Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.10.2014, Page 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.10.2014, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.10. 2014 HEIMURINN VB EA ndur fráÞekktur rithöfu eNoregm býr í Grace Muga ð Nu frá háskóla land ja einnig að málið óst er hvenær gGr náms mst fð það starfbótkt ZAENGH íMinnst 29 líbískir hermenn f nn íslamistog átökum við upp eisnarmæsprengjutilr dag. Mausturhluta landsins á fimnborginni Be m völdin í landinu, bæðrjastahópar be hermenn. Hinir síðastnefndu hafaog við stjórnar r stjórndivið einn hópanna í Be , fyrrver yfir flugvelli borgarinnar.hershöfðingja, en ráða ÚKRAÍNA 38 ára g ier,urent DuPasqu var meðal þeir itt var þungavopnum í átökumlétu lífið þegar be raínu á fimmtudag.í austurhluta Úk DuPasquier Alþjóða rauða krossins.var starfsmaður liðsmenn aðskilnaðarsinna í DÚkraínuher og borg kenndu um skothríðina. Mannskæðhvorir öðrum alla vikuna r reyna aðskilnaðarsinnnu en þá svæði a tökum á ættingjar horfinn ex hafa nú kin m mó i u be u 2hafa skotið á mótmæ urlhandteknir í tengslum a.eiga samstarf við em Hvergi í heiminum hefur far- símavæðing verið hraðari en í Afríku síðustu árin, um 650 milljónir manna nota þar far- síma, fleiri en í Norður- Ameríku. Og hún hefur haft byltingarkennd áhrif í álfu þar sem mjög dýrt og erfitt er að koma á hefðbundnum vega- og járnbrautasamgöngum. Samkeppnin er mætt. Bændur í afskekktum hér- uðum Gana, Eþíópíu, Nígeríu og Keníu semja á svipstundu við fjarlæga kaupendur afurðanna en þurfa ekki að flytja þær fyrst á markaði þar sem örfáir kaupa- héðnar svindla á þeim. Símarnir eru einfaldir og hræódýrir en duga. I nnbyrðis stríð, sár fátækt, hungur, ofstæki, landlæg spilling og nú ebóla. „Von- lausa meginlandið“ var titill- inn á forsíðu í breska tíma- ritinu Economist þegar árið 2000. Eitthvað á þá leið er myndin sem margir á Vesturlöndum hafa lengi haft af löndum Afríku sunnan Sa- hara (arabaríkin í norðanverðri álf- unni eru þessi árin ekkert skárri í huga okkar, eintóm stríð og trú- arofstæki). En er þessi mynd sönn? Öll Afríka er á stærð við þrefalda Evrópu og íbúar alls um þúsund milljónir. Alhæfingar um Evrópu eru oftast mjög misvísandi og þær eru enn hæpnari þegar hugað er að Afríku. Þrátt fyrir allt hefur dregið úr vopnuðum átökum í álfunni síð- asta áratuginn. Stöðugleikinn hefur aukist og lýðræði eflst, stjórnarfar er víða betra, í 25 af alls 54 Afríku- ríkjum er nú einhvers konar lýð- ræði. Og sé tekið meðaltal er árleg- ur hagvöxtur í Afríku undanfarin tíu ár 5-10%, meiri en á nokkru öðru stóru svæði í heiminum, Aust- ur-Asía með sjálfu Kína er þá ekki undanskilin. Fátækt verður enn um mörg ár hlutskipti meirihluta Afríkumanna. enn sveltur margt fólk eða þjáist af sjúkdómum, skólar eru lélegir eða engir en nú eygja fjölmargir von um betra líf. Afríkuljónið gæti skákað Asíutígrinum, segja stoltir miðstéttarmenn í Nígeríu. Fram- takssemi íbúa Afríku hefur verið virkjuð og fyrstu spor kapítalism- ans hafa sömu áhrif og í Austur- Asíu: fjárfest er í mikilvægum inn- viðum, skýjakljúfar og versl- anamiðstöðvar rísa í stórborgunum, fleiri bílar eru á götunum, kjör batna hjá flestum – en um leið eykst misskipting gæðanna. Eitt af því sem hefur líka breyst síðasta áratuginn er að fram á sjónarsviðið er komin fjölmenn miðstétt, liðlega 300 milljónir manna, með umtals- verða kaupgetu. Walmart er nú með 12 verslanir í Afríku sunnan Sahara. Margt kyndir undir en einkum hráefnin. Gull, kol og demantar í Suður-Afríku, olíu- og gaslindir í Nígeríu, einnig í Angóla, Mósambík og Tansaníu. Í Austur-Kongó eru víða átök, landið flytur samt út mik- ið af málmum og fleiri jarðefnum og mikill vöxtur er í Síerra Leóne sem flytur út járngrýti. Kína er nú orðið helsta viðskiptaland Afríkulanda enda með nær óseðjandi þörf fyrir hvers kyns hráefni og olíu. En það er ekki eingöngu vegna slíkra auðlinda sem hagvöxtur eykst, hann er líka mikill í Eþíópíu og Rúanda, löndum þar sem ekki eru teljandi auðlindir. Barnadauði í Afríku sunnan Sa- hara, löndunum þar sem blökku- menn eru annaðhvort meirihluti eða þorri íbúa, fer nú hratt lækkandi í nær öllum ríkjunum, minnkar um 10% árlega í Senegal. Þróunin á sér vart fordæmi í sögunni. Fólks- fjölgun er víða mikil, of mikil, segja þeir sem óttast að hún grafi undan efnahagsþróun ef ekki tekst að hemja hana í tæka tíð. En erlend fyrirtæki eru farin að nýta sér þetta mikla framboð á einhverju ódýrasta vinnuafli heims. Að stela og fela þýfi En á að halda áfram að hjálpa Afr- íku með skattfé ríku þjóðanna? Peningum sem auk þess týnast oft í spillingu, lenda á erlendum einka- reikningum afrískra ráðamanna? En spilling er skilgreiningaratriði, benda menn á. Siðspillingin sé ekki minni hjá svissnesku bönkunum sem vísvitandi feli þýfið en afrísku ráðamönnunum sem steli því. Vandi þeirra sem mæla áfram með aukinni þróunarhjálp er ljós: Ef þeir fegra myndina af fram- förum Afríku um of er hætt við að skattgreiðendur í ríku löndunum segi að nú megi skera niður fram- lögin. En ef þeir ýkja eymdina missa margir móðinn, segja þýðing- arlaust að veita aðstoð. Vandamál Afríku séu svo hrikaleg að þau verði aldrei leyst. Þrátt fyrir mörg af ömurlegustu fátækrahverfum jarðar er Afríka ekki lengur fórnarlambið eilífa, skakkt og bjagað vegna synda ný- lenduveldanna gömlu og arðráns á síðari áratugum, ófært um að gera eitthvað í eigin málum. Bíðandi eftir ölmusu frá ríku löndunum. Og það sem meira er, æ fleiri framsæknir Afríkumenn frábiðja sér aumingja- gæsku. Þeir vilja stunda viðskipti. Þannig megi nýta til góðs fyrir íbúana 40% af öllum náttúruauðæf- um í jörðu sem finnast í heiminum og liðlega helminginn af ræktanlegu landi en í tímaritinu Spiegel er sagt að allt sé þetta að finna í Afríku. Er öld Afr- íkuljónsins að hefjast? AFRÍKUMENN SEGJA AÐ NÁTTÚRULEG AUÐÆFI ÁLF- UNNAR MUNI TRYGGJA HENNI GEYSILEGAR EFNAHAGS- FRAMFARIR Á NÆSTU ÁRATUGUM. OG FJÖLMARGT HEFUR VISSULEGA ÞOKAST Í RÉTTA ÁTT SÍÐUSTU ÁRIN. ALLIR MEÐ FARSÍMA Konur í Korogocho, fátækrahverfi í milljónaborginni Nairobi í Kenía, hanna fatnað og fleiri hluti fyrir Ethical Fashion Af- rica, samtök sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni og ýta undir frumkvæði í Afríkulöndum. AFP * Kínverjar eru engir englar en í þeirra augum erum viðmikilvægur hluti heimsins eins og hann muni verða.Binyavanga Wainaina, rithöfundur frá Kenía.AlþjóðamálKRISTJÁN JÓNSSON kjon@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.