Morgunblaðið - 16.10.2014, Side 13
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2014
Að lifa í jafnvægi
Holl fæða hjálpar okkur að skapa
stöðugleika í líkamanum og lífinu.
Ab vörurnar stuðla að lifandi jafnvægi.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
ÍÐ
/S
ÍA
14
-0
76
6
Kynningarfundur á verkefnum og
viðburðum á næsta ári í tilefni 100
ára afmælis kosningaréttar kvenna
var haldinn á Hallveigarstöðum í
gær.
Þar var vefsíða afmælisársins –
www.kosningarettur100ara.is –
opnuð með ávarpi ungs femínista,
Ragnheiðar Davíðsdóttur. Á heima-
síðunni auglýsir framkvæmda-
nefndin styrki til verkefna tengdra
afmælinu árið 2015. Umsóknir þurfa
að hafa borist fyrir 15. nóvember.
Formaður afmælisnefndar, Auður
Styrkársdóttir, kynnti viðburði og
verkefni á vegum nefndarinnar og
fulltrúar Þjóðminjasafns, Lands-
bókasafns, Listasafns Íslands og Sin-
fóníuhljómsveitar Íslands ræddu
verkefni sín.
Morgunblaðið/Þórður
Kynning 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna verður fagnað 2015.
Vefsíða vegna afmælis
kosningaréttar var opnuð
Verið er að smíða tröppur og palla
við Hjálparfoss í Þjórsárdal til að
vernda gróður fyrir sívaxandi
átroðningi ferðafólks.
Gróður hefur mjög látið á sjá við
Hjálparfoss síðustu ár, að því er
fram kemur í frétt á heimasíðu
Skógræktar ríkisins. Fossinn er í
landi Skógræktarinnar sem hefur
umsjón með svæðinu ásamt Skeiða-
og Gnúpverjahreppi.
Sveitarfélagið og Skógrækt rík-
isins fengu samtals 6 milljóna króna
styrk úr Framkvæmdasjóði ferða-
mannastaða vegna átaks við upp-
byggingu á ferðamannastöðum sum-
arið 2014. Fjárhæðin er notuð í þær
framkvæmdir sem nú standa yfir og
ganga vel.
Við hönnun mannvirkjanna var
leitast við að búa til leiðir og útsýn-
isstaði þannig að fólk gengi sem
minnst á gróðri. Reynslan sýnir að
ef slík mannvirki eru vel gerð og
skýrt afmörkuð er lítið traðk utan
þeirra. Langstærstur hluti ferða-
fólks heldur sig á afmörkuðum
gönguleiðum.
Þolir ekki fjölgun
Haft er eftir Kristófer A. Tóm-
assyni, sveitarstjóra Skeiða- og
Gnúpverjahrepps, að svæðið sé ekki
í stakk búið til að taka við vaxandi
fjölda ferðafólks sem þangað leggur
leið sína. Glæfralegri gönguleið sem
myndast hefur upp malarkambinn
vestan við fossinn yrði lokað vegna
slysahættu og traðks.
Reiknað er með að fram-
kvæmdum ljúki í næsta mánuði.
Hjálparfoss er í Fossá í Þjórs-
árdal sem þar fellur fram í tveimur
kvíslum. Fallegt stuðlaberg er í
kringum fossinn. Þar er vinsæll án-
ingarstaður ferðafólks.
Morgunblaðið/Kristinn
Hjálparfoss Umhverfið liggur undir skemmdum vegna átroðnings fólks.
Ferðafólki beint
á tröppur og palla
Umbætur við Hjálparfoss
Ljósmynd/Skógrækt ríkisins
Framkvæmdir Starfsfólk Skógræktar ríkisins var á starfsmannafundi og
fór um leið að Hjálparfossi til að skoða framkvæmdirnar.