Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.09.2014, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.09.2014, Blaðsíða 51
7.9. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 Máttur skap- andi hugsunar Sköpunarkjarkur er bók um það hvernig hægt er að leysa úr læðingi, rækta og efla sköp- unarmáttinn sem vonandi býr í okkur öllum. Höfundar bókar- innar eru bræðurnir David Kel- ley, stofnandi IDEO, eins fremsta nýsköpunar- og hönn- unarfyrirtækis heims, og Tom Kelley, höfundur metsölubók- arinnar The Art of Innovation. Í bókinni miðla þeir af reynslu sinni og nota dæmisögur til að sýna hvernig hægt er að sækja í ótæmandi brunn skapandi hugsunar og ímyndunarafls þegar tekist er á við ýmiss kon- ar hindranir. Þeir eru sann- færðir um að því meir sem við notum skapandi hugsun því sterkari verði hún. Kvikmynd sem gerð er eftir skáldsögu vekur óhjákvæmilega athygli á viðkomandi bók. Nafni breska sakamálahöfund- arins Kyril Bonfiglioli bregður nú víða fyrir eft- ir að tilkynnt var að stór- stjörnurnar Johnny Depp, Gwyneth Palt- row og Ewan McGre- gor myndu leika í mynd sem gerð er eftir bókum hans um listaverkasalann Mortdecai. Fæstir þekkja sennilega til Bon- figlioli sem á sér þó stað- fasta aðdáendur, þar á meðal er snillingurinn Stephen Fry. Bonfiglioli, sem var lit- ríkur persónuleiki, lést árið 1985, 56 ára gamall og hafði átt átakamikla ævi. Fyrsta skáldsaga hans var Don’t Point that Thing at Me og fjórar skáldsögur fylgdu í kjölfarið. Don’t Point that Thing at Me segir frá átökum um stolna Goya-mynd og aðalpersónan er lista- verkasalinn Mortdecai sem Bonfiglioli skrifaði þrjár bækur um. Bækur hans um Mortdecai eru sagðar vera sambland af P.G. Wodehouse, Raymond Chandler og Ian Fleming – semsagt ómótstæðileg lesning. Myndin sem Depp leikur í byggist á þessum þremur bók- um og leikarinn fer þar með hlutverk lista- verkasalans Mortdecai. Bækur Bonfiglioli vekja athygli á ný eftir að ákveðið var að gera kvikmynd eftir þeim. JOHNNY DEPP LEIKUR MORTDECAI Rithöfundurinn Ágúst Borgþór Sverrisson heldur í næsta mánuði námskeið í smásagnaskrifum hjá Endur- menntun Háskóla Íslands. Þessi nám- skeið, sem Ágúst Borgþór hefur haldið síðustu ár, hafa notið mikilla vinælda. Á námskeiðinu eru lesnar framúrskarandi smásögur eftir hina ýmsu höfunda með það fyrir augum að greina hvernig þær eru settar saman, kennd eru ýmis tæknibrögð sem góðir smásagnahöf- undar nota og nemendur spreyta sig á því að skrifa sínar eigin smásögur. Margir af fyrrverandi nemendum Ágústs Borgþórs í smásagnaskrifum hafa fengið birtar smásögur í tímaritum (til dæmis Tímariti Máls og menningar), aðrir hafa fengið inngöngu í meistaranám í ritlist í Háskóla Íslands og nokkrir nemendur hafa gefið út bækur eftir að þeir sóttu námskeiðið. Yngstu nemendur á þessum námskeiðum til þessa hafa verið á framhaldsskólaaldri og þeir elstu á sjötugsaldri. Ágúst Borgþór hefur sent frá sér fimm smásagnasöfn, eina skáldsögu og eina nóvellu. Þrjár smásögur eftir hann hafa birst í þýskum safnritum með verkum íslenskra höfunda og eitt smá- sagnasafn hans, Tvisvar á ævinni, kom út hjá forlaginu Comma Press í Manchester árið 2011 og hefur fengið góða dóma á Englandi. VILTU LÆRA AÐ SKRIFA SMÁSÖGU? Ágúst Borgþór heldur námskeið þar sem kennd eru ýmis tæknibrögð sem góðir smásagnahöfundar nota. Grímur Thomsen – þjóðerni, skáldskapur, þversagnir og vald er bók eftir Kristján Jóhann Jónsson dr. phil. Þar fjallar hann um ljóðagerð Gríms, fræði- störf, menningarleg og pólitísk viðhorf og einnig um tröllasög- ur af honum. Á bókarkápu seg- ir að Grímur hafi sameinað tryggð við íslenska menningu og skilning á erlendum bók- menntum og þjóðlífi. „Þessi tveggja heima sýn gaf skáldskap hans dýpt og tilfinningu.“ Tveggja heima sýn Gríms Thomsen Thomsen, ljóð- sköpunarkjark- ur og barnabók NÝJAR BÆKUR LJÓÐAUNNENDUR FAGNA ÞVÍ AÐ BÓK UM GRÍM THOMSEN OG SKÁLDSKAP HANS ER KOM- IN ÚT EN HÖFUNDUR HENNAR ER KRISTJÁN JÓ- HANN JÓNSSON. SKÖPUNARKJARKUR ER BÓK UM ÞAÐ HVERNIG HÆGT ER AÐ EFLA SKÖP- UNARMÁTTINN NÝ BARNABÓK LÍTUR DAGSINS LJÓS OG EINNIG ÓVENJULEG LJÓÐABÓK. Ólafur Páll Jónsson er höfundur barnabókarinnar Fjársjóðsleit í Granada. Þetta er fyrsta barna- og unglingabókin sem höfundur skrifar en hann hefur áður gefið úr þrjár bækur á sviði heimspeki. Bókin seg- ir frá Höllu sem er ellefu ára og flyt- ur með foreldrum sínum til Spánar þar sem hún þekkir ekki umhverfið. Þegar fjársjóð máranna ber á góma hefst leit að horfnum heimi. Leit að horfnum heimi Fyrsta ljóðabók Birkis Blæs Ingólfssonar, Vísur, er sannarlega öðruvísi ljóðabók. Hún kemur út hjá forlaginu Meðgönguljóðum í samstarfi við Vísi.is.Bókin er í raun ekki bók heldur vafraviðbót sem skiptir út kommentakerfi Vísis fyrir ljóð eftir Birki. Hægt er að nálgast bókina sem viðbót í Chrome-vafrann. Ljóðabók af þessu tagi er líklega hin fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Bókin birtist fyrir neðan fréttir í Lífinu á Vísi, ljóð fyrir ljóð. Þegar lesandi er kominn út að enda bókarinnar hverfur hún úr vafranum og hefðbundið kommentakerfi birt- ist aftur. Öðruvísi ljóðabók * Til að njóta frelsisins verðum við aðhafa stjórn á okkur sjálfum. Virginia Woolf BÓKSALA 27. ÁG. - 02. SEPT. Allar bækur Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 SköpunarkjarkurTom & David Kelley 2 Iceland Small World - lítilSigurgeir Sigurjónsson 3 Lífið að leysaAlice Munro 4 AfdalabarnGuðrún frá Lundi 5 Amma biður að heilsaFredrik Backman 6 Skúli skelfir og draugarnirFrancesca Simon 7 Fangi himinsinsCarlos Ruiz Zafon 8 Síðasti hlekkurinnFredrik T. Olsson 9 NicelandKristján Ingi Einarsson 10 Iceland Small World - stórSigurgeir Sigurjónsson Kiljur 1 Lífið að leysaAlice Munro 2 AfdalabarnGuðrún frá Lundi 3 Amma biður að heilsaFredrik Backman 4 Síðasti hlekkurinnFredrik T. Olsson 5 Fangi himinsinsCarlos Ruiz Zafon 6 Í leyfisleysiLena Anderson 7 Maður sem heitir OveFredrik Backman 8 ÚlfshjartaStefán Máni 9 MánasteinnSjón 10 Stúlkan frá Púertó RíkóEsmeralda Satiago MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Allt bíður síns tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.