Morgunblaðið - 16.10.2014, Side 18
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
2014
Á FERÐ UM
ÍSLAND
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2014
VIÐTAL
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
„Ísland er okkar heimili núna,“
segja hjónin og Kópavogsbúarnir
Pornwadee Rattanapaitoonchai og
Wirach Yodsurang frá Taílandi sem
hafa verið búsett hér á landi í nokk-
ur ár. Þau hafa starfað hjá upplýs-
ingatæknifyrirtækjum víða um heim
undanfarin 20 ár, núna starfa þau á
upplýsingatæknisviði Arion banka
og segja Ísland vera góðan og
öruggan stað til að ala upp börn.
Pornwadee sem yfirleitt er köll-
uð Oy er kínversk en ólst upp í
Bangkok í Taílandi og Wirach er
fæddur og uppalinn á landsbyggð-
inni. Hingað komu þau fyrst árið
1998 og störfuðu þá hjá
upplýsingatæknifyrirtækinu EJS.
Þau fóru aftur til heimalands síns
árið 2002, en árið 2007 sneru þau
aftur hingað, fóru þá að starfa á
upplýsingatæknisviði Kaupþings og
starfa nú hjá Arion banka. Velferð
sonarins Thanawin, sem að öllu
jöfnu gengur undir nafninu Mart,
hafði mikið að segja um þessa flutn-
inga.
Upphafið má rekja til Hong
Kong. Þar störfuðu tölvufræðing-
urinn Oy og tölfræðingurinn Wirach
fyrir alþjóðlegt upplýsingatæknifyr-
irtæki. Þau kynntust Íslendingum
sem störfuðu á vegum íslenska
upplýsingatæknifyrirtækisins EJS í
Hong Kong og það leiddi til þess að
Oy var boðið starf hjá EJS hér á
landi. Wirach kom síðan nokkrum
mánuðum síðar. „Ég kom hingað í
febrúar 1998,“ segir Oy sem hafði
aldrei áður komið til Evrópu. „Þá
var snjór og frost, ég hafði aldrei
séð snjó áður með berum augum og
verð að viðurkenna að ég var hrædd.
Þessi munur á árstíðunum var al-
gjörlega framandi. Mér hefur alltaf
fundist Ísland vera sitt hvort landið
eftir því hvort það er sumar eða vet-
ur.“
Eiginmaðurinn kom svo síðar
og þau störfuðu hjá EJS til ársins
2002. Þá lá leiðin aftur til Taílands,
þar sem þau hófu störf hjá þarlendu
símafyrirtæki sem var í eigu fyrr-
verandi forsætisráðherra landsins.
Hafa alltaf unnið saman
Þegar Mart fæddist árið 2004
fóru þau að huga að annarri búsetu.
„Við bjuggum í Bangkok og það tók
okkur þrjá tíma á dag að komast til
og frá vinnu,“ segir Wirach. „Við
höfðum líka áhyggjur af öryggi
Marts, þó að við byggjum í lokuðu
Morgunblaðið/Eggert
Ánægð Oy og Wirach með Mart á milli sín. Þau segja Ísland góðan stað til að búa á, hafa ferðast talsvert um landið og finnst allir staðir á landinu fallegir.
Öðruvísi á góðan hátt
Fluttu til Íslands frá Taílandi og una hag sínum vel í Kópavogi Segja Ísland
góðan og öruggan stað til að ala upp börn Hreinskilni Íslendinga þægileg
Ekki er vitað með vissu af hvaða
Bessa Bessastaðir á Álftanesi
draga nafn sitt. Á Vísindavef Há-
skóla Íslands segir að danska
fræðikonan Jenny Jochens telji að
Snorri Sturluson, sem þar bjó á
þjóðveldisöld, hafi nefnt staðinn
eftir tengdaföður sínum Bersa Ver-
mundarsyni á Borg. Eftir að Snorri
var veginn í Reykholti komust
Bessastaðir í eigu Noregskonungs
og á síðari hluta miðalda var þar
aðsetur æðstu fulltrúa erlends
valds hér á landi.
Samkvæmt vefsíðu forsetaemb-
ættisins hafa fornleifarannsóknir
leitt í ljós að búseta hófst þar á
landnámsöld og árið 1668 urðu
Bessastaðir embættisbústaður full-
trúa konungs, landfógeta og amt-
manns.
Sjálf Bessastaðastofa var byggð
1761-1766, árið 1805 fluttist Hóla-
vallaskóli sem þá var eini lærði
skóli landsins til Bessastaða og
hlaut þá heitið Bessastaðaskóli. Á
þeim tíma sóttu skólann ýmsir
leiðtogar sjálfstæðisbaráttu Íslend-
inga og Fjölnismenn. Skólinn var
fluttur til Reykjavíkur 1846 og eftir
það bjuggu ýmsir á Bessastöðum,
þeirra á meðal skáldið Grímur
Thomsen. Árið 1941 keypti Sig-
urður Jónasson forstjóri Bessa-
staði og afhenti þá íslenska ríkinu
að gjöf svo þar mætti verða bú-
staður ríkisstjóra og síðar forseta-
setur. annalilja@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Bessastaðir Þeir eiga sér langa og
merka sögu allt frá landnámi.
Hver var hann,
þessi Bessi?
Morgunblaðið/Golli
Við borðið Þegar ný stjórn tekur
við er tekin mynd á Bessastöðum.
„Við framleiðum heildarlausnir í
flakavinnslu fyrir hvítfisk,“ segir
Helgi Hjálmarsson, framkvæmda-
stjóri tæknifyrirtækisins Völku í
Kópavogi. Valka var eitt
þeirra fyrirtækja sem hlutu á
dögunum verðlaun Íslensku
sjávarútvegssýningarinnar
fyrir framúrskarandi árang-
ur. Fyrirtækið hannar jafnt
sem framleiðir tæki og búnað
fyrir fiskvinnslur, allt frá stökum
tækjum yfir í heildarkerfi.
„Við erum orðin ellefu ára,“ seg-
ir Helgi. „Við vorum tveir við þetta
í upphafi. Síðan hefur fyrirtækið
vaxið og dafnað og nú eru starfs-
mennirnir tuttugu.“ Í rúmgóðri
starfsstöð fyrirtækisins við
Víkurhvarf í Kópavogi er
unnið að hönnun, forritun,
verkefnastjórn og samsetn-
ingu auk sölu og þjónustu.
Einstaka verkþættir eru unn-
ir af undirverktökum en allt eft-
ir leiðsögn starfsmanna Völku og á
grundvelli hönnunar þeirra.
Viðskiptavinirnir eru sjávar-
Stefnir í 600 milljóna
króna veltu Völku
Er með heildarlausnir í fiskvinnslu
Tækni Í starfsstöð Völku er unnið að hönnun og samsetningu búnaðarins. Einnig sölu og markaðssetningu.