Morgunblaðið - 16.10.2014, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 16.10.2014, Qupperneq 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2014 Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • sími 580 3900 • www.fastus.is • opið mán - fös 8.30 - 17.00 F A S TU S _E _3 1. 08 .1 4 Muna að drekka vatn Veit á vandaða lausn • Venjulegt vatn + sódavatn • Tengist beint við vatnslögn • Sparar pláss þar sem ekki þarf vatnsdunk • Hægt að stilla hitastig vatns frá 5-20°C • Ljós kemur þegar þrífa þarf vél eða skipta um filter Frábær vatnsvél fyrir fyrirtæki Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þótt þér finnist allt vera að fara úr böndunum skaltu ekki örvænta því að útlitið er ekki eins slæmt og þér sýnist. Skoðaðu málið vandlega. 20. apríl - 20. maí  Naut Samskipti þín við fjölskylduna eru kraftmikil og skemmtileg. Mundu að þótt auðvelt sé að taka lán er erfiðara að borga. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Hálfnað er verk þá hafið er. Hafðu ekki áhyggjur, þú kannt öðrum betur að eyða peningum á skynsaman máta. Veldu þér gildismat sem hægt er að reiða sig á. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þó að niðurstöðurnar berist ekki jafn skjótt og hrúturinn hefði kosið, á hann að halda sig við efnið. Láttu þau samt ekki buga þig því þú hefur nægan styrk til að takast á við málin. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Áhugaverðir einstaklingar koma inn í líf ykkar á næstunni. Okkur hættir til að taka þessum dýrmætu stundum sem sjálfsögðum hlut. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er erfitt að velja sér viðmæl- endur þegar um flókin og viðkvæm mál er að ræða. Galdurinn er að hafa frumkvæðið sjálfur en ekki bara bíða byrsins. 23. sept. - 22. okt.  Vog Tunglið er í þínu merki í dag og ýtir undir tilfinningasemi af þinni hálfu. Léttu á huga þínum og þá öðlastu þá ró sem þú þarfnast. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það getur reynst þér skeinu- hætt að hlaupa í blindni eftir athugasemdum annarra. Hvort sem þú velur í aðstæðum dagsins mun það enda með hlátri. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Atburðarásin stigmagnast og þú lætur berast með straumnum. Maður þarf ekki endilega að samþykkja lífsmáta annarra en það er líka alveg óþarfi að vera á móti. 22. des. - 19. janúar Steingeit Hlustaðu á aðfinnslur starfsfélaga þinna og taktu þær alvarlega. Tækifæri ligg- ur í loftinu og gefst þeim sem er tilbúnastur að grípa. Kannski læknast efinn ef þú gerir einhverjum greiða. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Á tilfinningaþrungnu augnabliki gæti reynst rétt að greiða götu einhvers, gefa mikið þjórfé eða lifa hátt. Gerðu það sem til þarf að koma þér í samt lag. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það verður ekki bæði sleppt og hald- ið svo þú þarft að gera það upp við þig hvað þú raunverulega vilt. Velgengni felst að stórum hluta í réttri tímasetningu. Jón Ingvar Jónsson kastaði framá Boðnarmiði: Víða finnast vísnabullur vorum heimi í. Ætti ég að yrkja fullur eða sleppa því. Hreinn Guðvarðarson svaraði að bragði: Víða finnast vísnabullur vorum heimi í. Hver sem ekki yrkir fullur ætti að sleppa því. Davíð Hjálmar Haraldsson yrkir þessa gagaravillu, sem er það af- brigði gagaraljóða þegar endarím- ið er skothent: Sjaldan Gunnu hendir happ. hún fann nýjan blóðmörskepp. Þá fór hún að þylja rapp þar til hún var send á Klepp. Í tilefni af haustvísum Jóns Arn- ljótssonar sem hér birtust í gær, þar sem talað var um að það mald- aði yfir tún, segir Davíð Hjálmar Haraldsson: „Þetta hef ég heyrt þótt ekki sé mér orðið tamt og ekki er það á meðal 730 veðurorða í dag- bók föður míns. Er orðið ekki einn- ig nothæft í limru? „Með haustinu maldrar í móinn og marjátlan hverfur og spóinn en þótt kólni í bráð þá kunnum við ráð kvað Pétur og pissaði í skóinn.“ Páll Imsland segir skemmtilegt að skilja loksins hvaðan þetta mal- dur er sprottið og hver grunnmerk- ing orðsins sé: Á haustin úr muggunni maldar svo móinn snöggt hrímhvítu faldar og berin öll frjósa, kýr leita fjósa og frost bítur loppurnar kaldar. Skírnir Garðarsson segist á Leirnum ekki ætla að malda í mó- inn, en getur um grein eftir dr. Gunnar Kristjánsson um ár séra Matthíasar á Móum á Kjalarnesi. Þau voru honum mjög erfið og seg- ist Skírnir nýlega hafa lesið um þær hremmingar og sorglegu atburði sem lauk með því að séra Matthías missti konu sína Elínu Knudsen, sem hann tók mjög nærri sér. – En „eitthvað hressilegt verður þó að yrkja hér“, bætir hann við: Á tölvumáli væri titillinn: „Moaar mattajoch.“ Móaárin Matta Jokka mögur vóru á nesi kjalar, oft þó færi út að skokka ekki naut hann þeirrar dvalar. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Vísnabullur og maldað í móinn Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG VONA AÐ ÞÚ HAFIR SENT JÓNI ÁRSÆLI REIKNINGINN FYRIR TIMBRINU.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að segja það með blómum ÞÚ GETUR VALIÐ UM VEKJARAHLJÓÐ ÞENNAN MORGUN HVORT VILTU GAMANMÁL EÐA FRÓÐLEIK? GAMANMÁL HEFURÐU HEYRT ÞENNAN UM KÖTTINN OG SLÁTTUVÉLINA? ÉG HATA MORGNA ÞVÍ MIÐUR – ÞESSI KASTALI ER REYKLAUS!! BROS Í BRÚSA, 100 KR. Víkverji var stöðvaður af lögregl-unni um daginn. Víkverji var á heimleið eftir langan vinnudag og var víst orðinn nokkuð stressaður á að komast heim fyrir leikinn gegn Hol- lendingum. Fór Víkverji því nokkuð greitt og neyddist til að snögghemla þegar hann áttaði sig á því að göngu- ljós nokkur voru rauð en ekki græn. Áður en Víkverji vissi hvað hafði gerst hafði hann náð að lulla yfir á rauðu ljósi með mótor- hjólalögreglumann á næstu akrein. x x x Sá var skiljanlega nokkuð svekkturút í Víkverja og spurði hvað hann hefði verið að hugsa. Víkverji gat ekki útskýrt það með öðru en að sig hefði gripið „stresspaník“. Lög- reglumaðurinn atyrti Víkverja nokk- uð fyrir háttalagið, skiljanlega, enda vissi hann upp á sig alla skömmina. Líklega sá lögreglumaðurinn aumur á þessum stressaða blaðamanni, því að eftir að hann hafði skoðað öku- skírteinið, og spurt hvort Víkverji hefði neytt áfengis síðdegis á mánu- degi, leyfði hann honum að halda áfram leið sinni án frekari eftirkasta. „Það þýðir ekki að vera stressaður í umferðinni. Það verður að fara var- lega,“ voru lokaorð lögreglumanns- ins og vill Víkverji koma þeim til skila við alþjóð. x x x Þetta er í annað sinn sem Víkverjihefur verið stöðvaður af lögregl- unni á sínum ökumannsferli. Í fyrra sinnið hafði Víkverji náð þeim árangri að hann „keyrði of vel“ við hliðina á lögreglubíl, með þeim afleið- ingum að þá fór að gruna að ökumað- urinn væri annaðhvort próflaus eða drukkinn – nema hvort tveggja væri. Sem betur fer var Víkverji hvorugt. x x x Enn af umferð. Móðir Víkverja varað keyra út úr innkeyrslunni heima hjá sér þegar hún var hárs- breidd frá því að keyra niður hjól- reiðamann á götunni. Var þar um að kenna því „sparnaðarráði“ borg- arinnar að kveikja helst ekki á götu- vitum nema í svartasta myrkrinu. Vonandi verður ekki áframhald þar á, nú þegar drunginn færist yfir. vík- verji@mbl.is Víkverji Að óttast Drottin er upphaf speki, þeir vaxa að viti sem hlýða boðum hans. Lofstír hans stendur um eilífð. (Sálmarnir 111:10)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.