Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.09.2014, Blaðsíða 49
7.9. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49
Unnendur Ljótu hálfvit-
anna á Norðurlandi hafa ef-
laust þegar tryggt sér miða á
söngskemmtun þeirra á
Græna hattinum á Akureyri á laugar-
dagskvöld en nokkrir munu óseldir.
Hálfvitarnir hefja leik klukkan 22.
2
Spennandi leikhúsvetur ef
hafinn í Tjarnarbíói með af-
ar fjölbreytilegu verkefna-
vali. Nú um helgina má sjá
þar á laugardagskvöld sýninguna
Kameljón, með Álfrúnu Helgu Örn-
ólfsdóttur, en á laugardag Trúðleik,
sprellfjörugan og hjartnæman gaman-
leik fyrir alla í fjölskyldunni.
4
Ný íslensk kvikmynd, París
norðursins, var frumsýnd
fyrir helgi. Full ástæða er til
að hvetja lesendur til að
flykkjast í kvikmyndahús og sjá áhuga-
verða sögu leikstjórans Hafsteins
Gunnars Sigurðssonar.
5
Ljósanótt, hin árlega gleði-
og menningarhátíð Suður-
nesjamanna, stendur nú yfir í
Reykjanesbæ. Utanbæjar-
menn ættu að leggja leið sína suður
með sjó og slást í för með heima-
mönnum og njóta myndlistarsýninga,
tónleika og veitinga við Hafnargöt-
una, svo ekki sé minnst á flugeldasýn-
inguna á laugardagskvöld.
3
„Mót / Print – af einum stað á
annan“ nefnist áhugaverð sýn-
ing Karlottu Blöndal í Týs-
galleríi, Týsgötu 3. Verkin foru
unnin úti í náttúrunni fyrr á þessu ári
á samsýningu á Tálknafirði. Þau birt-
ast nú í nýju samhengi.
MÆLT MEÐ
1
Ég vona að gestir á sýningunni fái til-finningu fyrir einangrun,“ segir JónaHlíf Halldórsdóttir um sýninguna
„Einangrun/Isolation“ sem hún opnaði í
Kunstschlager við Rauðarárstíg 1 í dag,
laugardag kl. 17.
Jóna Hlíf hefur verið virk í sýningarhaldi
á undanförnum árum. Hún hefur bæði að-
stoðað við sýningar í tengslum við högg-
myndagarðinn og starf Myndhöggvarafélags-
ins, auk þess sem hún hefur sjálf sýnt verk á
samsýningum og einkasýningum. Þetta er
fyrsta einkasýning hennar frá árinu 2012 en
Jóna Hlíf er einnig nýkjörinn formaður SÍM,
Sambands íslenskra myndlistarmanna.
Hún segist á þessari sýningu vera að
vinna áfram með fyrirbæri sem hún hefur
tekist á við á fyrri sýningum, svo sem sterka
liti, textaverk, prent og skurð. „Þetta er að
mörgu leyti eðlilegt framhald af síðustu
einkasýningu sem ég hélt í Galleríi Þoku,
þar sem ég blandaði saman litum, texta, for-
síðum eða öðru efni úr bókum og tímaritum,
pappakössum og öðru tilfallandi. Burðurinn á
sýningunni eru glæný verk og nýjar tilraunir
sem mér finnst spennandi,“ segir hún.
Hvaða verk eru þetta?
„Í Kristnesi í Eyjafirði fann ég stafla af
kössum með bókum í og það kom í ljós að
þeir eru af bókasafni berklaspítalans sem
þar var starfræktur,“ segir hún. „Mér þótti
það áhugavert og var byrjuð að hugsa um
þessa sýningu hér. Ég hef mikið unnið með
bækur og texta, í samvinnu við Hjálmar
Stefán Brynjólfsson, manninn minn, og við
fengum lánaðar bækur úr þessu safni sem
okkur þóttu sérstaklega áhugaverðar. Í því
samhengi fór ég að hugsa um hvað það
þýddi að vera einangraður, annars vegar bú-
andi á þessari eyju í dag, með alla þessa
tölvutækni sem getur tengt okkur við um-
heiminn, og hinsvegar hvernig það hafi verið
að vera berklasjúklingur á þessum tíma þeg-
ar fólk mátti ekki fara úr húsi og aðeins eitt
bókasafn í boði. Upplýsingar voru takmark-
aðar. Ég var að vinna með þetta; einangrun
þá og nú, en svo er þetta líka tilraunaverk-
efni þar sem ég er að vinna með tilfinn-
ingar.“
Hvernig gengur Jónu Hlíf að samræma
það að starfa sem myndlistarmaður og vera
formaður hagsmunasamtaka myndlistar-
manna?
„Mér finnst mikilvægt að formaður SÍM
sé starfandi listamaður. Þá hefur maður
puttana á púlsinsum, því sem er í gangi,
sköpunin er hluti af vinnuferlinu. Enda er
formannsstarfið ekki hundrað prósent vinna.
Ég er með margar sýningar í farvatninu og
læt það ekki hafa áhrif á störf mín fyrir
SÍM.“
BÆKUR AF BERKLASPÍTALA URÐU KVEIKJA AÐ MYNDLISTARVERKUM
Verk um einangrun þá og nú
JÓNA HLÍF HALLDÓRSDÓTTIR
OPNAR SÝNINGUNA „EINANGRUN/
ISOLATION“ Í KUNSTSCHLAGER.
Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
„Mér finnst mikilvægt að formaður SÍM sé
starfandi listamaður,“ segir Jóna Hlíf.
ákveðin þjóðfélagsrýni, vísað í það sem var
að gerast á Íslandi. Það var ákveðið að þetta
yrði konseptplata svipað og Sumar á Sýr-
landi, en það er alvarlegri og dekkri tónn á
þessari plötu. Hin var hrein gleðiplata.“
– Þú birtist á myndum í líki fjallkonunnar?
Tómas hlær. „Það var tilviljun, held ég.
Það var reynt að búa til karaktera úr okkur
öllum en þetta átti ágætlega við því ég söng
lagið „Herra Reykjavík“ á plötunni. Menn
eru að velta sér upp úr því í dag að þetta
hafi verið fyrsta íslenska „gay lagið“! Við
það var gert myndband sem Sjónvarpið lét
því miður stroka út, en þar er ég í fjallkonu-
búningnum að gæla við Valgeir Guðjónsson
sem situr á sundskýlu í hárþurrku.“
Tómas er ófáanlegur til að greina frá því
sem fram fer í Eldborg í kvöld en segir að
ýmislegt muni birtast sem komi fólki á óvart.
Hann syngur þó ekki „Herra Reykjavík“ að
þessu sinni, heldur Ragnhildur.
„Á þessum tíma söng ég lagið með upp-
diktaðri kvenmannsrödd. Við gerðum nokkuð
af því, við Jakob, að herma eftir Ingibjörgu
Þorbergs. Hann fékk að syngja lagið „Þó ég
dóli / í frönsku hjóli“ en mér var úthlutað
„Herra Reykjavík“.“
– Eftir tvenna tónleika í Eldborg í kvöld
teljið þið í ball í Silfurbergi. Er það nauðsyn-
legt eftir tónleika, að halda Stuðmannaball?
„Við eigum svo langan lagalista að við ætl-
um að taka tvö góð sett í lokin, allt öðruvísi
prógramm í sama anda og við höfum verið
að spila gegnum árin á dansleikjum.“
– Getið þið alltaf komið saman eftir langt
hlé, talið í og byrjað að spila?
„Já já. Þetta er rútíneraður hópur.“
– Og ódrepandi?
„Vonandi. Ég held við séum ekkert að fara
að hrökkva upp af. Dagurinn tekur á en við
förum léttilega með þetta. Það er góður andi
í hópnum, mikið hlegið – og spilað.“
Stuðmenn í gervi lykilpersóna sem koma fyrir á plötunni Tívolí, á ljósmynd sem tekin var um svipað leyti og platan kom út árið 1976.
Ljósmynd/Stefán Halldórsson