Morgunblaðið - 16.10.2014, Page 21

Morgunblaðið - 16.10.2014, Page 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2014 Kaupmannahöfn. AFP. | Danska fyrirtækið Lego er nú stærsti leik- fangaframleiðandi heimsins og hefur skotið keppinautum sínum ref fyrir rass með mikilli sókn í Asíulöndum. Lego skaust fram úr bandaríska leikfangafyrirtækinu Mattel, sem framleiðir meðal annars Barbie- dúkkur, á fyrri helmingi ársins. Það er meðal annars rakið til Lego- kvikmyndar, sem varð til þess að salan á lego-leikföngum jókst, en einnig til þess að vinsældir leikfanga á borð við Barbie-dúkkur hafa minnkað. Mikil samkeppni frá stafrænum leikföngum Það hefur þó ekki verið neinn barnaleikur að ná þessum árangri. Mörg hefðbundin leikfangafyrirtæki hafa átt undir högg að sækja vegna vaxandi samkeppni frá tölvuleikjum og öppum sem mörg hver eru ókeyp- is. Sum fyrirtækjanna hafa reynt að snúa vörn í sókn með tölvuleikjum og stafrænum leikföngum. Lego hef- ur hins vegar farið aðra leið. Niels Lunde, höfundur bókar- innar „Miraklet i Lego“, segir að fyrir um það bil áratug hafi stjórn- endur fyrirtækisins óttast að lego- kubbarnir myndu ekki standast samkeppnina frá stafrænum leik- föngum og tölvuleikjum. Fyrirtækið hafi rambað á barmi gjaldþrots árið 2004 þegar Kjeld Kirk Kristiansen, erfingi stofnanda fyrirtækisins, hafi þurft að leggja 800 milljónir danskra króna, sem svarar 16,5 milljörðum íslenskra, í fyrirtækið. Aftur til upprunans Nýr forstjóri fyrirtækisins, Jörg- en Vig Knudstorp, ákvað að færa fyrirtækið aftur til upprunans með því að leggja áherslu á framleiðslu lego-kubbanna en auka jafnframt tekjur af leyfisgjöldum, m.a. af Legoland-skemmtigörðum. „Umskiptin urðu þegar þeir átt- uðu sig á því að plastkubbarnir eru svo sannarlega frábær leikföng ennþá,“ sagði Lunde. Á fyrri helmingi ársins voru tekjur Lego þrisvar sinnum meiri en á sama tímabili árið 2008. Salan á leikföngum Mattel heldur hins vegar áfram að minnka, til að mynda um 9,1% á öðrum fjórðungi ársins. Salan stórjókst í Kína Lego hefur einkum sótt í sig veðr- ið í Kína. Þar jókst salan á lego- leikföngum um 50% á fyrri helmingi ársins og fyrirtækið hóf byggingu fyrstu lego-verksmiðjunnar þar í landi. James Button, sérfræðingur í markaðsmálum í Kína, segir að Lego standi vel að vígi þar í landi vegna þess að kínverskir foreldrar leggi mikið upp úr því að börnin leiki sér að þroskandi leikföngum. „Kína er land einkabarnanna og foreldr- arnir eru tilbúnir að eyða miklum peningum í leikföng handa þeim,“ segir Button. Heimild: LEGO LEGO sigrar heiminn Ole Kirk Kristiansen seldi tréleikföng sem hann smíðaði sjálfur Nafnið LEGO er dregið af orðunum „Leg godt“ (leiktu vel Plastkubbar settir á markað Fyrsta LEGOLANDIÐ opnað: 625.000 gestir á fyrsta ári garðsins LEGO á meðal tíu stærstu leikfanga- framleiðenda heimsins LEGO endurskipulagt Rekstrarhalli að andvirði 20 milljarða íslenskra króna Fólk á að meðaltali 11.755 starfsmenn. þeirra á meðal yfir 180 hönnuðir söluaukning á fyrri helmingi ársins miðað við sama tímabil á síðasta ári í 130 löndum 700 milljarðar kubbafígúra 5 milljarðar Sala Kína Stærsti leikfangaframleiðandinn LEGO í tölum Fyrri helmingur ársins 2014 milljarðar íslenskra króna LEGO 256 milljarðar íslenskra króna Mattel 243 Velta 25 20 10 5 15 2004 2007 2010 2013 Í milljörðum danskra króna ma. ísl. kr. 50% 94 kubba Fyrsta LEGO- kvikmyndin LEGO-fígúrur á markað 25,4 523 Lego-kubbarnir í stórsókn í landi einkabarnanna Enn einn Norðmaðurinn er fallinn í Sýrlandi. Samkvæmt fréttum norska ríkisútvarpsins, NRK, í fyrradag barðist hann með bókstafs- trúarhreyfingunni Ríki íslams og er tíundi maðurinn með norskan bak- grunn, eins og það er orðað, sem fellur þar í landi. Öryggisþjónusta norsku lögregl- unnar, PST, telur að alls hafi 60 manns farið frá Noregi til að berj- ast í Sýrlandi, flestir í þágu Rík- is íslams og hefur straumurinn vaxið eftir að samtökin lýstu yfir stofnun ríkis í sumar. Af þessum 60 eru minnst tíu Norð- menn, sem hafi snúist til íslams. Lars Gule, sérfræðingur í öfga- hreyfingum við Háskólann í Ósló og Akershus, telur að sterkar tilfinn- ingar búi að baki hjá þeim, vonbrigði og beiskja. Þeim finnist þeir hafi ver- ið óréttlæti beittir: „Um leið finnst þeim að sannleikanum sé haldið frá þeim, einmitt vegna þess að þeir upplifa að heimurin sé óréttlátur. Þeir halda að að um sé að ræða áróð- ur og lygar.“ Gule bætir við í samtali við NRK: „Þeir sem eru sannfærðir um að þeir berjist í þágu guðs líta á þetta sem píslarvætti. Það er kappsmál margra. … Það er ekki víst að það fæli frá að norskur vígamaður Ríkis íslams hafi verið drepinn í Sýrlandi.“ Fjöldamorð og ánauð Sameinuðu þjóðirnar greindu frá því í fyrradag að Ríki íslams hefði myrt fimm þúsund karla úr röðum jasída í Írak með köldu blóði og hneppt allt að sjö þúsund konur í ánauð þegar þeir réðust á heimkynni þeirra í Norður-Írak í ágúst. Var verknaðinum líkt við tilraunina til þjóðarmorðs í Srebrenica í Bosníu 1995. Jasídarnir nutu verndar 16 þúsund hermanna Kúrda, sem flúðu þegar þúsund vígamenn Ríkis íslams birtust. Norðmaður fellur í Sýrlandi  Straumur frá Noregi til Ríkis íslams Fáni Ríkis íslams. Réttarhöld hafa hafist að nýju í máli spretthlauparans Oscars Pistorius sem var dæmdur í síðasta mánuði fyrir manndráp af gáleysi. Dómarinn í málinu, Thokozile Masipa, á eftir að ákveða refsingu hans. Pistorius á yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi fyrir að hafa orðið unnustu sinni, Reevu Steenkamp, að bana en einnig er mögulegt að hann verði dæmdur í skilorðsbundið fangelsi eða til greiðslu sektar. Faðir Steenkamp fylgist hér með réttarhöldunum í Pretoríu. AFP Enn réttað í máli Pistorius Hátúni 6a • 105 Reykjavík • Sími 552 4420 • www.fonix.is Heimilistækjadagar20% afslá ttur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.