Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.09.2014, Blaðsíða 10
* Að elska útlendinginn en líta ekki á hannsem vandamál er stærsti lærdómur sem ís-lensk þjóð getur dregið af lekamálinu.
Sr. Sigríður Guðmarsdóttir á tru.is
Landið og miðin
SKAPTI HALLGRÍMSSON
skapti@mbl.is
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.9. 2014
UM ALLT LAND
NESKAUPST
80 ár eru síðan
íLystigarðurin
Neskaupsta
nfaf Kve élag
tVegna
DALVÍK
örg Ring
erkum í Menningarhúsin
Þetta er 30. einkasýn
og eru sex ár síðan hún sý
Þema málverkanna eru útsaum
íslenska kven-þjóðbúningnum e
listakonunnar öðlast munstrin
eða flögra um á myndfletinum. Frel
löngunin til að slíta sig úr viðjum vanans.
MIÐFJÖRÐUR
Minn n S. Be
ar a t, þegar 140
ðin innisvarðinn s
fæð áldsins á Króksstöðum
Mið ðeisvarðann g r i Erlingur
ónss höggvari í Ósló, að tilhlutan
vegg turbarna Jóns. Við athöfnina
varp gttar Yn vason g gesti o tvö
arna arnabörn Jóns lásu ljóð eftir hann. Á
minnisvarðanum er að finna mynd af Jóni og ljóð eftir hann.
A
Bæ
ll
4
m
ó
Suðurgötu 66. Að sögn R r
bæjarstjóra hefur húsið á ð
autt um langa hríð enda g
ráð fyrir því að þarna rísi
tengsl við torgið og umhv
reiknar með að húsið ver
farið í að gera lóðina snyr
ásýndina í kringum Akrato
ÚLFLJÓTSVATN
Elín Esther Magnúsdóttir hefur verið ráðin
dagskrárstjóri Útilífsmiðstöðvar skáta við Úlfljótsvatn.
Hún mun m.a. stýra dagskrá
yrir skólabúðir og sumarbú
uk þess að taka á móti
ópum, til dæ
vataferði
r starfað
Snorri hóf ungur að starfa meðGuðvarði föður sínum mál-arameistara. Seint á áttunda
áratug síðustu aldur máluðu feðg-
arnir Grundarkirkju í Eyjafirði að
utan og þá strax segist Snorri hafa
fengið mikinn áhuga á gömlum
húsum. Eftir að hann fór að gera
við slíka dýrgripi að innan; laga
skemmda veggi, mála glugga og
annað, fékk hann svo bakteríu sem
erfitt er að losna við og kveðst
raunar alls engan áhuga hafa á því!
Þessi verkefni séu orðin sér
ástríða.
Kristjana lærði til málara fljót-
lega eftir að hún kynntist Snorra
árið 2000 og þau fást nú nær ein-
göngu við að gera við og mála frið-
uð hús. Gömlu kirkjurnar sem þau
hafa unnið í eru liðlega 40 og frið-
uð íbúðarhús á sjöunda tuginn.
„Mörg húsanna eru frá því 1850
til 1900 og við notum mest efni frá
þeim tíma: náttúruleg efni eins og
línolíu og krít,“ segir Snorri. Hann
nam þessa hlið fræðanna ekki á
skólabekk heldur las danskar bæk-
ur og prófaði sig áfram. „Þegar ég
byrjaði í þessu var ekki til línolíu-
málning á Íslandi. Í Sjöfn hér á
Akureyri voru reyndar til öll efni í
hana og ég fékk að blanda sjálfur;
fékk aðgang að öllu sem ég þurfti
og hjálpin sem ég fékk í Sjöfn var
ómetanleg. Fljótlega eftir að Ingi-
mar heitinn Friðriksson stofnaði
verslunina Litaland gerðum við svo
hernaðaráætlun: fengum Slipp-
félagið til að flytja inn línolíumáln-
ingu og síðan hefur hún verið til
hér í búðum; frá 1. mars 1996.“
Kristjana var nýlega byrjuð að
vinna í Ríkinu þegar hún kynntist
Snorra. „Hann var að mála þar og
mér fannst forvitnilegt það sem
hann sagði mér af vinnunni í
gömlu húsunum. Eftir að við tók-
um saman fór ég að vinna með
honum í sumarfríum, t.d. í Öxar-
firði, Jensenshúsi á Eskifirði og
Friðbjarnarhúsi hér á Akureyri.“
Eftir að Kristjana lærði sjálf húsa-
málum hafa þau sinnt gömlum hús-
um nær eingöngu. „Og til að vera
sjálfum okkur samkvæm búum við
í friðuðu húsi frá 1877,“ segir
Snorri kíminn. Húsið er í inn-
bænum á Akureyri, eitt margra
sem gerð hafa verið fallega upp.
„Við vinnum mikið fyrir Þjóð-
minjasafnið en líka oft fyrir sókn-
arnefndir og Húsfriðunarnefnd
bendir fólki um allt land á okkur.
Við lítum á nefndina sem vinnu-
félaga okkur og kunnum henni
bestu þakkir,“ segir Snorri.
Hjónin sinntu fyrst og fremst
tveimur verkefnum í sumar; Þver-
árkirkju í Laxárdal fyrir norðan og
Þykkvabæjarklausturskirkju í
Álftaveri við suðurströndina.
Seinna verkefnið tók tvo mánuði,
en þau skutust reyndar í tvígang
heim í nokkra daga á þeim tíma.
Snorri segist gjarnan vilja taka
það rólega í janúar og febrúar og
dundar sér þá aðallega við að gera
upp gömul húsgögn. Hefur aðstöðu
til þess í Grasrót í gamla Slipp-
húsinu á Akureyri. Annars er hann
með hugann við gömlu húsin.
Fjöldi verkefna bíður þeirra víða
um land og þau hlakka til allra.
„Þetta er algjört draumadjobb,“
segir Snorri. „Þegar við erum á
flakki búum við stundum inni á
einhverjum, stundum í sum-
arbústað, gömlum prestbústað eða
jafnvel félagsheimili eða safnaðar-
heimili. Við erum alltaf eins og
blómi í eggi, vinirnir orðnir margar
enda jólakortin yfir 150!“
LANDIÐ ALLT
Vinnan er
ástríða
MÁLARAHJÓNIN SNORRI GUÐVARÐSSON OG KRISTJANA
AGNARSDÓTTIR Á AKUREYRI SÉRHÆFA SIG Í AÐ VINNA Í
FRIÐUÐUM HÚSUM, KIRKJUM OG ÖÐRUM GÖMLUM BYGG-
INGUM UM LAND ALLT. DRAUMADJOBB, SEGIR SNORRI.
Snorri að störfum í Þykkvabæjarklausturskirkju í sumar.
Ljósmynd/Kristjana Agnarsdóttir
Þykkvabæjarklausturskirkja í Álftaveri tilbúin eftir sumarvinnu hjónanna.
Kristjana segir mest gaman að mála en undirbúnings-
vinnan sé erfið. Hér er hún á Sómastöðum í Reyðarfirði.