Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.10.2014, Side 4
Allt hverfist um liðsheild-
ina og spennustigið
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.10. 2014
„Ég hef litla trú á því að Fram
bjargi sér,“ segir Sigmundur spurð-
ur um fallbaráttuna milli Fram og
Fjölnis. Þórsarar eru sem kunnugt
er þegar fallnir.
„Framarar hafa sjaldan leikið
eins lélega knattspyrnu og í sumar
og falldraugurinn vofir yfir þeim.
Það varð ljóst þegar liðið tapaði
fyrir Fjölni heima á dögunum – í
hreinum úrslitaleik um sæti í deild-
inni,“ segir hann.
Stjórn Fram og nýi þjálfarinn,
Bjarni Guðjónsson, veðjuðu á
marga unga leikmenn í sumar og
Sigmundur segir þá áhættu einfald-
lega ekki hafa borgað sig. „Fram
varð bikarmeistari í fyrra og komst
þar með í Evrópukeppni. Hvað
gera menn þegar þeir fara í Evr-
ópukeppni? Þeir styrkja sig. Fram
valdi að fara aðra leið.“
Sigmundur segir erfiða tíma
framundan hjá Fram falli liðið í 1.
deild um helgina. „Fram kemur
örugglega ekki til með að leika á
Laugardalsvellinum í 1. deild – leik-
ir liðsins fara þá líklega fram á
gervigrasvelli Fram Úlfarsárdal. Þá
verður að hafa hröð handtök að
byggja upp aðstöðu fyrir áhorf-
endur.“
Hann segir marga Framara ugg-
andi. „Fari liðið niður gerist það á
vakt útfararstjóra,“ segir Sigmund-
ur en Sverrir Einarsson útfar-
arstjóri er formaður knatt-
spyrnudeildar Fram. „Og allir vita
að það sem útfararstjórar setja nið-
ur kemur ekki upp aftur! Nema
menn trúi þá á uppvakninga.“
Fram tapaði fallslagnum gegn Fjölni.
Morgunblaðið/Golli
Það sem út-
fararstjóri
setur niður
kemur ekki
upp aftur
Enda þótt Íslandsmótið í knattspyrnu hafi verið jafnt og spennandi í
sumar segir Sigmundur gæðin oft hafa verið meiri. „Við erum ekki
með nein stjörnuljós í deildinni. Engin lið sem geisla. Það er svo sem
ekkert undarlegt; allir okkar bestu menn leika erlendis.“
Á móti kemur að fjölmargir útlendingar leika hér á landi um þessar
mundir. „Því miður styrkja þessir menn deildina ekki nóg og maður
veltir fyrir sér hvers vegna þeir eru að halda ungum og efnilegum ís-
lenskum leikmönnum fyrir utan liðin. Á móti kemur að það er dýrt
að falla og þess vegna sækja liðin í reynslumeiri leikmenn.“
ÍBV verður eina landsbyggðarliðið í efstu deild næsta sumar (ÍA
telst það varla lengur). Sigmundur segir þetta áhyggjuefni. „En svona
er þetta peningarnir eru hérna fyrir sunnan. Síðan maka lið eins og
FH og Stjarnan krókinn í Evrópuleikjum og fyrir vikið breikkar bilið
milli bestu liðanna og þeirra næstbestu ennþá meira. Hefði Stjarnan
komist inn í Evrópudeildina í haust hefði varla þurft að spila Íslands-
mótið næstu árin. Stjarnan hefði safnað til sín bestu leikmönnum
landsins – yfirburðirnir hefðu þá orðið miklir. Það hefði enginn getað
keppt við lið sem ætti mörg hundruð milljón krónur í kassanum.“
Þ
að er algjör veisla að fá
hreinan úrslitaleik um
Íslandsbikarinn. Það
lyftir knattspyrnunni
upp á hærra plan;
styrkir hana og eykur aðdrátt-
araflið. Það græða allir á svona
leikjum,“ segir Sigmundur Ó.
Steinarsson, höfundur bókanna um
100 ára sögu Íslandsmótsins í
knattspyrnu, um úrslitaleik FH og
Stjörnunnar á Íslandsmótinu.
FH og Stjarnan eru bæði tap-
laus eftir 21 umferð sem Sigmundi
þykir með miklum ólíkindum. „Það
segir auðvitað allt sem segja þarf
um yfirburði þessara tveggja liða í
sumar,“ segir hann.
Engum ætti að koma á óvart að
FH sé að berjast um Íslands-
meistaratitilinn í lokaumferð móts-
ins. Liðið hefur verið á eða við
toppinn undanfarinn áratug.
Stjarnan hefur komið meira á
óvart.
„Heimir Guðjónsson er gríð-
arlega reyndur þjálfari og mætir
alltaf til leiks með vel skipulögð
lið. FH hefur líka hefðina á sínu
bandi, hefur gert þetta allt áður.
Stjörnumenn koma örugglega til
leiks ákveðnir, þar sem Stjarnan
hefur aldrei orðið Íslandsmeistari.
Rúnar Páll Sigmundsson hefur
gert frábæra hluti á sínu fyrsta
tímabili sem aðalþjálfari og árang-
ur Stjörnunnar í Evrópukeppninni
sýndi og sannaði að þar fer stemn-
ingslið. Það er einstakur árangur
að fara taplaus gegnum þrjár um-
ferðir í Evrópukeppni og fá á end-
anum alvöru andstæðing, Inter frá
Mílanó. Lið af þeirri stærðargráðu
kom hingað síðast 1990, þegar
Fram tók á móti Barcelona.“
Sigmundur segir vissulega betra
að hafa reynsluna sín megin í leik
sem þessum og FH hafi enga af-
sökun til að fara á taugum. Stjarn-
an sé meira spurningamerki.
„Spennustigið verður að vera rétt
fyrir svona leik. Við sáum bara
hvað kom fyrir strákana okkar í
landsliðinu í Zagreb í fyrra. Þeir
voru einfaldlega ekki tilbúnir í
slaginn. Stjarnan gæti dottið í
sama far um helgina en ég á samt
síður von á því. Þeir hafa séð Ís-
landsbikarinn tvisvar afhentan í
Garðabænum; síðast 2010, þegar
Breiðablik varð meistari. Það hlýt-
ur að hafa kveikt í Stjörnumönn-
um!“
Að þekkja sín takmörk
Það er gömul saga og ný að knatt-
spyrna hverfist um liðsheild og
Sigmundur segir bæði Heimi og
Rúnar Pál gera sér fulla grein fyr-
ir því. Í þeirra liðum vinni menn
saman. „Þessi leikur kemur ekki
til með að vinnast á framtaki ein-
staklinga, heldur liðsheild. Það er
klárt mál. Vinni menn vel saman
og þekki sín takmörk eru þeir á
grænni grein.“
Sigmundur treystir sér ekki til
að spá fyrir um úrslitin. „Þetta er
algjör 50:50-leikur. Allt verður í
járnum. Haldi Stjarnan stemning-
unni og láti pressuna ekki bera sig
ofurliði getur hún hæglega unnið
leikinn. Verði spennustigið í liðinu
hins vegar of hátt gæti FH leikið
það grátt. Eins og Keflavík gerði
við ÍBV 1971; vann 4:0 í hreinum
úrslitaleik. Slík úrslit kæmu þó
verulega á óvart nú.“
Hann gerir frekar ráð fyrir því
að bæði lið fari varlega inn í leik-
inn. Ætli annað þeirra að æða upp
úr startblokkunum sé FH líklegra.
Þeir séu á heimavelli. „Komist FH
snemma yfir gæti það brotið
Stjörnuna niður en nái Stjarnan á
hinn bóginn forystunni færist
pressan yfir á FH.“
Sigmundur er sammála því að
það yrðu óvænt úrslit yrði Stjarn-
an Íslandsmeistari. Fáir ef nokkur
hafi reiknað með því fyrir mót.
„Það yrði algjört ævintýri ef
Stjarnan ynni.“
Beðinn að setja málið í sam-
hengi segir Sigmundur þurfa að
fara aftur til ársins 2001 til að
finna eins óvænt úrslit á Íslands-
mótinu. „Þá urðu Skagamenn
meistarar eftir hreinan úrslitaleik í
Eyjum. Það var ekki í kortunum
það sumar en allt small saman hjá
Ólafi Þórðarsyni og hans mönnum.
Gott dæmi um sigur liðsheild-
arinnar. Það voru engar stjörnur í
Skagaliðinu þá. Sama má segja um
Stjörnuna núna.“
Davíð Þór Viðarsson og Atli
Jóhannsson glíma í fyrri viðureign
FH og Stjörnunnar í sumar.
Morgunblaðið/Ómar
FH OG STJARNAN LEIKA HREINAN ÚRSLITALEIK UM ÍSLANDSMEISTARATITILINN Í KNATTSPYRNU KARLA Í KAPLAKRIKA Í
DAG, LAUGARDAG, KL. 16. SIGMUNDUR Ó. STEINARSSON, EINN REYNDASTI SPARKSPEKINGUR ÞJÓÐARINNAR, SEGIR ÚTI-
LOKAÐ AÐ SPÁ FYRIR UM ÚRSLIT. MÖGULEIKAR BEGGJA LIÐA SÉU JAFNIR. SPENNUSTIGIÐ MUN ÁN EFA VEGA ÞUNGT.
ENGIN LIÐ SEM GEISLA
* Það yrði algjört ævintýri ef Stjarnan ynni.Sigmundur Ó. Steinarsson rithöfundur. ÞjóðmálORRI PÁLL ORMARSSON
orri@mbl.is