Morgunblaðið - 16.10.2014, Qupperneq 10
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Ég eignaðist mínarfyrstu vínylplötur þegareldri bræður mínir létumér eftir það sem þeir
höfðu viðað að sér. Síðan hef ég
bætt í safnið, alveg frá fermingu,“
segir Reynir Berg Þorvaldsson sem
á glæsilegt rúmlega tvö þúsund
platna vínylsafn heima hjá sér. Nú
er hann á fullu að pakka þeim í
kassa og flytja í miðbæinn þar sem
hann ætlar að opna nýja plötubúð á
morgun klukkan tíu á Klapparstíg
35. „Fyrst safnaði ég einvörðungu
Bubba Morthens, enda mikill aðdá-
andi hans, en svo vatt þetta upp á
sig og nú er kominn tími til að ég
selji þetta allt frá mér.“
Seldi bílinn til að fjármagna
Plötusafnið geymir góða breidd
í tónlist, frá gömlu góðu Rolling
Stones, Pink Floyd og Led Zeppel-
in, til indírokks, pönks og djass.
„Þegar ég vann í Lucky Record þá
smitaði eigandinn þar mig af djass-
áhuga, blues, soul og fönki, og slík-
ar plötur hafa því bæst í safnið mitt
og gefið því aukna vídd,“ segir
Reynir og viðurkennir fúslega að
það muni verða erfitt að láta sumar
plöturnar frá sér. „Ég verð eflaust
gráti nær stundum í búðinni,“ segir
hann og hlær, en bætir við að hann
sé að láta gamlan draum rætast
með því að opna sína eigin plötu-
búð. „Ég seldi annan bílinn til að
fjármagna þetta, keypti húsgögn og
græjur í Góða hirðinum og Ikea,
smíðaði sjálfur hillur og nota skrif-
borðið mitt sem ég hef lært við í
áraraðir sem afgreiðsluborð, en það
er gamla skrifborðið hans pabba.
Ég er með BA og MA í sagnfræði
og er líka með kennsluréttindi fyrir
framhaldsskóla, þannig að ef búðin
gengur ekki, þá fer ég bara að
kenna.“ Reynir segir að búðin eigi
að vera lítil og notaleg. „Fólk getur
fengið persónulega aðstoð, spjallað
og hlustað á plöturnar, fengið sér
kaffi og notið. Ég verð með mínar
eigin bækur sem tengjast vínyl fyr-
ir fólk til að glugga í. Þetta verður
félagsmiðstöð, mér finnst sjálfum
gaman að fara í plötubúðir þó ég
eigi ekki krónu, bara til að skoða,
finna og hlusta.“
Góðærið var gullaldartími
Reynir segir að vinsældir vín-
ylplatna séu á mikilli uppleið og
hann hefur trú á að vínyllinn lifi.
„Fólk spáði því að kertin mundu
hverfa þegar ljósaperan kom, en
svo varð ekki. Flestar íslenskar
hljómsveitir gefa núna út á vínyl,
enda finnst fólk gaman að hafa
plötuspilara í stofunni og hlusta á
tónlist af vínyl, hún hljómar allt
öðruvísi. Plötuspilarar eru orðnir
vinsælar fermingargjafir og krakk-
ar fara upp á háloft að sækja vínyl í
kössum frá foreldrunum.“ Reynir
hefur viðað að sér plötum í gegnum
tíðina frá hinum ýmsu stöðum. „Ég
keypti margar í Lucky Records þar
sem ég var að vinna og þegar ég er
í útlöndum fer ég alltaf á markaði
og í plötubúðir og ég panta og
kaupi líka af netinu. Góðærið var
gullaldartími fyrir vínylsafnara eins
og mig, því fólk losaði sig þá við allt
Ég verð eflaust
stundum gráti nær
Þeir eru margir gullmolarnir sem leynast í plötusafni Reynis Bergs Þorvaldssonar
en í því eru um tvö þúsund vínylplötur. Það er saga á bak við hverja plötu, stund-
um hafa fáklæddar konur leynst í umslögunum. Plötur Bubba Morthens voru þær
sem hann safnaði fyrst og fékk átrúnaðargoðið til að árita þær. Nú hefur hann
ákveðið að nota plötusafnið til að stofna nýja plötubúð, Reykjavík Record Shop.
Morgunblaðið/Kristinn
Dýrmæti Hér horfir Reynir í gegnum gat 45 snúninga plötu frá 1966 með
Hljómum sem kölluðu sigThors’ Hammer á útlendum markaði.
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2014
Á hverju fimmtudagskvöldi fram að
jólum mæta tveir höfundar í Gunn-
arshús við Dyngjuveg í Reykjavík og
spjalla um nýjar bækur sínar. Hverju
kvöldi fylgir nýr spyrjandi sem ræðir
við höfundana. Höfundarnir lesa
kafla og verður spurningatími. Í kvöld
kl. 20 ætla Guðrún Eva Mínervudóttir
og Ármann Jakobsson að fjalla um
glæný verk sín. Bók Ármanns, Síðasti
galdrameistarinn, fyrsta barnabók
hans, er spennandi ævintýrasaga
sem sækir í sagnabrunn norrænna
miðaldabókmennta og segir frá Kára
sem kann ekki að galdra. Skáldsaga
Guðrúnu Evu, Englaryk, segir frá
Ölmu sem hittir Jesú í sumarfríi fjöl-
skyldunnar á Spáni. Þegar Alma ein-
setur sér að fylgja fordæmi frelsar-
ans, bjóða hinn vangann og hjálpa
sínum minnsta bróður, hrindir hún af
stað atburðarás sem hneykslar
bæjarbúa.
Vefsíðan www.Facebook/Húsráð Gunnarshúss
Morgunblaðið/Golli
Skáld Guðrún Eva Mínervudóttir mun lesa úr nýrri bók sinni, Engalryki.
Galdrameistari og Englaryk
Hljómsveitin Árstíðir hefur átt góðu
gengi að fagna bæði hér heima og í
útlandinu. Nú ætla þeir félagar að
halda tónleika á Kaffi Rósenberg í
kvöld kl. 21, en þó nokkuð er síðan
hljómsveitin hefur haldið tónleika í
borginni, því undanfarna mánuði hef-
ur hún einbeitt sér að túrum erlendis
og upptökum á sinni þriðju breið-
skífu, Hvel. Hljómsveitin sendi nýver-
ið frá sér nýtt lag og myndband er
nefnist Things You Said. Fjórmenn-
ingarnir sem skipa hljómsveitina eru
þeir Daníel Auðunsson, Gunnar Már
Jakobsson, Karl James Pestka og
Ragnar Ólafsson.
Endilega …
… njótið tón-
leika Árstíða
Árstíðir Gleðja með lifandi tónum.
Krónan
Gildir 16.- 19. okt verð nú áður mælie. verð
Folaldagúllas eða snitsel ................................. 1.498 1.998 1.498 kr. kg
Folaldapiparsteik ............................................ 2.198 3.398 2.198 kr. kg
Folaldainnralæri .............................................. 2.198 3.399 2.198 kr. kg
Folaldafile ...................................................... 2.998 3.998 2.998 kr. kg
Folaldalundir .................................................. 3.598 4.798 3.598 kr. kg
Folaldahakk.................................................... 459 598 459 kr. kg
Kjarval
Gildir 16.- 19. okt verð nú áður mælie. verð
SS Ítalskt lambaribeye..................................... 3.898 4.898 3.898 kr. kg
SS saltkjöt valið .............................................. 1.998 2.575 1.998 kr. kg
Holta kjúklingabr. 100% hreinar ....................... 2.398 2.998 2.398 kr. kg
Argentínu-sósur 2 teg. 330 ml.......................... 389 598 389 kr. stk.
Fanta orange 2 ltr............................................ 298 399 298 kr. stk.
Fjarðarkaup
Gildir 16.- 18. okt verð nú áður mælie. verð
Nauta innralæri úr kjötborði ............................. 2.898 3.598 2.898 kr. kg
Grísahnakki úrb úr kjötborði ............................. 1.098 1.598 1.098 kr. kg
Grísasíða m/puru............................................ 745 998 745 kr. kg
Hamborgarar 2x115g m/brauði ....................... 490 540 490 kr. pk.
Lambabógur frosinn ........................................ 898 1.149 898 kr. kg
Ísfugl 1/1 frosinn kjúklingur ............................. 698 798 698 kr. kg
KF lambalæri ófrosið ....................................... 1.398 1.498 1.398 kr. kg
Nóatún
Gildir 17.- 19. okt verð nú áður mælie. verð
Lamba prime úr kjötborði ................................. 2.998 3.798 2.998 kr. kg
Grísabógur hringskorinn úr kjötb. ...................... 699 798 699 kr. kg
Ungnautahamborgari 120 g úr kjötb. ................ 269 298 269 kr. pk.
Langa, roð- og beinlaus úr fiskb. ....................... 1.598 1.798 1.598 kr. kg
FERSKIR kjúklingalæri úrb. ............................... 2.198 2.659 2.198 kr. kg
Helgartilboðin
Getty Images/iStockphoto
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
JEPPADEKK
Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | 540 4900 | www.arctictrucks.is
Vönduð og endingargóð
vetrardekk sem koma þér
örugglega hvert á land sem er