Morgunblaðið - 16.10.2014, Side 6

Morgunblaðið - 16.10.2014, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2014 Nokkrir ötulir skákáhugamenn hafa komið saman til æfinga hjá skákdeild KR í Frostaskjóli á hverju mánudagskvöldi klukkan hálfátta, allan ársins hring. Svo bar til sl. mánudag að Einar S. Einarsson skákfrömuður frestaði æfingunni fram yfir landsleik Ís- lendinga og Hollendinga með eftir- farandi skilaboðum á facebooksíðu skákdeildarinnar: „Æfingin frestast fram yfir leik sem fer 2-0 fyrir Ísland að sögn Magga Pé.“ En Maggi Pé, Magnús V. Pét- ursson, fv. milliríkjadómari, komst síðan ekki á skákæfinguna og varð að horfa á leikinn af sjúkrabeði, rifbeinsbrotinn eftir slæmt fall þá um morguninn. „Ég fór út að morgni og var að skafa héluna af rúðunum þegar bíllinn rann af stað og ég lenti svona illa undir honum,“ sagði Magnús við Morgunblaðið í gær, en þá var hann enn nokkuð kval- inn. Hann sagðist hafa verið búinn að segja fyrir um þessi úrslit með nokkrum fyrirvara og sagt það hverjum þeim sem heyra vildi. „Síðan sagði ég sjúkraflutn- ingamönnunum að við myndum vinna 2-0 og líka lögreglumönn- unum sem hingað komu út af óhappinu.“ Aðspurður sagðist Magnús einn- ig vera búinn að spá 2-0-sigri Ís- lands gegn Tékkum í Prag, en strákarnir þyrftu að gæta sín. Mæta stoltir til leiks og ekki fara að hlaupa á eftir Tékkunum. „Síðan dreymdi mig að strák- arnir í U-21 liðinu myndu vinna Dani 1-0 og skora sigurmarkið í lokin. Þeir gerðu það reyndar en því miður var markið dæmt af og Danirnir skoruðu.“ bjb@mbl.is Sagði öllum sem heyra vildu að Ísland ynni 2-0  Maggi Pé rifbeinsbrotnaði og missti af skákæfingu KR Morgunblaðið/Golli Getspakur Magnús V. Pétursson spáir einnig sigri gegn Tékkum í Prag, 2-0. Í bakgrunni má sjá teikningu Halldórs Péturssonar af Magnúsi. nýrri og stærri knattspyrnuvelli er að hlaupabrautin fari, og um það hef- ur náðst samkomulag við frjáls- íþróttahreyfinguna. Við teljum að fjármögnun svona framkvæmda geti ekki orðið að veruleika nema með að- komu áhugasamra fjárfesta. Eignar- haldið yrði hjá borginni, sem fengi auknar tekjur af byggingarmagninu en gerði afnotasamning til langs tíma við rekstraraðilana,“ segir Geir. Á meðfylgjandi mynd má sjá eina útfærslu á nýjum velli, sem KSÍ hef- ur látið vinna. Geir segir að með lok- un vallarins og stúkum allan hring- inn skapist góð aðstaða til að reka völlinn og tengd mannvirki, s.s bíla- stæði og jafnvel hótel. Hann gefur ekki upp neinar tölur í þessu sambandi, enda fari kostnað- urinn alfarið eftir því hve mikið yrði byggt. Á meðfylgjandi mynd er gengið út frá nýjum byggingum upp á fimm þúsund fermetra. Bíða fundar með ráðherra Þórgnýr Thoroddsen, formaður íþrótta- og tómstundaráðs Reykja- víkur, ÍTR, segir stefnumótunar- skýrslu um Laugardalinn vera til skoðunar hjá borgaryfirvöldum. „Nokkrir valkostir hafa verið nefndir í gegnum tíðina sem kostir fyrir frjálsíþróttaþjóðarleikvang en það er afar ótímabært að telja þá til að svo komnu. Það sem er ljóst er að ríkið verður að koma að slíkum fram- kvæmdum með borginni, eigi þær að verða að veruleika, það væri enn fremur í takt við stefnu ríkisins í þessum efnum. Viðræður við ríkið hófust á síðasta ári og verður haldið áfram á næstu misserum þegar við fáum fund með mennta- og menning- armálaráðherra til að ræða þessi mál betur,“ segir Þórgnýr. Samkvæmt fjárhagsáætlun þessa árs átti að setja 70 milljónir króna í bráðabirgðaframkvæmdir á Laugar- dalsvelli í tengslum við Smáþjóða- leikana næsta sumar. Þórgnýr segir þá áætlun hafa staðist, peningarnir hafi verið settir í lagfæringar á frjálsíþróttavellinum og kastsvæð- inu, auk tækjakaupa. Vilja hefja framkvæmdir eftir ár  KSÍ með útfærslur á nýjum þjóðarleikvangi á teikniborðinu  Upphitaður völlur og yfirbyggðar stúkur allan hringinn  Viðræður við borgina  Formaður ÍTR segir ríkið verða að koma að málinu Samsett mynd/Bjarni Snæbjörnsson arkitekt og Þorvaldur Örn Kristmundsson. Séð úr lofti Ein af þeim tillögum sem KSÍ er með til skoðunar og kynningar. Yfirbyggðar stúkur allan hringinn, upphitaður völlur og möguleikar á fjölbreyttri aðstöðu fyrir rekstraraðila Laugardalsvallar, m.a. hótel. 60% horfðu á leikinn » Samkvæmt bráðabirgðatöl- um frá RÚV var 60% upp- safnað áhorf á leik Íslands og Hollands á mánudagskvöld. » Meðaláhorf var 35% og í lok leiks voru 50% þjóðarinnar að horfa. » Til samanburðar var 47% meðaláhorf á úrslitaleik HM í sumar en um 25% á leiki Ís- lands gegn Tyrkjum og Lettum. » Hafa ber í huga að um 10 þúsund manns voru á Laug- ardalsvelli á leiknum sjálfum.Laugardalur Svona liti völlurinn út séð frá Engjavegi og ljóst að hæð bygg- inganna héldi sér miðað við núverandi aðalstúku að vestanverðu. Samsett mynd/Bjarni Snæbjörnsson arkitekt og KSÍ. SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hefur til skoðunar útfærslur á nýjum þjóðarleikvangi í Laugardal, sem gerir ráð fyrir upphituðum grasvelli og yfirbyggðum stúkum sem tækju a.m.k. 15 þúsund manns í sæti. Starfshópur á vegum Reykjavík- urborgar skilaði af sér tillögum til borgarstjóra í fyrra, þar sem mótuð er framtíðarsýn fyrir íþróttasvæðin í Laugardal. Meginniðurstaða starfs- hópsins, sem m.a. formaður KSÍ og FRÍ sátu í, var að hlaupabrautin á Laugardalsvelli yrði fjarlægð og byggður nýr leikvangur undir frjáls- ar íþróttir í Laugardal. Ekki hefur fundist lausn í þeim efnum en ákveð- ið var að ráðast í bráðabirgðafram- kvæmdir á Laugardalsvelli vegna Smáþjóðaleikanna næsta sumar, þar sem lagfæra á hlaupabrautina, kast- svæðið og endurnýja tækjabúnað. Aðkoma fjárfesta nauðsynleg Að sögn Geirs Þorsteinssonar, for- manns KSÍ, liggur fyrir styrkur frá UEFA, sem ætlaður er til að skipta um gras og gera völlinn upphitaðan. „Þetta teljum við okkur ráða við og viljum að byrjað verði á þessu að ári, þegar Smáþjóðaleikunum er lok- ið og undankeppni EM. Riðlakeppn- inni lýkur í október og ef Ísland lendir í umspili fara þeir leikir fram í nóvember. Við myndum kjósa að hlaupabrautin yrði fjarlægð í leiðinni en um þetta eigum við eftir að ræða betur við borgina,“ segir Geir og bendir á að mjög tæpt hafi verið núna í vikunni að leikirnir gegn Hol- landi og Danmörku gætu farið fram í Laugardal. Völlurinn ráði enn síður við að leikið yrði í nóvember eða mars, en sú staða geti komið upp hjá landsliðunum í undankeppnum fyrir EM eða HM. „Við höfum ekki fjárhagslegt bol- magn til að standa einir að bygging- um á Laugardalsvelli, höfum nóg með okkar rekstur. Forsendan fyrir Kringlan - Sími: 577 7040 | www.loccitane.com T il bo ði n gi ld a 16 .- 20 .o kt ób er 20 14 eð a m eð an bi rg ð 3.150,- ANDVIRÐI 4.150,- Box með 3x30 ml handáburði. Þrjár ilmtegundir : Lime, Vanilla og Rose. Handkremsþrenna Hvað er nýtt í haust?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.