Morgunblaðið - 16.10.2014, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 16.10.2014, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2014 Mótmælendur í Hong Kong gagnrýndu í gær lögregluna eftir að birtar voru myndir þar sem óeinkennisklæddir lögreglumenn sáust berja handjárnaða mótmælendur og sparka í þá. Yfir- maður lögreglunnar sagði að lögreglumennirnir hefðu verið leystir frá störfum eftir árásina. Þeir höfðu tekið þátt í áhlaupi lögreglunnar til að fjarlægja vegartálma við opinberar byggingar í miðborginni. Mikil spenna var á svæðinu í gær. Þúsundir manna söfnuðust þar saman til að hlýða á ræður lýðræðissinna sem hvöttu fólkið til að mótmæla með friðsamlegum hætti. AFP Lögreglan í Hong Kong gagnrýnd fyrir ofbeldi Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur varað við því að allt að 10.000 manns kunni að smitast af ebólu á viku hverri innan tveggja mánaða ef ekki tekst að stöðva út- breiðslu sjúkdómsins. Alls hafa 4.447 dáið og 8.914 smit- ast í ebólufaraldrinum, flestir þeirra í Líberíu, Síerra Leóne og Gíneu. Bruce Aylward, aðstoðarfram- kvæmdastjóri WHO, segir að smit- tilfellunum kunni að fjölga um 5.000 til 10.000 á hverri viku í desember ef allt fer á versta veg. Tveir hjúkrunarfræðingar hafa nú smitast af ebólu á sjúkrahúsi í Texas þar sem ebólusjúklingur var til með- ferðar, að sögn yfirvalda í Banda- ríkjunum í gær. Yfirmaður banda- rískrar sóttvarnastofnunar sagði það „óviðunandi“ að tvö smittilfelli skyldu hafa komið upp á sjúkrahús- inu. Báðir hjúkrunarfræðingarnir önn- uðust Thomas Eric Duncan sem smitaðist af ebólu í Líberíu en veikt- ist eftir að hann kom til Bandaríkj- anna. Hann lést 8. október á sjúkra- húsinu í Texas. Skýrt var frá því um helgina að hjúkrunarfræðingur á sjúkrahúsinu, Nina Pham, hefði greinst með sjúk- dóminn. Hermt var í gær að hún væri ekki talin í lífshættu. Annar hjúkrunarfræðingur fékk síðan sótt- hita í fyrradag og var settur í sóttkví á sjúkrahúsinu. Heilbrigðisyfirvöld sögðu að alls kynnu 76 starfsmenn sjúkrahússins að hafa komist í snertingu við veir- una í þá tíu daga sem Duncan dvaldi á sjúkrahúsinu. Samtök bandarískra hjúkrunarfræðinga segja að þegar Duncan kom fyrst á sjúkrahúsið hafi hann verið sendur heim. Hann hafi farið aftur á sjúkrahúsið nokkrum dögum síðar, með sótthita og fleiri einkenni ebólu, en samt verið látinn sitja klukkustundum saman á bið- stofu. Fræðslu ábótavant? Bandarísk heilbrigðisyfirvöld segja að Pham hafi smitast vegna „brots á öryggisreglum“ en hjúkr- unarfræðingar á sjúkrahúsinu hafa kvartað yfir því að þeir hafi ekki fengið fullnægjandi leiðbeiningar um hvernig koma eigi í veg fyrir ebólusmit. Þeim hafi t.a.m. ekki ver- ið sagt hvað gera eigi við rúmföt og handklæði ebólusjúklingsins. „Það sem gerðist þarna er óvið- unandi, hver sem ástæða smitsins var,“ sagði Anthony Fauci, yfirmað- ur bandarísku sóttvarnastofnunar- innar NIAID. -30 -30 -30 Heimildir: Sjúkrahús, CDC,OMS Biðstofa Gríma Hanskar Klæðst búningi Umönnun sjúklings 1 2 3 Eftirlits- myndavél Útgöngu- herbergi Búnaðurinn er mismunandi eftir sjúkrahúsum Herbergi með undir- þrýstingi Farið úr hlífðarbúningi Hlífðarbúningur er brenndur Öryggis- reglur Loft og agnir komast ekki út Smithættan mest Hörundið má ekki komast í snertingu við ytri hluta hlífðarbúningsins Hendur sótthreinsaðar Einbeitingarskortur vegna þreytu eða hita eykur smithættuna Nákvæmar öryggisreglur: Enginn líkamshluti má komast í snertingu við vessa úr sjúklingi Tveir starfsmenn sjúkrahúss í Bandaríkjunum og hjúkrunarfræðingur í Madríd hafa smitast af ebólu þrátt fyrir strangar öryggisreglur Blóð, saur og æla Mikil hætta Munnvatn Óhreinir fletir Hætta Lækninga- áhöld Rúmföt Lítil hætta Styrkur veirunnar er mjög mikill er sjúklingurinn deyr Hættan á ebólusmiti 10.000 smittilfelli á viku?  Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin óttast að ebólufaraldurinn ágerist  Tveir hjúkrunarfræðingar hafa smitast á sjúkrahúsi í Texas  Tilfellin sögð óviðunandi AFP Mikil smithætta Sjúkraflutn- ingamenn í hlífðarbúningum. Ebóla að vinna » „Ebóla náði forskoti á okk- ur,“ sagði Anthony Banburry, sem fer fyrir neyðarteymi Sameinuðu þjóðanna vegna faraldursins. » „Ebóla komst langt fram úr okkur, fer miklu hraðar en við og er að vinna kapphlaupið.“ Nicola Sturgeon verður næsti leið- togi Skoska þjóðarflokksins (SNP) og að öllum líkindum einnig for- sætisráðherra skosku heimastjórn- arinnar þar sem ljóst er að hún verður ein í fram- boði í leiðtoga- kjöri flokksins. Sturgeon er nú aðstoðarforsæt- isráðherra og tekur við af Alex Salmond sem sagði af sér sem leiðtogi flokksins og forsætisráð- herra eftir að Skotar höfnuðu sjálf- stæði í þjóðaratkvæði 18. sept- ember. Gert er ráð fyrir því að Sturgeon verði kjörin leiðtogi flokksins á fundi í næsta mánuði. Þingið þarf síðan að staðfesta til- nefningu hennar í embætti forsætis- ráðherra. Skoski þjóðarflokkurinn er með nauman meirihluta á þinginu í Edinborg. Sturgeon er 44 ára og var álitin heilinn á bak við baráttuna fyrir sjálfstæði Skotlands. Hún hafði til að mynda yfirumsjón með útgáfu svonefndrar Hvítbókar sem var lýst sem leiðarvísi til sjálfstæðis Skot- lands. Skotar höfnuðu sjálfstæði með 55% atkvæða gegn 45%. Áður höfðu bresk stjórnvöld lofað að auka völd skoska þingsins. Sturgeon sest í stól Salmonds Nicola Sturgeon

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.