Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.09.2014, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.09.2014, Blaðsíða 12
S ilja Aðalsteinsdóttir bókmennta- fræðingur hefur í áratugi verið áberandi í menningarlífi lands- manna. Hún hefur meðal annars starfað sem blaðamaður og gagn- rýnandi, verið ritstjóri Tímarits Máls og menningar og menningarritstjóri DV. Síðast starfaði hún sem ritstjóri á Forlaginu en lét nýlega af því starfi vegna aldurs. Hún situr þó ekki auðum höndum því hún tekur að sér ýmis verk fyrir Forlagið og í sumar kom út smásagnasafn eftir Nóbelsverðlaunahafann Alice Munro, Lífið að leysa, í þýðingu hennar. Sagt hefur verið að erfitt sé fyrir konur sem komnar eru yfir fimmtugt að fá störf en það á sannarlega ekki við um Silju. „Nei, og ekki við fólk yfirleitt í þessum geira, Kolbrún mín, fólk sem hefur lesið mikið og komið sér upp bæði þekkingu og skoðunum. Slíkt fólk verður bara dýrmætara eftir því sem það eld- ist,“ segir Silja. „Þegar maður er búinn að sanna sig verður maður ekki atvinnulaus í þessari atvinnugrein.“ Þú varst að þýða smásagnasafn eftir Alice Munro, var það gaman eða erfitt? „Það var mjög gaman að glíma við Alice Munro, hún virkar svo auðveld en er það ekki. Munro kom mér oft á óvart með því að segja eitthvað annað í sögunum en ég hafði kannski haldið við fyrsta lestur. Hún er svo fínn höfundur, gefur manni svo mikið og meira eftir því sem maður fer dýpra ofan í sögurnar hennar.“ Störf þín hafa að stórum hluta snúist um bækur. Fékkstu strax áhuga á bókum sem barn? „Ég man ekki eftir þeim tíma þegar ég hafði ekki áhuga á sögum. Mér voru sagðar sögur í bernsku, aðallega ævintýri, en líka lét ég foreldra mína rifja upp allskonar hremm- inga- og ævintýrasögur úr sinni bernsku. Það var mikið lesið fyrir mig og svo varð ég snemma læs. Ég gæti rifjað upp margar uppáhaldsbækur mínar frá því þegar ég var lítil stelpa en mér finnst samt að Ævintýra- bækurnar hennar Enid Blyton hafi skipt ansi miklu máli. Ég áttaði mig síður en svo á ras- isma og sexisma í þeim bókum. Fyrir mér voru krakkarnir fjórir alveg jafnvígir, þeir tóku allir þátt í ævintýrunum og þótt stelp- urnar væru svolítið varkárari en strákarnir þá þurfti náttúrlega einhver að vera varkár. Mér fannst þessar bækur óskaplega skemmtilegar og ég varð svolítið miður mín þegar farið var að tala verulega illa um þær á tímum rétttrúnaðar og rétthugsunar í barnabókmenntum. En nú er alls konar fólk farið að játa að hafa haft gaman af þessum bókum. Það var ekkert óskaplega mikið til af bók- um á heimili mínu en það voru góðar bækur. Pabbi var verkamaður og hélt sérstaklega mikið upp á tvo höfunda sem hann hélt að mér, talaði um og vitnaði í svo til stöðugt, það voru Þórbergur og Halldór. Ég var ekki nema tólf ára þegar ég las Bréf til Láru og kannski þrettán ára þegar ég las Sölku Völku.“ Gæfan hefur fylgt mér SILJA AÐALSTEINSDÓTTIR ÞÝDDI NÝLEGA SMÁSAGNA- SAFN EFTIR ALICE MUNRO OG VINNUR AÐ ANNARRI SPENNANDI ÞÝÐINGU. Í VIÐTALI RÆÐIR HÚN MEÐAL ANNARS UM UPPVÖXTINN EN HÚN Á TVENNA FOR- ELDRA, OG UM FERILINN, SEM HEFUR VERIÐ AFAR FAR- SÆLL. ÁST Á BÓKUM KEMUR SVO VITANLEGA VIÐ SÖGU. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.9. 2014 Svipmynd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.