Morgunblaðið - 16.10.2014, Síða 11

Morgunblaðið - 16.10.2014, Síða 11
Úbs Þetta umslag Þeysara var bannað á sínum tíma.Fágæti Þeir sletta skyrinu … Þessi plata er árituð. Morgunblaðið/Kristinn Við plötusafnið Þau eru mörg gullin sem finna má í vínylsafni Reynis, þar á meðal eru Fræbblarnir og Trúbrot. gamalt, Góði hirðirinn var fullur af gullmolum.“ Kukl fyrir hundrað þúsund Reynir ætlar ekki að halda neinni plötu eftir, það er allt eða ekkert. Hann segir erfitt að segja hvaða plata sé dýrmætust í safninu, en nefnir þó fyrstu pressu af Black Sabbath sem og gamalt íslenskt pönk, proggrokk, Trúbrot, Hljóma, Svanfríði og Óðmenn og fleira í þeim flokki. Ekki hefur Reyni tek- ist að eignast allar þær vínylplötur sem hann langar til, en sjaldgæft ís- lenskt pönk er þar á meðal. „Ég væri til í að fullkomna pönkasafnið mitt með sjö tommu plötu Tauga- deildarinnar og sjö tommu Kukls- ins, Söngull, en hana er afar erfitt að fá. Hún kostar sennilega ekki minna hundrað þúsund kall,“ segir Reynir og bætir við að sumir nán- ast lifi fyrir söfnin sín og leitina að réttu plötunum. Naktar konur í aukanærbuxunum Sögurnar eru margar á bak við plöturnar, hvernig hann eignaðist þær og hvað kom á óvart. „Ég keypti eitt sinn notaða plötu hér á Íslandi með Bob Marley sem gefin var út 1986 og þegar ég kom heim og fór að skoða sá ég að henni fylgdu aukanærbuxur, en það kall- ast aukahulstur utan um plötuna. Ofan í þessum aukabuxum var hell- ingur af nosturslega útklipptum myndum af nöktum konum. Kannski hefur sá sem þetta átti fal- ið þetta í plötusafninu sínu og stein- gleymt að fjarlægja þegar hann lét það frá sér,“ segir Reynir sem verð- ur ekki einungis með gamlan vínyl til sölu í búðinni sinni heldur líka nýjar íslenskar plötur og geisla- diska. „Ég verð líka með boli með lógói búðarinnar og tautöskur. Framtíðarplanið er að fá umboð fyrir plötuspilara, góða en ekki of dýra, en þangað til verð ég með notaða spilara til sölu.“ Facebo- ok.com/Reykjavík Records Shop DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2014 Dr. Þórgunnur Snædal rúnafræð- ingur flytur fyrirlestur í dag kl. 16.30 hjá Miðaldastofu Háskóla Ís- lands í stofu 422 í Árnagarði. Fyr- irlesturinn fjallar um 1000 ára sögu rúnaleturs á Íslandi. Rúnir voru í notkun frá upphafi landnáms. Í Noregi lagðist rúnanotkun að mestu af á 16. öld en hér á landi héldu menn áfram að nota rúnir eða afbrigði af rúnaletrinu langt fram á 19. öld og safna og skrifa upp ýmsan fróðleik um rúnir. Í þessu 1000 ára ferli þróaðist og breyttist rúnaletrið og einnig hve- nær og hvernig þær voru ristar eða höggnar, á kefli, stein, málm og annað. Á fyrstu öldum Íslands- byggðar er algengast að finna rúnaristur á gripum, en um 1300 er farið að höggva rúnir á legsteina. Tölvert safn af lárum, trafakeflum, prjónastokkum, að ógleymdum Grundarstólnum frá 1551, er varð- veitt í Þjóðminjasafni og víðar. Aðgangur er ókeypis og allir vel- komnir á meðan húsrúm leyfir. Saga og þróun rúnaleturs Snældusnúður Vilborgar Frá upp- hafi 11. aldar, fannst við fornleifaupp- gröft á Alþingisreitnum 2008. Þúsund ár á 35 mínútum www.volkswagen.is Atvinnubílar HEKLA býður nú fyrirtækjum Volkswagen Transporter og Volkswagen Caddy á einstaklega hagstæðri rekstrarleigu. Í rekstrarleigu fá fyrirtæki bifreiðar til umráða í eitt ár* gegn föstu mánaðar- gjaldi sem gefur fyrirtækjum einstaklega gott svigrúm til að aðlaga bílaflotann að breyttum aðstæðum með lítilli skuldbindingu og lágmarksáhættu. Nýjasta útfærslan af Caddy og Transporter er sú snjallasta til þessa og betur búin en nokkru sinni fyrr. Þú getur til dæmis tíma- og fjarstýrt olíumiðstöðinni og tryggt þér hlýja og notalega byrjun á vinnudeginum með snjallsímanum. Snjallari kynslóð atvinnubíla á rekstrarleigu Aukabúnaður í Snjall-Caddy • Þráðlaust símkerfi • Fjarlægðarskynjarar að aftan • Stigalúga** • Tveir fjarstýringarlyklar • Fjarstýrð Webasto olíumiðstöð með snjallsímabúnaði • Sjúkrapúði • Hraðastillir (Cruise Control) Aukabúnaður í Snjall-Transporter • Þráðlaust símkerfi • Fjarlægðarskynjarar að aftan • Tveir fjarstýringarlyklar • Þjófavörn • Viðarklæðning á gólfi flutningsrýmis • Hraðastillir (Cruise Control) • Fjarstýrð Webasto olíumiðstöð með snjallsímabúnaði • Sjúkrapúði *Einnig er hægt að velja 24 og 36 mánaða leigusamning. **Ekki mögulegur aukabúnaður í Caddy Maxi Volkswagen er mest seldi atvinnubíllinn á Íslandi HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Umboðsmenn: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði Transporter Vél Verð m. vsk án vsk m. vsk Transporter stuttur 2,0 TDI 4.490.000 79.602 99.900 Transporter langur 2,0 TDI 4.650.000 83.586 104.900 Transporter langur 4Motion 2,0 TDI 5.690.000 107.490 134.900 Caddy Caddy 1,2 TSI 3.250.000 79.602 99.900 Caddy 1,6 TDI 3.590.000 82.789 103.900 Caddy Maxi Caddy Maxi, sjálfskiptur 1,6 TDI 3.990.000 87.570 109.900 Caddy Maxi 4Motion 2,0 TDI 4.190.000 90.757 113.900 12 mán. rekstrarleiga VW SNJALL-BÍLAR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.