Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.09.2014, Blaðsíða 16
Gunnar Hámundarson á
Hlíðarenda fékk góðar mót-
tökur hjá Haraldi konungi
Gormssyni þegar hann sigldi
úr Austurvegi með fé mikið á
tíu skipum og fór til Heiðar-
bæjar, eins og sagt er frá í
Brennu-Njáls sögu.
Konungur tók við honum
vel og setti hann hið næsta sér.
Þar var Gunnar hálfan mánuð.
Konungur hafði það að gamni
að hann lét Gunnar reyna ým-
issar íþróttir við menn sína og
höfðu þeir ekki roð við hon-
um. Konungur mælti til Gunn-
ars: „Svo virðist mér sem
óvíða muni þinn jafningi fást.“
Konungur bauð að fá Gunn-
ari kvonfang og ríki mikið ef
hann vildi þar staðfestast en
Gunnar sagðist vilja fara fyrst
til Íslands að finna vini sína og
frændur.
„Þá munt þú aldrei aftur
koma til vor,“ segir konungur.
„Auðna mun því ráða,
herra,“ segir Gunnar.
FORNKAPPI Á FERÐ
Óvíða mun
þinn jafn-
ingi fást
H
eiðarbær var stærsti
bær Danmerkur á vík-
ingaöld og einn mesti
verslunarstaður víkinga.
Hann var við suðurlandamæri ríkis-
ins, skammt frá Danavirki sem
varði suðurlandamæri Danakonunga
á miðöldum. Svæðið er nú í nyrsta
hluta Þýskalands. Staðsetningin var
ekki tilviljun. Við Heiðarbæ mætast
tvær miklar verslunarleiðir sem
drógu að fólk og vörur úr fjórum
heimshornum. Heiðarbær er innst í
firðinum Slé sem liggur úr innhafi
Eystrasalts. Þaðan eru aðeins 15
km yfir skagann, til Norðursjávar.
Hægt var að verja verslunarleið-
irnar frá virkjum, meðal annars
Danavirki, og borginni sjálfri.
Sagnir hafa alltaf verið til um
þessa miklu verslunarborg víkinga
sem talið er að hafi verið á þessum
stað frá því um 800 og fram á miðja
elleftu öld en þá var hún brennd
tvisvar og fólkið flutti sig og at-
hafnasemi sína yfir fjörðinn til borg-
arinnar sem nú er kölluð Slésvík.
Þegar fornleifafræðingar fundu
loks bæjarstæðið og hófu síðan
rannsóknir um 1900 kom í ljós að
staðurinn er einstakur til fornleifa-
rannsókna vegna þess að ekki hefur
verið byggð þar frá því Norðmenn
og Slavar lögðu borgina í rúst á ell-
eftu öld.
Múgur og margmenni
Síðustu árin hefur verið lögð meiri
áhersla á rannsóknir í Heiðarbæ
enda er þetta talinn einn mikilvæg-
asti staður til rannsókna á sögu
miðalda, ekki aðeins byggðanna við
Norðursjó og Eystrasalt heldur
einnig Skandinavíu og meginlands-
ins alls. Ný tækni er notuð og eldri
rannsóknarniðurstöður settar upp á
nýjan hátt og endurmetnar.
Margt áhugavert hefur komið í
ljós. Aðalgatan hefur legið meðfram
ströndinni og vinnustofur beggja
vegna. Síðan voru götur þvert á
hana, frá höfninni og upp í hverfin.
Heiðarbær hefur ekki aðeins verið
verslunarstaður, markaður og hafn-
arborg heldur var þar einnig mikil
framleiðsla á vörum. Því var hann
afar mikilvægur fyrir Danakonunga.
Þeir sem þar stjórnuðu létu slá sína
eigin mynt, svo eitthvað sé nefnt.
Lífið í verslunarborginni hefur
ekki verið dans á rósum. Fólk bjó
þétt, allt að tvö þúsund manns á
þessum litla bletti, og sjúkdómar
geisuðu, svo það dó ungt. Til er lit-
skrúðug frásögn af sérkennilegum
háttum íbúanna frá verslunarmanni
sem þangað kom áður en borgin
leið undir lok en fornleifafræðingar
efast um frásagnir um að borgin
hafi látið svo mjög undan síga áður
en hún var hreinlega jöfnuð við
jörðu í hernaði.
Þá telja fræðimenn hafið yfir all-
an vafa að Heiðarbær hafi gegnt
lykilhlutverki þegar Norður-
landabúar tóku kristni og jafnvel
fyrir stærra svæði. Þar var settur
upp biskupsstóll fyrir árið 950.
Safn byggt upp
Ferðamenn geta endurlifað víkinga-
tímann með heimsókn til Heiðar-
bæjar. Þar hafa verið endurbyggð
nokkur hús í fornum byggingastíl og
bryggjur. Þar eru handverksmenn
og skipasmiðir að störfum. Heiðar-
bær er hluti af víkingasafninu Hait-
habu sem sett hefur upp sögusýn-
ingu sem byggist meðal annars á
gripum og niðurstöðum rannsókna í
Heiðarbæ. Nútímalegt safn sem
hjálpar gestum að lifa sig inn í
þessa tíma. Víkingaskip hefur verið
endurbyggt og er til sýnis í sér-
stökum sal ásamt munum sem
tengjast höfninni.
Safnið, haithabu.de,var opnað á
árinu 2010. Það er við fjörðinn Slé,
skammt sunnan borgarinnar Slés-
víkur, og Heiðarbær er í göngufæri
þaðan. Allir skýringartextar eru á
þýsku en gestir geta fengið lánaða
möppu með enskum texta.
Skammt frá er svo Danavirki þar
sem Danir vörðu suðurlandamæri
sín á miðöldum. Það er, eins og
borgarvirki Heiðarbæjar, mikil jarð-
vegsmön með virkjum, síkjum og að
hluta til er það byggt úr múr-
steinum. Danavirki var endurbyggt
margoft. Þar er stöðugt unnið að
rannsóknum, eins og í Heiðarbæ, og
sl. sumar var unnið að lagfæringum
á garðinum.
HÆGT AÐ ENDURLIFA VÍKINGATÍMANN Í SLÉSVÍK
Stríð og friður
í Heiðarbæ
FRIÐSÆLT ER VIÐ HÖFNINA Í GAMLA VÍKINGAÞORPINU
HEIÐARBÆ Í SLÉSVÍK. HANDVERKSFÓLK OG SKIPASMIÐIR
SINNA STÖRFUM SÍNUM EINS OG FORVERAR ÞEIRRA FYRIR
RÚMUM ÞÚSUND ÁRUM. HERNAÐARBRÖLTIÐ ER ÞÓ EKKI
LANGT UNDAN, EKKI SÍÐUR NÚ EN ÞÁ. GNÝR ORR-
USTUÞOTNA Í FLUGTAKI Á NÁLÆGUM FLUGVELLI SKER Í
EYRU OG YFIRGNÆFIR AXARHÖGGIN, KALLAST Á VIÐ
MIKLA VARNARGARÐA SEM ERU Í HÁLFHRING UM BÆINN.
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is
Góð höfn var í Heiðarbæ og þorpið mjög vel staðsett
gagnvart verslunarleiðum úr fjórum heimshornum.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Byggð hafa verið nokkur hús í miðaldastíl í miðbæ víkingaþorpsins. Gestir
koma víða að til að skoða safnið og sjá hvernig víkingarnir bjuggu.
Ferðalög
og flakk *Þrátt fyrir snjallsíma og tölvuvæðingu hefur útgáfaferðabóka síður en svo lagst af. Margar ferðabækurer nú hægt að fá í rafrænni útgáfu sem hentar hverskyns snjalltækjum; símum eða spjaldtölvum. Hægter að velja um prentútgáfu eða rafræna á vef LonelyPlanet og í Amazon vefversluninni. Hver og einngetur því valið hvort síðum er flett á ferð eða hvort
einhvers konar snjalltæki eru einfaldlega fyllt af raf-
rænum ferðabókum áður en haldið er í reisu.
Ferðabækur standa fyrir sínu
Vetrartilboð
og nýr vetrarbæklingur
Kynntu þér tilboðin á uu.is
Úrval Útsýn er í Hlíðasmára 19, Kópavogi.
Sími 585 4000 www.uu.is
26. nóvember – 2. desember
HH ROQUENUBLO
Íbúð með einu svefnherbergi.
78.900 KR.
á mann m.v. 2 fullorðna og 1 barn.
Verð 90.351 kr. á mann m.v. 2 fullorðna.
6 nætur á Kanarí