Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.09.2014, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.09.2014, Blaðsíða 47
Ísland fer með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni á þessu ári og óskaði af því tilefni eftir samstarfi við hin Norður- löndin. Staðbundin samstarfsnet verða sett á öllum Norðurlöndunum, þar með talin Álandseyjar, Færeyjar og Grænland. Kennsluverkefnið hefur fylgt Björk um all- an heim en í borgunum þar sem Biophiliu- tónleikar voru haldnir var staldrað við og samstarf haft við vísindamenn og tónlistar- kennara. Oftar en ekki urðu skólar í fátækari borgarhlutum fyrir valinu, þar sem nemendur eiga jafnvel ekki snjallsíma. „Þetta hefur ver- ið mikið ævintýri og öllum hugmyndum var safnað saman í poka sem bætist við hug- myndirnar sem Reykjavíkurborg safnaði saman í samskonar vinnu í þrjú ár. Það er því úr ýmsu að moða og með hjálp norræns styrks, sem við höfum fengið, búum við til Bi- ophiliu 203. Verkefnið mun eflaust ekki heita það en þú skilur hvað ég er að fara. Þarna er ég ekki að tala um dulspekilegt app, heldur námsefni sem hvaða kennari sem er getur farið með inn í skólastofuna.“ Erfitt að hengja lög á vegg Þar með er verkefnið raunar komið í hring. „Upphaflegur tilgangur verkefnisins var að taka tónlistarnámið út úr bókinni og þess vegna er það óneitanlega mótsagnakennt að setja efnið inn í bók. En svona hefur þetta þróast og það hefur verið rosalega gaman að vinna með öllu þessu fólki sem flestallt gefur vinnu sína.“ Það er skammt stórra högga á milli hjá Björk en MoMA, nútímalistasafnið í New York, tilkynnti í sumar að safnið mundi á næsta ári halda sýningu sem tileinkuð er fjölþættri list hennar. Sýningin, sem heitir einfaldlega Björk, er skipulögð af Klaus Bie- senbach, safnstjóra MoMA og deildarstjóra MoMA PS1, og spannar meira en tuttugu ár af djörfum og ævintýralegum verkefnum Bjarkar ásamt sjö stúdíóplötum hennar í fullri lengd, frá Debut (1993) til Biophiliu (2011). Á heimasíðu safnsins kemur fram að varp- að verði ljósi á feril Bjarkar í gegnum tón- listina, kvikmyndir, myndefni, hljóðfæri, hluti, búninga og flutning. Innsetningin mun innihalda frásögn, bæði ævisögulega og skáldaða, sem samin er af Björk og rithöf- undinum Sjón. Samvinna Bjarkar við leik- stjóra, ljósmyndara, fatahönnuði og lista- menn verður hluti af sýningunni. Sérstök mynd verður gerð fyrir sýninguna þar sem leikstjórinn Andrew Huang og Autodesk, leiðandi afl í þrívíddarhönnun, munu hugsa og hanna í samvinnu við Björk. Sýningin mun standa frá 7. mars til 7. júní 2015 og er MoMA eini sýningarstaðurinn. „MoMA hafði fyrst samband við mig fyrir um fjórum árum og óskaði eftir samstarfi um sýningu,“ upplýsir Björk. „Ég var auðvit- að upp með mér en vissi ekki alveg hvernig ég átti að taka þessu. Það er svolítið erfitt að hengja lög upp á vegg.“ Hún brosir. „Ég velti þessu fyrir mér í tvö ár en það var á endanum Anthony vinur minn söngvari sem sannfærði mig um að slá til. Ég yrði að gera þetta í nafni tónlistarinnar og í nafni kvenna. Þá tókst mér að búa til einhvern kyndil.“ Ný plata á næsta ári Hugmyndavinnan er í fullum gangi og Björk segir aðstandendur vera komna niður á nálg- un sem hún vonar að virki. „Sýningin verður í fjórum hlutum og stór partur verður Bio- philiu-tengdur. Hljóðfærin, kennslupró- grammið og fleira. Enn og aftur er ég úti í kanti varðandi baksýnishluta sýningarinnar enda ekki við hæfi að ég sé að fjalla um mig. Best að láta öðrum það eftir. Sá hluti sýningarinnar sem ég læt mig aðallega varða er ný lög sem flutt verða í MoMA og ég er einmitt að vinna í þeim núna. Það kemur pottþétt plata á næsta ári með þessu efni og væntanlega einhverju meira.“ Spurð í hvaða átt hún ætli á þeirri plötu hallar Björk sér aftur í sætinu, hugsi. „Ég veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa því,“ segir hún eftir stutta stund. „Þegar maður er inni í miðju verkefni er hættulegt að lýsa því. Tali maður um eitthvað sem maður er ekki búinn að gera getur maður ekki hætt við það. Eða hvað? Það eina sem ég get sagt á þessum tímapunkti er að þetta verkefni verður öfugt við Biophiliu.“ Ekki í partíum með Jackson Fáeinar mínútur eru eftir af umsömdum við- talstíma og upplagt að nota þær til að spyrja Björk aðeins út í persónulega hagi hennar. Eftir að hún sló í gegn á heimsvísu hefur Björk skipt tíma sínum nokkuð jafnt milli Ís- lands og útlanda. „Það halda sumir að ég sé lítið hérna heima en það er öðru nær. Ég tala að vísu mjög lítið við fjölmiðla meðan ég er hérna heima og þess vegna heldur fólk kannski bara að ég sé úti í heimi í partíum með Michael Jackson. Þá er ég bara í Vest- urbæjarlauginni.“ Hún glottir. Undanfarin sex ár hefur skiptingin verið mjög skýr. Dóttir Bjarkar gengur í skóla í Brooklyn frá janúar til júní og hér heima frá ágúst til jóla. „Það gengur mjög vel og við höldum því örugglega áfram. Ég var mikið heima í sumar sem var mjög gaman. Sumrin eru skemmtilegust á Íslandi. Og jólin. Ann- ars er ég alltaf að læra betur að meta haust- in og þau eru að verða svolítið uppáhalds. Það er eitthvað við haustin!“ * Ég var auðvitað uppmeð mér en vissiekki alveg hvernig ég átti að taka þessu. Það er svo- lítið erfitt að hengja lög upp á vegg. 7.9. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.