Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.09.2014, Blaðsíða 51
7.9. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51
Máttur skap-
andi hugsunar
Sköpunarkjarkur er bók um
það hvernig hægt er að leysa úr
læðingi, rækta og efla sköp-
unarmáttinn sem vonandi býr í
okkur öllum. Höfundar bókar-
innar eru bræðurnir David Kel-
ley, stofnandi IDEO, eins
fremsta nýsköpunar- og hönn-
unarfyrirtækis heims, og Tom
Kelley, höfundur metsölubók-
arinnar The Art of Innovation.
Í bókinni miðla þeir af reynslu
sinni og nota dæmisögur til að
sýna hvernig hægt er að sækja í
ótæmandi brunn skapandi
hugsunar og ímyndunarafls
þegar tekist er á við ýmiss kon-
ar hindranir. Þeir eru sann-
færðir um að því meir sem við
notum skapandi hugsun því
sterkari verði hún.
Kvikmynd sem gerð er
eftir skáldsögu vekur
óhjákvæmilega athygli á
viðkomandi bók. Nafni
breska sakamálahöfund-
arins Kyril Bonfiglioli
bregður nú víða fyrir eft-
ir að tilkynnt var að stór-
stjörnurnar Johnny
Depp, Gwyneth Palt-
row og Ewan McGre-
gor myndu leika í mynd
sem gerð er eftir bókum
hans um listaverkasalann
Mortdecai. Fæstir
þekkja sennilega til Bon-
figlioli sem á sér þó stað-
fasta aðdáendur, þar á
meðal er snillingurinn
Stephen Fry.
Bonfiglioli, sem var lit-
ríkur persónuleiki, lést
árið 1985, 56 ára gamall
og hafði átt átakamikla
ævi. Fyrsta skáldsaga
hans var Don’t Point
that Thing at Me og
fjórar skáldsögur
fylgdu í kjölfarið. Don’t
Point that Thing at Me
segir frá átökum um
stolna Goya-mynd og
aðalpersónan er lista-
verkasalinn Mortdecai
sem Bonfiglioli skrifaði
þrjár bækur um. Bækur
hans um Mortdecai eru
sagðar vera sambland
af P.G. Wodehouse,
Raymond Chandler
og Ian Fleming –
semsagt ómótstæðileg
lesning. Myndin sem
Depp leikur í byggist á
þessum þremur bók-
um og leikarinn fer þar
með hlutverk lista-
verkasalans Mortdecai.
Bækur Bonfiglioli vekja athygli á ný eftir að
ákveðið var að gera kvikmynd eftir þeim.
JOHNNY DEPP LEIKUR MORTDECAI
Rithöfundurinn Ágúst Borgþór
Sverrisson heldur í næsta mánuði
námskeið í smásagnaskrifum hjá Endur-
menntun Háskóla Íslands. Þessi nám-
skeið, sem Ágúst Borgþór hefur haldið
síðustu ár, hafa notið mikilla vinælda. Á
námskeiðinu eru lesnar framúrskarandi
smásögur eftir hina ýmsu höfunda með
það fyrir augum að greina hvernig þær
eru settar saman, kennd eru ýmis
tæknibrögð sem góðir smásagnahöf-
undar nota og nemendur spreyta sig á
því að skrifa sínar eigin smásögur.
Margir af fyrrverandi nemendum
Ágústs Borgþórs í smásagnaskrifum
hafa fengið birtar smásögur í tímaritum
(til dæmis Tímariti Máls og menningar),
aðrir hafa fengið inngöngu í meistaranám í ritlist í Háskóla Íslands og nokkrir nemendur hafa
gefið út bækur eftir að þeir sóttu námskeiðið. Yngstu nemendur á þessum námskeiðum til
þessa hafa verið á framhaldsskólaaldri og þeir elstu á sjötugsaldri.
Ágúst Borgþór hefur sent frá sér fimm smásagnasöfn, eina skáldsögu og eina nóvellu. Þrjár
smásögur eftir hann hafa birst í þýskum safnritum með verkum íslenskra höfunda og eitt smá-
sagnasafn hans, Tvisvar á ævinni, kom út hjá forlaginu Comma Press í Manchester árið
2011 og hefur fengið góða dóma á Englandi.
VILTU LÆRA AÐ SKRIFA SMÁSÖGU?
Ágúst Borgþór heldur námskeið þar sem kennd eru
ýmis tæknibrögð sem góðir smásagnahöfundar nota.
Grímur Thomsen – þjóðerni,
skáldskapur, þversagnir og vald
er bók eftir Kristján Jóhann
Jónsson dr. phil. Þar fjallar hann
um ljóðagerð Gríms, fræði-
störf, menningarleg og pólitísk
viðhorf og einnig um tröllasög-
ur af honum. Á bókarkápu seg-
ir að Grímur hafi sameinað
tryggð við íslenska menningu
og skilning á erlendum bók-
menntum og þjóðlífi. „Þessi
tveggja heima sýn gaf skáldskap
hans dýpt og tilfinningu.“
Tveggja heima
sýn Gríms
Thomsen
Thomsen, ljóð-
sköpunarkjark-
ur og barnabók
NÝJAR BÆKUR
LJÓÐAUNNENDUR FAGNA ÞVÍ AÐ BÓK UM
GRÍM THOMSEN OG SKÁLDSKAP HANS ER KOM-
IN ÚT EN HÖFUNDUR HENNAR ER KRISTJÁN JÓ-
HANN JÓNSSON. SKÖPUNARKJARKUR ER BÓK
UM ÞAÐ HVERNIG HÆGT ER AÐ EFLA SKÖP-
UNARMÁTTINN NÝ BARNABÓK LÍTUR DAGSINS
LJÓS OG EINNIG ÓVENJULEG LJÓÐABÓK.
Ólafur Páll Jónsson er höfundur
barnabókarinnar Fjársjóðsleit í
Granada. Þetta er fyrsta barna- og
unglingabókin sem höfundur skrifar
en hann hefur áður gefið úr þrjár
bækur á sviði heimspeki. Bókin seg-
ir frá Höllu sem er ellefu ára og flyt-
ur með foreldrum sínum til Spánar
þar sem hún þekkir ekki umhverfið.
Þegar fjársjóð máranna ber á góma
hefst leit að horfnum heimi.
Leit að horfnum
heimi
Fyrsta ljóðabók Birkis Blæs Ingólfssonar, Vísur, er sannarlega
öðruvísi ljóðabók. Hún kemur út hjá forlaginu Meðgönguljóðum
í samstarfi við Vísi.is.Bókin er í raun ekki bók heldur vafraviðbót
sem skiptir út kommentakerfi Vísis fyrir ljóð eftir Birki.
Hægt er að nálgast bókina sem viðbót í Chrome-vafrann.
Ljóðabók af þessu tagi er líklega hin fyrsta sinnar tegundar í
heiminum. Bókin birtist fyrir neðan fréttir í Lífinu á Vísi, ljóð
fyrir ljóð. Þegar lesandi er kominn út að enda bókarinnar
hverfur hún úr vafranum og hefðbundið kommentakerfi birt-
ist aftur.
Öðruvísi ljóðabók
* Til að njóta frelsisins verðum við aðhafa stjórn á okkur sjálfum. Virginia Woolf BÓKSALA 27. ÁG. - 02. SEPT.
Allar bækur
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1 SköpunarkjarkurTom & David Kelley
2 Iceland Small World - lítilSigurgeir Sigurjónsson
3 Lífið að leysaAlice Munro
4 AfdalabarnGuðrún frá Lundi
5 Amma biður að heilsaFredrik Backman
6 Skúli skelfir og draugarnirFrancesca Simon
7 Fangi himinsinsCarlos Ruiz Zafon
8 Síðasti hlekkurinnFredrik T. Olsson
9 NicelandKristján Ingi Einarsson
10 Iceland Small World - stórSigurgeir Sigurjónsson
Kiljur
1 Lífið að leysaAlice Munro
2 AfdalabarnGuðrún frá Lundi
3 Amma biður að heilsaFredrik Backman
4 Síðasti hlekkurinnFredrik T. Olsson
5 Fangi himinsinsCarlos Ruiz Zafon
6 Í leyfisleysiLena Anderson
7 Maður sem heitir OveFredrik Backman
8 ÚlfshjartaStefán Máni
9 MánasteinnSjón
10 Stúlkan frá Púertó RíkóEsmeralda Satiago
MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR
Allt bíður síns tíma.