Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.09.2014, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.09.2014, Blaðsíða 18
ÞAÐ ERU ÝMSAR LEIÐIR TIL AÐ KOMA SÉR Í FORM EFTIR LANGVARANDI HREYFINGARLEYSI. EIN ER AÐ FARA ÚT AÐ SKOKKA, ÖNNUR AÐ KAUPA SÉR KORT Í LÍKAMSRÆKTARSTÖÐ OG ENN ÖNNUR AÐ GANGA JAK- OBSVEGINN, 800 KÍLÓMETRA, Á 23 DÖGUM. ÓLAFUR WILLIAM HAND VALDI SÍÐASTA KOSTINN OG SÉR SANNARLEGA EKKI EFTIR ÞVÍ. HUG- URINN HREINSAÐIST, FIMMTÁN KÍLÓ URÐU EFTIR Á SPÁNI OG ÆV- INTÝRALEGU FERÐALAGI LAUK MEÐ BÓNORÐI Í BARCELONA. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Þ að var hver annar morgunn í Skerja- firðinum. Ólafur William Hand, for- stöðumaður kynningar- og markaðs- sviðs Eimskips, settist upp í rúminu og tilkynnti sambýliskonu sinni, Kolbrúnu Önnu Jónsdóttur, að hann ætlaði að ganga Jakobsveginn, þekktustu pílagrímaleið í Evr- ópu. Tilkynningin kom flatt upp á Kolbrúnu. Fyrir það fyrsta er Ólafur ekki kirkjurækinn maður og í annan stað var hann þekktur fyrir allt annað en göngugleði. Hafði raunar lítið sem ekkert hreyft sig um árabil og aldrei ver- ið þyngri á fæti. Skýringin á þessu óvænta uppátæki er tví- þætt. Annars vegar langaði Ólaf að koma sér í betra form líkamlega og hins vegar vildi hann minnast afa síns, Ólafs Ófeigssonar útgerð- armanns, sem ól hann upp. „Bróðir minn, Stefán, ber mikla ábyrgð á þessu en hann gekk Jakobsveginn á síðasta ári til að byggja sig upp eftir alvarlegt slys. Á leiðinni reisti hann minnisvarða um afa okkar og mig lang- aði að sjá hann. Og hvers vegna ekki að ganga bara allan Jakobsveginn í leiðinni?“ Spurður hvort undirbúningur hafi ekki ver- ið langur og strangur hleypir Ólafur brúnum. „Tja, ég gekk einu sinni með frúnni út á Gróttu.“ Þar með var hann klár í slaginn. „Maður má ekki mikla svona verkefni fyrir sér og eft- ir á að hyggja var það hárrétt mat að und- irbúa sig ekki of mikið. Svona löng ganga reynir hvort eð er mun meira á höfuðið en fæturna. Þetta er 90% í höfðinu.“ Vinnufélagarnir höfðu eigi að síður hóflega trú á sínum manni. „Það voru helst konurnar í bókhaldinu. Gylfi [Sigfússon] forstjóri hafði enga trú á mér,“ segir Ólafur brosandi. „Þetta fólk þekkir mig ekki nógu vel. Ég er þverari en andskotinn.“ Hann hlær. Strangt til tekið byrjar Jakobsvegurinn þegar pílagrímurinn opnar útidyrnar heima hjá sér og gengur út, sama hvar hann býr í heiminum, en algengt er að hin eiginlega ganga hefjist í franska bænum Saint-Jean- Pied-de-Port. Þaðan eru 800 kílómetrar að dómkirkjunni í Santiago de Compostela í Gal- isíu, þar sem Jakobsvegurinn endar. Ólafur var mættur einn síns liðs til Saint-Jean-Pied- de-Port 12. júlí sl., skráði sig á sérstakri píla- grímaskrifstofu og þáði vegvísi og önnur nauðsynleg gögn. Þá var honum ekkert að vanbúnaði. Allir fá pílagrímarnir hörpuskel við upphaf göngunnar en hún er tákn vegarins. Margar kvíslir sem enda á sama stað. Sjokkið kom strax á fyrstu dagleið, sem er að mestu upp í móti yfir sjálf Pýreneafjöllin. „Sá dagur var virkilega erfiður. Því get ég ekki neitað,“ segir Ólafur og dæsir við tilhugs- unina. Þann dag komst hann ekki hjá því að hugsa: „Hvað er ég eiginlega að gera hérna?“ Ólafur komst þó á áfangastað og eftir að hafa hvílt lúin bein næturlangt var aldrei neinn efi í hans huga: Hann skyldi ljúka göng- unni. Drep þig ef þú hættir ekki að hrjóta! Fyrstu nóttina gisti Ólafur í góðu yfirlæti í huggulegu klaustri í þorpinu Roncesvalles, sem er handan spænsku landamæranna, og svaf eins og ungbarn. Sú aðstaða reyndist þó ekki gefa rétta mynd af gististöðunum á leið- inni en þeir voru flestir hverjir víðs fjarri þeim þægindum sem við Íslendingar eigum að venjast. Verðið var eftir því, nóttin kostaði á bilinu 800 til 2.300 krónur. Oftar en ekki voru margir pílagrímar sam- an í herbergi, ellegar svefnsölum, allt að tutt- ugu manns. Ein nóttin varð söguleg, í slíku fjölmenni. „Það var þarna Spánverji, greini- lega örþreyttur því hann hraut ógurlega,“ rifj- ar Ólafur upp. „Um miðja nóttina hrökk ég upp við voðaleg læti. Rússi nokkur, mikill maður vexti, hélt þá Spánverjanum spriklandi upp við vegg og hótaði að drepa hann hætti hann ekki að hrjóta. Spánverjinn lofaði því og Rússinn uppskar mikið lófatak í salnum. Ekki heyrðist meira í Spánverjanum en aumingja maðurinn hefur örugglega ekki þorað að festa blund eftir þetta.“ Á öðrum degi kom Ólafur til Pamplona og þar var sannarlega hátíð í bæ; nautahlaupið víðfræga. Því var að vísu rétt lokið þegar hann stakk við stafni en rífandi stemning í bænum – og allir eins klæddir. „Það er eins gott að fólk týni ekki börnunum sínum í fjöld- anum. Þau eru öll eins.“ Um þriðjungur leiðarinnar liggur yfir mikla sléttu og segir Ólafur hana erfiðasta yfirferð- ar. Mikil auðn og steikjandi hiti á þessum árs- tíma. Mun færri voru á ferð á sléttunni en annars staðar á Jakobsveginum og þá kom nútímatæknin í góðar þarfir, Ólafur hlustaði bæði mikið á hljóðbækur og tónlist. Eitt lag var í sérstöku uppáhaldi: Álfar eftir Magnús Þór Sigmundsson. „Fyrir utan hvað lagið er gott tengir það mann afskaplega vel við jörð- ina. Um tíma átti ég alveg eins von á því að álfar yrðu á vegi mínum. Kannski segir það allt sem segja þarf um ástandið á mér á þess- um kafla göngunnar?“ Hann skellir upp úr. Eftir að hafa gengið 40 kílómetra á slétt- unni einn daginn kom Ólafur við annan mann úrvinda og vatnslítill inn í þorp nokkurt. Þar tók sjálfur presturinn á móti þeim, fórnaði höndum og hrópaði: „Loco, loco!“ Leist greini- lega ekkert á blikuna. Að svo mæltu dró klerkur gestina inn á næstu knæpu og úðaði í þá vatni. Lagði svo hendurnar yfir þá og blessaði í bak og fyrir. Hitinn bar Írann ofurliði Ólafi skilst að um níu þúsund manns gangi allan Jakobsveginn á ári hverju og á bilinu 150 til 200 þúsund einhvern hluta. Eðli máls- ins samkvæmt hitti hann fjölmarga á leiðinni og kynntist sumum hverjum ágætlega. Gekk dag og dag með ýmsum. Mest var um Spán- verja en Kóreumenn voru af einhverjum ástæðum einnig mjög áberandi. Af því fólki sem Ólafur kynntist best nefnir hann þýskt par, Spánverja, Íra og ungan Belga. Belginn hafði sett sér alls kyns ótrúleg markmið fyrir þrítugt. Eitt af þeim var að ganga Jakobsveginn. Hann hafði hafið göng- una á tröppunum heima hjá sér í Antwerpen og var kominn með einhverja 1.800 kílómetra þegar fundum þeirra Ólafs bar saman. „Hann hugsaði mjög hagkvæmt og ráðlagði mér til dæmis að skera allar beygjur til að stytta leiðina. Það munar auðvitað ekki um hverja og eina beygju en þegar menn eru búnir að Morgunblaðið/RAX GENGIÐ Í ÞÁGU LÍKAMA OG SÁLAR Pandabjörn geng- ur Jakobsveginn Ólafur kominn heim í faðm tilvonandi eiginkonu sinnar, Kolbrúnar Önnu Jónsdóttur. Snætt með nokkrum hressum pílagrímum. Ólafur kynntist fólki af ólíku þjóðerni í ferðinni. Ólafur á miðjum Jakobsveginum. 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.9. 2014 Ferðalög og flakk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.