Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.09.2014, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.09.2014, Blaðsíða 46
A llt í einu sé ég Björk út um gluggann í Iðnó – undir stýri á stórum Land Rover. Hún skimar í kringum sig, væntan- lega eftir bílastæði. Andartaki síðar snarast hún inn úr dyrunum. Með henni ferskur andblær – að vanda. Hún heilsar glaðlega þremenningunum sem eftir henni bíða, mér, Ásmundi Jónssyni í Smekk- leysu, sem skipuleggur fundi hennar með blaðamönnum þennan daginn, og erlendum aðstoðarmanni. Björk leggur bíllyklana í lófa aðstoðarmannsins og biður hann vinsamleg- ast um að leggja bílnum, ekkert stæði hafi verið í sjónmáli. Hann bregst af ljúfmennsku við þeirri beiðni. Við hin örkum til afdreps á þriðju hæð þessa sögufræga menningarhúss við Tjörnina. Offramboð er á stólum þar uppi, miðað við fjölda fundarmanna, og valkvíði grípur okkur sem snöggvast. Björk tekur loks af skarið en ég sting upp á því að við færum okkur yfir á aðra stóla í miðju viðtali, svona til að nýta rýmið. Hún hlær góðlátlega að þessari ræf- ilslegu tilraun til gríns. Ásmundur færir okk- ur sódavatn og Björk sýpur á kaffinu sem hún hafði með sér inn í pappamáli. Það er með lakkrísbragði og af svipnum á söngkon- unni að dæma er bragðið alls ekki sem verst. Að virkja náttúruöflin Tilefni viðtalsins er frumsýning á heimildar- myndinni Björk: Biophilia Live eftir Peter Strickland í Bíói Paradís í gærkvöldi en Ís- land er fyrsta landið í heiminum sem tekur myndina til almennra sýninga. Myndin fang- ar fjölvíða tónleikaferð Biophiliu, áttundu hljóðversplötu Bjarkar, sem kom út 2011. Spurð um aðkomu sína að myndinni byrjar Björk á því að setja málið í samhengi. „Biophilia var mjög sérstakt verkefni sem sprengdi mig upp að innan af gleði. Tilgang- urinn var að virkja náttúruöflin en með þessu verkefni fannst mér ég líka í fyrsta skipti fá tækifæri til að kortleggja hvernig ég sé tón- fræði og upplifi tónlist yfir höfuð. Í einu lag- inu er bassalínan til dæmis pendúll. Við lögð- um mikla vinnu í að gefa út plötu og skrifa öll öppin sem gefin voru út fyrir hvert Biophiliu- lag. Það var gert til þess að deila tónlistinni með tónlistarnemendum og gefa þeim tæki- færi til að upplifa hana í rými, það er að segja þrívídd. Áskorunin var alltaf sú sama: Hvað get ég gert til að hafa sem mesta þrívídd í þessu lagi? Þess vegna voru Biophiliu- tónleikarnir einmitt svo mikilvægir og í stað þess að halda fáa stóra tónleika, sem hefði örugglega gert líf okkar allra miklu léttara, hélt ég marga litla. Sviðið var í miðjunni með fólkið allt í kring og markmiðið var að láta því líða eins og það væri hluti af gjörningnum. Á stórum skjám sýndum við síðan öppin.“ Á þessari sömu forsendu, forsendu skynj- unar og upplifunar, þótti Björk mikilvægt að kvikmynda tónleikana. „Ég vildi alls ekki að það yrði einhver artsí-fartsí bíómynd, heldur þveröfugt. Myndin átti að vera látlaus og blátt áfram, nánast eins og verið væri að taka upp fótboltaleik. Þannig var ég sann- færð um að áhrifin kæmust best til skila.“ Náðu strax vel saman Björk viðurkennir að hafa orðið mjög spennt þegar Peter Strickland og aðstoðarleikstjór- inn Nick Fenton komu til skjalanna en hún er mikill aðdáandi Stricklands, ekki síst myndarinnar Berberian Sound Studio frá 2012, þar sem Strickland hæðist að sérvitr- um enskum hljóðmanni sem tekur upp svo- nefndar b-kvikmyndir á Ítalíu á sjöunda ára- tugnum. „Myndin er bara eitt stórt hljóð,“ útskýrir hún. „Það var mikill heiður fyrir mig að þunga- vigtarleikstjóri eins og Peter væri tilbúinn að gera sína fyrstu tónleikamynd með mér,“ heldur hún áfram. „Það er samt ekkert rosa- lega skapandi fyrir leikstjóra að gera þetta eins og ég vildi, það er dokúmentera bara tónleikana, en þegar við Peter fórum að tala saman þá kom í ljós að við eigum margt sameiginlegt, uppáhaldstónlistarmenn og fleira. Við náðum strax mjög vel saman og ég fann að hann skildi pælinguna. Eftir það treysti ég honum bara fyrir verkefninu og skipti mér sáralítið af hans vinnu.“ Það kom sér vel enda upplýsir Björk að sér þyki alla jafn óþægilegt að vera í hring- iðunni þegar heimildarefni um hana er unn- ið. „Þá finnst mér best að vera úti í kanti og lít bara á það sem mitt hlutverk að vernda verkefnið. Skilji menn verkefnið, eins og Peter gerði, þá hef ég engar áhyggjur af því og finnst best að vera til hlés.“ Hún fagnar því að Strickland hafi ekki nálgast verkefnið á forsendum hippakynslóð- arinnar, eins og stundum vill verða þegar náttúran er í brennidepli. „Þetta er ekki svona blóm, kassagítar, LSD og flytjum öll inn í hella-nálgun eins og var mikilvægt 1970. Ekki svona ssssssssssss,“ segir söng- konan á blístrinu og eitt augnablik svífum við saman um rýmið. „Ekki misskilja mig. Ég ber fulla virðingu fyrir því en það eru hipparnir. Mín kynslóð og fólk sem er yngra en ég upplifir þessa náttúrutengingu með allt öðrum hætti. Hjá okkur er tæknin komin inn af fullum þunga. Ég meina, það er búið að finna upp Hubble- kíkinn. Það er ákveðin smekkvísi í því. Fatt- arðu?“ Jájá. Ekki bara fiðrildi og höfrungar Strickland tókst að sneiða hjá öðru vanda- máli. „Svona myndir mega ekki vera væmn- ar,“ segir Björk hlæjandi. „Náttúran er ekki væmin, hún getur drepið. Það þekkjum við hér á Íslandi. Ég held að tónlistin mín sé heldur ekkert væmin. Mörg laganna eru frekar hrá. Þess vegna vildi ég að þeir veldu eitthvað hrátt og flott – ekki bara fiðrildi og höfrunga. Djók! Eða ekki djók í rauninni!“ Hún brosir. „Margt af myndefninu valdi ég sjálf. Fékk það hjá David Attenborough og BBC og sýndi á tónleikunum. Sem dæmi má nefna hræ af sel borðað af ormum á Suðurskauts- landinu. Hljómar mjög illa en þegar það er sýnt hratt er það fallegt og hrikalegt á sama tíma. Þannig er náttúran fyrir mér. Hún er ekki væmin. Í þessu fólst aðhald mitt gagn- vart Peter og Nick: Ekki hafa þetta væmið!“ Björk hljóðblandaði myndina sjálf. „Þar hef ég alltaf verið meira plássfrek,“ segir hún brosandi. „Sándið verður að vera gott! Sérstaklega í ljósi þess að þetta er tónleika- mynd.“ Hún kveðst hæstánægð með útkomuna og er þakklát fyrir góðar viðtökur en umsagnir um myndina hafa verið mjög lofsamlegar. Spurð hvort myndin sé einskonar enda- punktur í Biophiliu-ferlinu kinkar Björk kolli. „Já, hún er það. Ég hef aldrei farið af stað með eins stórt verkefni og Biophiliu og það er mjög góð tilfinning að vera loksins að binda slaufur á það.“ Þykir vænt um kennsluverkefnið Biophilia mun þó lifa áfram í gegnum viða- mikið kennsluverkefni sem ýtt hefur verið úr vör. Það byggist á víðtækri þátttöku fræði- manna, vísindamanna, listamanna, kennara og nemenda á öllum skólastigum. Verkefnið var þróað af Björk, Reykjavíkurborg og Há- skóla Íslands í tengslum við útkomu Biophi- liu-plötunnar og tónleika í Hörpu. „Mér þykir mjög vænt um þetta verkefni,“ segir Björk. „Ég er meira úti í kanti núna en verkefnið er rekið af mjög hæfileikaríku fólki.“ Ekki hafa þetta væmið! BJÖRK GUÐMUNDSDÓTTIR ER HÆSTÁNÆGÐ MEÐ NÝJU HEIMILD- ARMYNDINA UM BIOPHILIU SEM TEKIN HEFUR VERIÐ TIL SÝNINGA Í BÍÓI PARADÍS. HÚN VAR LENGI AÐ ÞEKKJAST BOÐ MOMA UM SÝNINGU SEM HELGUÐ VERÐUR FERLI HENN- AR EN GERÐI ÞAÐ Á ENDANUM Í NAFNI TÓNLISTARINNAR OG KVENNA. ÞÁ LOFAR HÚN NÝRRI HLJÓÐVERSPLÖTU Á NÆSTA ÁRI. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Viðtal 46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.9. 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.