Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.09.2014, Blaðsíða 33
Sífellt algengara er að fólk vilji deila með vinum sínum á
samskiptamiðlum hvaða kvikmyndir og sjónvarpsefni
það horfir á. Þá nota margir tækifærið og segja skoðun
sína á efninu.
Notendur Netflix gera þetta í miklum mæli en fyrir-
tækið býður nú notendum sínum upp á þá nýjung að
stýra því betur hverjir úr þeirra vinahópi á Facebook
geta séð hvað horft er á gegnum Netflix. Þannig er ekki
stöðugt streymi af tilkynningum um að þessi hafi horft á
þetta og líkað eða líkað ekki, heldur er hægt að velja sér
sérstaka vini sem notandinn telur að hafi áhuga á að
heyra af áhorfinu.
Með þessu vonast Netflix eftir því að til verði líflegri
umræða um hverja þáttaröð eða kvikmynd, þannig að
þeir sem raunverulega hafa áhuga á efninu taki þátt í
stað þess að áhugalausir séu stöðugt upplýstir um hluti
sem þeir þurfa ekki að vita og vilja ekki vita.
Um 50 milljónir manna hafa aðgang að Netflix en
þjónustan veitir aðgang að fjölda kvikmynda og sjón-
varpsþátta. Notendur greiða mánaðargjald fyrir notk-
unina en ekki er greitt fyrir einstakan þátt eða kvik-
mynd. Langflestir notendur eru í Bandaríkjunum, eða 36
milljónir, en notendur dreifast allt á 40 þjóðlönd. Í hverj-
um mánuði horfa notendur á efni á veitunni í yfir saman-
lagt einn milljarð klukkustunda. Hjá Netflix starfa nú
um 900 manns.
HÆGT AÐ DEILA MEÐ VÖLDUM VINUM
Netflix-veitan fer sístækkandi og notendur geta tengt að-
gang sinn við Facebook.
Morgunblaðið/Kristinn
Nýir
möguleikar
hjá Netflix
7.9. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33
*Ég vakna á hverjum morgni og hugsameð mér, hvernig get ég þrýst fyrirtæk-inu í jákvæða átt á næstu 24 stundum?
Leah Busque, stofnandi og framkvæmdastjóri
markaðsfyrirtækisins TaskRabbit.
Hvíta húsið hefur ráðið konu sem tæknistjóra hússins.
Sú heitir Megan Smith og hefur starfað meðal annars
sem framkvæmdastjóri hjá Google og hefur áratuga
reynslu í tæknigeiranum. Stefna Bandaríkjanna er sú að
fylgja öllum tækninýjungum sem ríða yfir heiminn og
tengja jarðarbúa sífellt betur saman. Obama og hans
föruneyti er því í góðum höndum hjá Smith við að læra á
nýjustu tæknina jafnóðum.
Obama sagði í fréttatilkynningu að Megan hefði á far-
sælum ferli verið leiðandi á sínu sviði, stjórnað hæfi-
leikaríkum hópum og átt frumkvæði að ýmsum krefjandi
og frumlegum hugmyndum, hönnun og uppsetningu á
sviði tækni og nýsköpunar. Hann segist sannfærður um
að í nýju starfi sem tæknistjóri Bandaríkjanna muni
Smith nýta forystuhæfileika sína og framúrskarandi hæfni
til að starfa í þágu bandarísku þjóðarinnar.
MEGAN SMITH VERÐUR YFIR ÖLLU TÆKNISVIÐI HVÍTA HÚSSINS
Nýr tækni-
stjóri Hvíta
hússins
Ánægja ríkir hjá Obama og hans fólki í Hvíta húsinu með
ráðningu Megan Smith sem tæknistjóra Bandaríkjanna.
Breska dagblaðið Telegraph
greindi frá því í vikunni að í
Bretlandi væri þriðji hver Breti
farinn að huga að snjallsímanum
sínum um leið og hann vaknaði –
og áður en hann færi fram á bað-
herbergi.
Flestir eru að athuga hvort
einhver hafi sent þeim skilaboð,
sms eða á samfélagsmiðlum, um
nóttina. Flestir skoða fyrst sms-
in, þá tölvupóstinn og
facebook-skilaboðin. Það var
Deloitte í samstarfi við UK
mobiles sem lét gera rannsókn-
ina.
Þá leiddi rannsóknin einnig í
ljós að einn af hverjum sex snjall-
símanotendum kíkir á símann
sinn meira en fimmtíu sinnum á
sólarhring. Fólk á aldrinum 18-24
ára er áköfustu notendurnir.
Samkvæmt frétt Telegraph eru
æ fleiri snjallsímanotendur farnir
að gera sér grein fyrir notkun
sinni og hafa jafnvel lagt símann
tímabundið alveg á hilluna og far-
ið í „afvötnun“. Í Bretlandi er
jafnvel hægt að fara í stafrænar
afvötnunarbúðir þar sem fólk æf-
ir sig í því að vera ekki í síman-
um og fráhvarfseinkenni eru víst
jafn algeng og í áfengismeðferð.
Rannsókn, einnig á vegum
Deloitte, sem framkvæmd var
fyrir nokkru leiddi í ljós að snjall-
símaeigendur hlaða þó æ færri
smáforritum niður.
BRESK RANNSÓKN
Snjallsímafíklar
Snjallsímar geta verið mjög ávanabind-
andi og erfitt að minnka notkun þeirra.
AFP
11" verð frá 159.990.-
13" verð frá 179.990.-
Libratone LOOP
Nýjasti hátalarinn frá Libratone. Glæsileg hönnun, tær
og hreinn hljómur. AirPlay og PlayDirect tækni til að
spila þráðlaust, jafnvel án WiFi nets.
Verð94.990.-
Master Tracks
Sol Republic Master Tracks eru vönduð og stílhrein heyrnartól.
Þú færð þægindi, hljómgæði, og vandaða tækni.
Verð 24.990.-
Verð áður 32.990.-
Lækkað verð