Morgunblaðið - 16.10.2014, Qupperneq 25
UMRÆÐAN 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2014
Hestamennirnir Gunnar Arnarson
og Kristbjörg Eyvindsdóttir geysast
fram á ritvöllinn í Fréttablaðinu sl.
þriðjudag til að tjá sig um staðsetn-
ingu Landsmóts hestamanna.
Í upphafi greinar fara þau Gunnar
og Kristbjörg raunar með rangt mál
og segja að senn verði tekin ákvörð-
un um hvar halda skuli Landsmót
hestamanna árið 2016. Staðreyndin
er sú að Landssamband hesta-
mannafélaga (LH) auglýsti árið 2011
eftir stað undir landsmótin 2014 og
2016 og rann umsóknarfrestur um
mótshaldið út 30. nóvember 2011.
Meðal þeirra sem sóttu um að halda
Landsmót 2016 voru hestamanna-
félögin í Skagafirði sem buðu fram
Vindheimamela í Skagafirði, sem er
sá staður sem Landsmót hesta-
manna hafa oftast verið haldin á.
Samþykkti stjórn LH að mótið 2014
skyldi haldið á Hellu og mótið 2016 á
Vindheimamelum. Staðsetning
Landsmóts hestamanna 2016 hefur
því verið ákveðin og verður mótið
haldið á Vindheimamelum í Skaga-
firði.
Í kjölfar þessarar samþykktar
stjórnar LH hafa forsvarsmenn
Landssambands hestamannafélaga,
Landsmóts ehf., hestamannafélag-
anna í Skagafirði og sveitarfélag-
anna í Skagafirði fundað nokkrum
sinnum um mótið 2016 og hafið und-
irbúning þess. Til stóð að fjárhags-
legur undirbúningur mótsins hæfist
sl. vor með sameiginlegri yfirferð að-
ila yfir praktíska hluti, s.s. mati á við-
haldi og frekari uppbyggingu svæð-
isins, tekju- og útgjaldaliðum
mótsins og mögulegri skiptingu
þeirra á aðila, markaðssetningu
mótsins o.fl. Stjórn Landsmóts ehf.
ákvað hins vegar að bíða með form-
lega samningagerð fram yfir lands-
mótið sl. sumar vegna anna við und-
irbúning þess og til að betur lægi
fyrir hvað þyrfti að hafa í huga við
samningagerðina. Til staðfestingar
vilja Landsmóts ehf. um að halda
mótið á Vindheimamelum 2016 kom
formaður LH, sem einnig er formað-
ur stjórnar Landsmóts ehf., ásamt
öðrum stjórnarmanni LH til Sauð-
árkróks í maí sl. og ritaði þar því til
áréttingar undir viljayfirlýsingu um
að halda glæsilegt og skemmtilegt
landsmót hestamanna dagana 27.
júní til 3. júlí 2016 á Vindheimamel-
um í Skagafirði. Var við það sama
tækifæri ákveðið að hestamanna-
félögin í Skagafirði og sveitarfélögin
í Skagafirði yrðu við áskorun þess-
ara stjórnarmanna LH um að vera
með sérstakan kynningarbás á
landsmótinu á Hellu til að kynna
næsta Landsmót hestamanna á
Vindheimamelum árið 2016.
Það sem er rétt í grein Gunnars og
Kristbjargar er hins vegar það að 1.
ágúst sl. auglýsti LH eftir umsókn-
um um stað fyrir Landsmót hesta-
manna árið 2018. Umsóknarfrestur
rann út 25. september sl. og má því
senn búast við að tilkynnt verði
hvaða staður verður fyrir valinu í
það skiptið.
Gjalda þarf varhug við boðskap
þess efnis að Landsmót hestmanna
eigi eingöngu að fara fram á einum
stað á landinu og það aðeins í höf-
uðborginni en ekki á landsbyggðinni.
Fyrir liggur að gríðarleg reynsla er
af skemmtilegu og vel heppnuðu
mótahaldi víðar um landið og má
nefna Hellu og Vindheimamela því
til staðfestu en þar hafa verið byggð
upp afar skemmtileg mótssvæði á
liðnum áratugum. Mikilvægt er að
ekki verði enn frekar reynt að ala á
sundrungu milli höfuðborgar og
landsbyggðar og teygja þá umræðu
inn á vettvang hestamanna. Nóg er
nú samt af þeirri umræðu annars
staðar í þjóðfélaginu.
Landsmót hestamanna ekki
aðeins fyrir suma hestamenn
Eftir Jónínu Stefánsdóttur,
Pétur Grétarsson
og Harald Jóhannesson
» Gjalda þarf varhug
við boðskap þess
efnis að Landsmót
hestamanna eigi ein-
göngu að fara fram á
einum stað á landinu
Undirritun Við undirritun viljayfirlýsingar um að Landsmót hestamanna
2016 skyldi haldið á Vindheimamelum í Skagafirði.
Höfundar skrifa fyrir hönd Gullhyls,
félags sem sér um mótahald á Vind-
heimamelum í Skagafirði.
• Barnalæsing
• Mikil einangrun
• CE vottuð framleiðsla
• Sérsmíði eftir málum
• Glerjað að innan
• Áratuga ending
• Næturöndun
Sýningarsalur í Skipholti 35 • Seljabót 7, Grindavík • www.pgv.is • Sími 510 9700
Veldu viðhaldsfrítt
PVC gluggar og hurðir - íslensk framleiðsla fyrir íslenskt veðurfar
Fjárskortur tveggja stóru sjúkrahúsanna virðist vera stöðugt vandamál.
Þeir auknu fjármunir sem settir voru inn í heilbrigðiskerfið hafa ekki
náð að mæta nægilega vel fjárþörfum þess. Starfsfólk í heilbrigðis-
kerfinu hefur kvartað í fjölmiðlum yfir slæmu ástandi lækningatækja
auk þess sem viðhaldi hefur verið ábótavant. Þess vegna eru aðstæður
sem starfsfólk býr við ekki nógu góðar. Atgervisflótti lækna er viðvar-
andi og nú stefnir í að senn muni vanta krabbameinslækna. Hér með er
skorað á hæstvirtan heilbrigðisráðherra, sem örugglega er hinn mætasti
maður, og fjárveitingarvaldið að taka til hendinni myndarlega og veita
aukna fjármuni til heilbrigðiskerfis og sjúkrahúsa. Núverandi ástand er
ekki nógu gott.
Sigurður Guðjón Haraldsson.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Fjárskortur
Landspítalinn Mikill niðurskurður hefur verið í heilbrigðiskerfinu sl. ár.
Alda Guðnadóttir – Hjördís Sigurjónsd. 56,3
Arngunnur Jónsd. – Stefanía Sigurbjd. 54,5
Bryndís Þorsteinsd. – María Haraldsd. 52,3
Gullsmárinn
Spilað var á 10 borðum í Gullsmára
fimmtudaginn 9. október.
Úrslit í N/S:
Björn Árnason - Auðunn R.Guðmss. 224
Guðrún Hinriksd. - Haukur Hanness. 222
Birgir Ísleifsson - Jóhann Ólafss. 180
A/V
Gunnar Alexanderss. - Elís Helgason 216
Ernst Backman - Hermann Guðmss. 191
Samúel Guðmss. - Jón Hanness. 183
Spilað var á 11 borðum mánudag-
inn 6. október.Úrslit í N/S:
Kristín Óskarsd. - Unnar A.Guðmss. 221
Þórður Jörundss. - Jörundur Þórðarson 191
Guðlaugur Nielsen - Pétur Antonsson 183
Ernst Backman - Hermann Guðmss. 180
A/V
Samúel Guðmss. - Jón Hannesson 212
Kristín Ísfeld - Óttar Guðmss. 192
Birgir Ísleifsson - Jóhann Ólafsson 184
Gunnar Alexanderss. - Elís Helgason 182
Íslandsmót í einmenningi
Íslandsmótið í einmenningi fer fram 17.-18.
okt. nk. Hefst spilamennska kl. 19 á föstu-
dagskvöld og kl. 11 laugardaginn 18. október.
Mótslok eru um 18:30. Hægt er að skrá sig í
síma 587-9360 og á bridge@bridge.is.
Kjartan Jóhannsson varð Íslandsmeistari í
fyrra. Skráningu lýkur á miðnætti fimmtu-
daginn 16. okt. Keppnisgjald er 3.000 krónur.