Morgunblaðið - 16.10.2014, Page 35

Morgunblaðið - 16.10.2014, Page 35
kaupa í Keflavík. Hann hefur nú verið framkvæmdastjóri Eign- arhaldsfélags Smáralindar frá 2010. Sturla Gunnar var stjórnar- formaður Sérleyfisbíla Keflavíkur um langt árabil, situr í stjórn Markaðsstofu Kópavogs og hefur setið í fjölmörgum nefndum og ráðum sem og stjórnum ýmissa fyrirtækja í gegnum tíðina. Sturla Gunnar var búsettur í Njarðvík í 16 ár, með fyrri eigin- konu sinni, Sigurlaugu Reynis- dóttur, sem lést 2008 og dætrum þeirra, Erlu Maríu og Svövu Rún. Hann er nú nýkvæntur og býr í Kópavogi með sinni heittelskuðu eiginkonu, Ingibjörgu Gunnars- dóttur, en þau giftu sig í sumar í Kópavogskirkju. Leiðsögumaður fjölskyldunnar Sturla Gunnar hefur ýmis járn í eldinum þegar kemur að áhuga- málum: „Ég hef stundað laxveiði af kappi með vinum og fjölskyldu um langt árabil, fer t.d. árlega með gömlum skólabróður mínum, Tryggva Leifi Óttarssyni, í Mið- fjarðará. En ég á margar aðrar uppáhaldsár sem er erfitt að gera upp á milli, s.s. Norðurá, Langá á Mýrum og Grímsá í Borgarfirði að ógleymdri Stóru-Laxá í Hreppum. Þá hef ég farið með félögum mínum í Oddfellowreglunni í Rangárnar á undanförnum árum. Það er líka óviðjafnanlegt að fara á skak fyrir vestan í góðu veðri. Svo má ekki gleyma golfinu sem ég spila með eiginkonunni. Auk þess er ég aftur farinn að spila brids eftir langt hlé. Ég hef verið að lesa Íslendinga- sögurnar hjá Endurmenntun HÍ um langt árabil og hef alltaf jafn gaman af þeim. Núna er ég að lesa Orkneyjasögu og er sífellt að tengja saman landið og söguna. Við ferðumst mikið innanlands og sagan gefur landinu líf og merk- ingu. Ég hef því gaman af að segja fjölskyldumeðlimum frá ýmsum sögum og skemmtilegum fróðleik þegar ekið er um landið, ekki síst á Njáluslóðum á Suðurlandi og í Dölunum, þar sem fornir kappar og fagrar konur minna á sig við hvert fótmál.“ Fjölskylda Eiginkona Sturlu Gunnars er Ingibjörg Gunnarsdóttir, f. 2.8. 1959, starfsmannastjóri Domino’s á Íslandi. Fyrri eiginkona Sturlu Gunnars var Sigurlaug Reynisdóttir, f. 7.6. 1964, d. 12.4. 2008, fjármálastjóri, bókari og umboðsmaður. Dætur Sturlu Gunnars og Sigur- laugar eru Erla María Sturludótt- ir, f. 18.3. 1984, verkefnastjóri í fjármálaráðgjöf, búsett í Reykja- vík en maður hennar er Jónas Guðni Sævarsson, knattspyrnu- maður og sjálfstæður söluaðili, og eru börn þeirra Sigurlaug Eva, f. 2009, Steinunn Kara, f. 2009, og Jónas Adrian, f. 2013; og svo Svava Rún Sturludóttir, f. 1.11. 1997, starfsmaður Domino‘s og nemi við VÍ. Börn Ingibjargar af fyrra hjóna- bandi eru Pétur Benedikt Rafns- son, f. 14.5. 1982, stöðvarstjóri hjá Stofnfiski ehf., búsettur í Kópa- vogi, og er dóttir hans Apríl Lea Pétursdóttir Schally; Hjördís Perla Rafnsdóttir, f. 15.2. 1986, guðfræðingur og sálfræðinemi, bú- sett í Leeds í Englandi, en unnusti hennar er Kári Árnason, viðskipta- fræðingur og knattspyrnumaður. Systkini Sturlu Gunnars eru Karl Einarsson, f. 21.2. 1963; Erla Eðvarðsdóttir, f. 15.4. 1963; Eyþór Eðvarðsson, f. 11.9. 1967; Sigrún Edda Eðvarðsdóttir, f. 20.7. 1971; Elsa Eðvarðsdóttir, f. 5.7. 1978. Foreldrar Sturlu Gunnars eru Eðvarð Sturluson, f. 23.3. 1937, lengst af bifreiðastjóri á Suður- eyri, og Arnbjörg Jóna Bjarna- dóttir, f. 4.10. 1943, lengst af hús- freyja á Suðureyri. Þau búa nú í Kópavogi. Úr frændgarði Sturlu Gunnars Eðvarðssonar Sturla Gunnar Eðvarðsson Elísabet María Andrésdóttir húsfreyja á Flateyri Friðrik Þórður Bjarnason sjóm. á Flateyri Bjarni G. Friðriksson vitavörður og sjóm. á Suðureyri Sigurborg Sumarlína Jónsdóttir húsfreyja á Suðureyri Arnbjörg Jóna Bjarnadóttir húsfreyja á Suðureyri Arnfríður Guðmundsdóttir húsfreyja á Suðureyri Jón Hálfdán Guðmundsson b. og sjóm. á Suðureyri Elías Mar skáld og rithöfundur Cæsar Benjamín Hallbjarnarson Mar kaupm. og rithöfundur í Rvík Sigrún Sigurðardóttir húsfreyja á Suðureyri Hallbjörn E. Oddsson b. og kennari á Suðureyri, ættfaðir Hallbjarnarættar, af ætt Skúla fógeta Kristey Hallbjarnardóttir húsfreyja á Suðureyri Sturla Jónsson útgerðarm. og hreppstj. á Suðureyri Eðvarð Sturluson bifreiðastj. og oddviti á Suðureyri Kristín Kristjánsdóttir húsfreyja á Suðureyri Jón Einarsson íshússtj. og skipstj. á Suðureyri ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2014 95 ára Stefán Sigurðsson 90 ára Bjarni Sigurðsson 85 ára Margrét H. Sveinsdóttir Sigríður Sigurjónsdóttir 80 ára Björn H. Haraldsson Erla Jónatansdóttir Guðlaug Rakel Pétursdóttir Hreinn Sigurðsson Inga Hulda Eggertsdóttir Ragnar Pétursson 75 ára Baldur Garðarsson Guðný Ósk Óskarsdóttir Guðrún Friðgerður Samúelsdóttir Jóhannes Viggósson Ólafur Fr. Mixa Pétur Vatnar Hafsteinsson Sara Sigurðardóttir 70 ára Auður Franklín Ásgerður Gísladóttir Gísli Pálsson Gunnhildur Þórhallsdóttir Hafdís Ellertsdóttir Hulda Stefánsdóttir Jóhann Runólfsson Katrín Pálsdóttir Steinunn Hjartardóttir 60 ára Agustin Navarro Cortes Ástríður E. Guðmundsdóttir Einar Sólonsson Helga Sigurjónsdóttir Kristín A. Samúelsdóttir Kristín Hallsdóttir Theodór Júlíus Sólonsson Tryggvi Þormóðsson 50 ára Aníta Hannesdóttir Fatima Ait Caid Guðný Sigríður Sigurþórsdóttir Gunnar Þór Gunnarsson Jóhanna Rútsdóttir Jón Benediktsson Lára Elísabet Eiríksdóttir Mariusz Tomasz Piasecki 40 ára Abigael Sörine Rakel Kaspersen Andri Ottó Ragnarsson Ari Már Ólafsson Gísli Steinar Jóhannesson Israel Martin Concepcion Sigríður Árnadóttir Sólveig Þórdís Einarsdóttir 30 ára Anna Rún Austmar Steinarsdóttir Arnar Sigurgeirsson Ágúst Þór Birnuson Elísa Kristín Arnarsdóttir Guðný Andrésdóttir Kristrún Anna Skarphéðinsdóttir Sigurdís Halldóra Erlendsdóttir Sólveig Ingadóttir Thomas Piraud Yoan Lyubenov Vidyov Til hamingju með daginn 30 ára Sigurlaug ólst upp í Kaupmannahöfn og síð- an í Reykjavík, býr þar, lauk BA-prófi í myndlist frá LHÍ, er tónlistarkona sem kemur fram undir nafninu Mr. Silla og leikur með hljómsveitinni Múm, Snorra Helgasyni og Low Roar. Foreldrar: Katrín Guðrún Sigurðardóttir, f. 1947, fyrrv. stuðningsfulltrúi, og Gísli Ólafsson, f. 1947, fyrrv. alþingisvörður. Sigurlaug Gísladóttir 30 ára Ósk ólst upp á Sauðárkróki og býr þar, lauk sveinsprófi í kjötiðn frá VMA og er kjötiðn- aðarmaður hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Maki: Axel Sigurjón Eyj- ólfsson, f. 1981, vélstjóri. Börn: Anton Þorri, f. 2007, Bríet, f. 2010, og Eydís Inga, f. 2014. Foreldrar: Kristjana Björg Frímannsdóttir, f. 1953, og Bjarni Hall- dórsson, f. 1952. Ósk Bjarnadóttir 30 ára Sigrún ólst upp á Akureyri og í Reykjavík, býr þar og starfar hjá Arion banka. Sonur: Ásgeir Volkan, f. 2011. Systkini: Bjarni, f. 1989; Esther, f. 1991 og Jakob, f. 1992. Hálfsystir: Rannva Björk, f. 2006. Foreldrar: Jakob Bjarna- son, f. 1960, viðskipta- fræðingur, og Elísa Guð- rún Ragnarsdóttir, f. 1959, félagsráðgjafi. Sigrún Arna Jakobsdóttir Guðmundur Haukur Jörgensen hefur varið doktorsritgerð sína við lækna- deild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið Sértækur skortur á immúnó- glóbúlíni A á Íslandi – Faraldsfræði, sjúkdómsbirting og tengsl við arfgerð- arbreytingar (Selective Immuno- globulin A deficiency in Iceland – Epi- demiology, clinical features and genetic analysis). Í dag eru þekktir yfir 200 meðfæddir ónæmisgallar hjá mönnum. Oftast er um galla í vessabundna ónæmiskerfinu að ræða og er sértækur skortur á imm- únóglóbúlíni A (SIgAD) þeirra algeng- astur með algengi í kringum 1:600 í hinum vestræna heimi. Meginmarkmið þessarar rannsóknar var að meta al- gengi SIgAD á meðal íslenskra blóð- gjafa og í mismunandi sjúklingaþýðum og að rannsaka heilsufar, lífsgæði og vefjaflokka arfgerð einstaklinga með SIgAD. Rannsakaðir voru 43 einstaklingar með SIgAD (32 fullorðnir og 11 börn) og auk þess var hópur valinn af handahófi úr þjóðskrá (63 einstaklingar), til sam- anburðar við fullorðna einstaklinga með SIgAD. Algengi SIgAD á meðal íslenskra blóðgjafa var 1:572. Samanborið við viðmiðunarhóp, þá fengu einstaklingar með SIgAD bæði oftar og alvarlegri sýkingar í efri og neðri öndunarvegi og höfðu oftar verið greindir með ofnæmis- og sjálfs- ofnæmissjúkdóma, með marktæk áhrif á lífsgæði. Vefjaflokka arfgerðin HLA- B8, DR3,DQ2 sem hefur þekkt tengsl við ýmsa sjálfsofnæmissjúkdóma, var algeng á meðal einstaklinga með SIgAD og jafnframt reyndist algengi sjálfs- ofnæmissjúkdóma aukið á meðal ætt- ingja þeirra. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að heilsufarslegar afleiðingar SIgAD séu meiri en áður hefur verið tal- ið og gefa tilefni til að auka eftirlit með þeim einstaklingum sem greinast með SIgAD. Jafnframt gefa niðurstöður til kynna að sameiginlegur erfðafræðileg- ur bakgrunnur geti legið að baki mein- myndun SIgAD og sjálfsofnæmis- sjúkdóma. Doktor í læknisfræði Guðmundur Haukur Jörgensen er fæddur 1975 í Reykjavík. Hann lauk stúdents- prófi af náttúrufræðibraut Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi árið 1995, prófi í læknisfræði við Háskóla Íslands árið 2002 og sérnámi í heimilislækningum árið 2009. Guðmundur hóf doktorsnám við Læknadeild Háskóla Íslands árið 2004 og hefur frá árinu 2011 starfað sem heimilislæknir í Uppsölum í Svíþjóð. Foreldrar Guðmundar eru Róbert W. Jörgensen, fv. forstjóri, og Erla D. Lárus- dóttir verslunarstjóri. Eiginkona Guðmundar er Ragna Hlín Þorleifsdóttir læknir og eiga þau börnin Erlu Hlín, Þorleif Darra og Sögu Diljá. Doktor Hægt er að sendamynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is www.danco.is Heildsöludreifing Fyrirtæki og verslanir Heildarlausnir í umbúðum Kraftpappír litaður og ólitaður Skreytingaefni Gjafa- og flöskupokar Umbúðarúllur í öllum stærðum og gerðum Mikið úrval af pakka- böndum/krulluböndum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.