Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.10.2014, Page 13
5.10. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13
Skjálfandaflóa séu mun betri en
þær sem þeir félagar hafi smakkað
erlendis og meira að segja hafi
Frökkum sem komu til landsins lit-
ist gríðarlega vel á – „hve bragð-
góð hún er, hve fiskurinn er mjúk-
ur og líka hvað hún vex hratt
hérna. Allir sem hafa smakkað eru
sammála um að þetta sé mjög góð
vara.“
Þegar blaðamaður leyfir sér að
segja að þetta hljómi nánast of vel
til að geta verið satt, tekur
Kristján undir það. „Okkur finnst
það eiginlega líka! Þetta hefur
gengið vonum framar. Vöxturinn er
slíkur að enginn skilur það því að-
stæður hér eiga ekki að vera þær
hentugustu; ostrur ættu að vera í
20 til 30 gráða heitum sjó en hér
nær hann mest 13 gráðum og fer
alveg niður í eina gráðu á veturna.
En næringargildið í sjónum virðist
hafa meiri áhrif en hitastigið.“
Víkurskel ræktar ostrurnar í
Saltvík, skammt frá Húsavík. „Það
er ekki hægt að vera með ostrueldi
hvar sem er og raunar ekki auðvelt
að finna hentugt svæði. Ekki má
vera mikill þari á svæðinu því hann
getur kæft lirfuna og helst ekki
kræklingur. Við erum mjög heppn-
ir með aðstæður hér; vissum að
það þyrfti mikið ferskvatn og Laxá
rennur út í flóann og yfir búrin
okkar.“
Áhugamál og höfuðverkur!
Eigendur fyrirtækisins eru allir í
annarri vinnu. „Kræklingaræktin
var bara tómstundagaman en
ostrurækt er miklu meiri vinna.
Þetta breyttist mjög fljótt úr
áhugamáli í höfuðverk!“ segir
Kristján. Hann gerir ráð fyrir að
eftir nokkur ár gætu sex manns
verið í fullri vinnu hjá fyrirtækinu.
Þeir gera ráð fyrir að selja um 100
tonn á ári en gætu auðveldlega selt
margfalt það magn. „Þessi 100
tonn yrðu vart mælanlegt á mark-
aði. Hann er gríðarlega stór og
sums staðar, til dæmis í Miðjarðar-
hafinu, eru menn í vandræðum
vegna mengunar; ostrur drepast og
ræktendur neyðast til að hætta.“
Eftirspurn eftir ostrum er hins
vegar að aukast í heiminum, segir
Kristján, „og gott fyrir okkur að
vera svona norðarlega því hér er
lítil mengun.“
Góð arðsemi
Víkurskel ræktar nú ostrur í 10
búrum. „Þau verða eflaust orðin á
milli 50 og 100 á næsta ári og gætu
verið orðin fleiri en 200 árið þar á
eftir,“ segir Kristján.
„Arðsemin í þessu er mjög góð.
Mörg lítil fyrirtæki fóru út í skelja-
rækt, m.a. ostrur, eftir að þorsk-
stofninn við Kanada hrundi fyrir
nokkrum árum og hefur gengið
gríðarlega vel. Skeljaræktin vegur
víst orðið upp á móti því sem
þorskurinn gaf af sér áður.“
Spennandi verður að sjá hvort
höfuðborg hvalaskoðunar í Evrópu
verður líka þekkt fyrir ostrueldi
fyrr en nokkurn grunar.
Jóel Þórðarson, einn eigenda Víkurskeljar, hugar að ostrum í einu búranna.
Segja má að fyrirtækið Holt og heið-
ar í Hallormsstaðarskógi blómstri
eins og margt annað á þeim fallega
stað. Úr smiðju þess koma m.a. sult-
ur, saft og síróp af ýmsu tagi.
„Við framleiðum úr birkisafa, rab-
arbara, rifs- og hrútaberjum og er-
um líka með lerkisveppi sem við
kaupum af skógarbændum hér á
Héraði,“ segir Bergrún Arna Þor-
steinsdóttir, aðstoðarskógavörður á
Hallormsstað, og einn eigenda fyr-
irtækisins. „Það er hægt að tappa
safa úr birkinu í 2-3 vikur á vorin og
við sjóðum hann niður í síróp,“ segir
hún spurð um þá óvenjulegu afurð.
Fyrirtækið stofnaði hún 2009
ásamt Guðnýju Vésteindóttur og
Þórólfi Sigjónssyni og fyrstu vör-
urnar komu á markað 2010. „Kveikj-
an að fyrirtækinu var hugmynd um
að framleiða einhverja vöru hér á
svæðinu, hvort sem það yrði handa-
vinna eða eitthvað annað. Við fórum
svo á frumkvöðlanámskeið og hug-
uðum í framhaldi af því að rabar-
bara og berjum og svo bættist birkið
við.“
Bergrún Arna segir þremenn-
ingana hafa ákveðið í upphafi að slá
til og prófa í tvö ár. „Við erum enn
lifandi fimm árum seinna, og þetta
gengur satt að segja mjög vel,“ segir
hún.
HALLORMSSTAÐUR
Ýmsar vörur sem Holt og heiðar framleiða og selja víða um land.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Sultur, saft og síróp
Víkurskel fékk sendar milljón
örsmáar ostrur, lirfur, um miðjan
júní í sumar. „Þær komust fyrir í
tveimur haldapokum eins og
maður fær úti í búð en um síð-
ustu helgi höfðu ostrurnar
stækkað svo mikið að þær voru í
fjórum stórum fiskikörum,“ seg-
ir Kristján Phillips.
„Ostrur stækka mest fyrstu
tvö árin. Þær hrygna í klak-
stöðvum, Spánverjarnir hugsa
um þær á fyrsta stigi – sem er
gott, því þá verða mestu afföllin
– en skelin er 4 til 6 millimetrar
þegar við fáum hana. Þá er hún
tilbúin til að fara í sjó þar sem
hún er í þrjú ár.“
GÓÐAR AÐSTÆÐUR Í SALTVÍK
Stækka óvenju hratt
... en er svona 4 mánuðum seinna.Skelin er smá þegar hún kemur ...
Bæjaryfirvöld í Eyjum hafa reynt að ná fundi þing-
manna Suðurkjördæmis til að ræða samgöngumál.
Það hefur gengið erfiðlega, skv. fundargerð bæjar-
ráðs, m.a. af því að samgöngur hafa verið stopular!
Stopular samgöngur
Slökkvilið Akraness var stofnað í október 1934 og fagnar
því 80 ára afmæli í mánuðinum. Næsta föstudag verður
opnuð sýning á gömlum og nýjum búnaði í Safnaskálanum
í Görðum. Einnig verða sýndar ljósmyndir úr starfinu.
Lengi lifir í gömlum glæðum
„Er unt að gera ostruveiðar og
ostrurækt að lífvænlegri atvinnu-
grein hér á landi? spurði Vísir í
fyrrisögn snemma í mars 1939.
Þá hafði sjávarútvegsnefnd
neðri deildar alþingis lagt fram
frumvarp til laga um ostrurækt.
„Ostruveiðar og ostrurækt er
stórkostleg atvinnugrein víða um
heim,“ sagði m.a. í greinargerð
með frumvarpinu. „Á heims-
markaðinum eru ostrur verð-
mestar af öllum skelfiski, enda
mjög dýrar. Langt er síðan hinn
eðlilegi ostrustofn hætti að full-
nægja eftirspurninni og hefur því
ostrurækt verið stunduð með
góðum árangri um langt skeið.“
Fram kemur að ostrur séu
ekki til við strendur Íslands en
líkur taldar á að möguleikar séu
á því, „en þá eingöngu í Faxaflóa,
á svæðinu frá Akranesi til Sel-
tjarnarness, samkvæmt þeim
rannsóknum, sem fram hafa far-
ið á þessu atriði“. Ekkert varð af
ræktun því ekki fékkst leyfi til að
flytja inn lirfur.
FRUMVARP Á ALÞINGI 1939
„Stórkostleg atvinnugrein“Birgitta Svavarsdóttir og Elín Guðmundsdóttir við ostruflokkun á Húsavík-
urbryggju. Einn ostrubændanna, Kristján Phillips, fylgist spenntur með.