur námskeið sér- staklega fyrir börn. Sigrún hlakkar mjög til þess að fá tækifæri til að kenna börnum og foreldrum saman. Hún hefur þó heimsótt leikskóla við góðar viðtökur og hefur séð hversu vel krakkarnir bregðast við tónlist- inni og dansinum. „Þetta verður mjög spennandi og ég hlakka til. Það er búið að þrýsta á okkur í mörg ár að gera þetta,“ segir Sigrún, sem hefur ekki farið út í þetta fyrr vegna anna en hún vinnur sem talmeinafræðingur á daginn og dans- ar á kvöldin og því ekki mikið um frí- tíma. Hún er ennfremur menntaður leikskólakennari, sem er líka góður bakgrunnur fyrir námskeiðið. Hún vonast til þess að námskeiðið geti orðið gæðastund fyrir barnið og foreldri, jú eða ömmu eða afa. „Markmiðið er að eiga gæðastund saman þar sem allir eru að prófa eitt- hvað framandi. Mér hefur fundist þetta vanta inn í flóruna. Við erum með lifandi trommur og dansinn og tónlistin vinna alveg saman. Börnin læra að hlusta á trommuna og duttl- unga hennar og hvernig hægt er að hreyfa sig á mismunandi hátt eftir hljómfalli hennar,“ segir hún en lögð er áhersla á gleði, frelsi, sköpun og leikræna tjáningu. „Krakkarnir bæði elta mig og eru að spinna sjálf og finna gleðina. Þau fá nánd við frum- dansinn og frumtónlistina. Það eru allir berfættir og þau eiga bara að gleyma sér í því að hlusta á tromm- arann og mig og ekkert að spá í neitt annað. Það geta allir dansað með á sínum forsendum.“ Sigrún Grendal, Baba Bangoura og Ísak Fode Bangoura, fjögurra ára. Allir prófa eitthvað framandi Ljósmynd/Akrar H andboltakappinn og rit- höfundurinn Bjarni Fritzson heldur nýtt sjálfstyrkingarnám- skeið síðar í mánuðinum fyrir 10- 13 ára stráka. Námskeiðið er byggt á bókinni Strákar sem hann skrifaði með Kristínu Tóm- asdóttur. Námskeiðið sem ber nafnið „Öflugir strákar“ fer fram tvo sunnudaga, 14. og 21. sept- ember og eru þemaorð nám- skeiðsins sjálfsmynd, gildi, draumar, markmið og tjáning. Bjarni segir námskeiðinu ætlað ekki síst til að styrkja sjálfs- myndina og hjálpa strákunum að læra á sjálfa sig. Hann og Krist- ín héldu námskeið undir nafninu „Út fyrir kassann“ í sumar en það námskeið var fyrir bæði kyn- in og tókst vel, sem hvatti hann áfram. Kristín hefur staðið fyrir vinsælum sjálfstyrkingarnám- skeiðum fyrir stelpur en nú er komið að strákunum að láta ljós sitt skína. „Tilgangurinn er að hjálpa strákunum að þekkja sjálfa sig og hverjir þeir eru og líka að líta inn á við. Við strákar erum ekkert sérstaklega mikið að því og mætt- SJÁLFSTYRKINGARNÁMSKEIÐ FYRIR STRÁKA Öflugir strákar BJARNI FRITZSON HVETUR STRÁKA TIL AÐ HAFA HÁLEIT MARKMIÐ OG STÓRA DRAUMA. HANN VILL MEÐ NÝJU NÁMSKEIÐI HJÁLPA STRÁKUM AÐ STYRKJA SJÁLFSMYNDINA OG VINNA MEÐ STYRKLEIKA SÍNA. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.