Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.10.2014, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.10. 2014
H
in áhrifamikla bók
Sally Magnusson,
Handan minninga,
er komin út í ís-
lenskri þýðingu.
Bókin kom út í Englandi í janúar
á þessu ári og vakti mikla athygli,
fékk afar góða dóma og fór á met-
sölulista. Í bókinni rekur Sally fjöl-
skyldusögu sína með megináherslu
á móður sína, Mamie Baird sem
lést árið 2012 og hafði síðustu árin
þjáðst af heilabilun. Mamie var
þekktur blaðamaður á Bretlandi,
gift íslenska sjónvarpsmanninum
Magnúsi Magnússyni sem hafði
ungur flutt til Skotlands en hélt
alla tíð mikilli tryggð við Ísland.
Sally er þekkt fjölmiðlakona sem
hefur hlotið verðlaun fyrir blaða-
mennsku og útvarpsþáttagerð og
starfað sem fréttaþulur hjá BBC í
mörg ár, auk þess að skrifa bæk-
ur.
Hún er fyrst spurð um tilurð
bókarinnar. „Ég byrjaði að skrifa
hana sem dagbók þegar mamma
gat enn tjáð sig og persónuleiki
hennar var að mestu eins og hann
hafði alltaf verið, en var samt að
breytast og ég vissi að hann ætti
eftir að gjörbreytast,“ segir hún.
„Ég var að skrifa fyrir sjálfa mig
til að varðveita minningar um
móður mína, en smám saman átt-
aði ég mig á því að sú reynsla sem
ég var að upplifa væri birting-
armynd þess sem milljónir fjöl-
skyldna um allan heim ganga í
gegnum. Þá hugsaði ég með mér:
Ég hef hæfileika til að skrifa og
mér ber skylda til að ræða um
þetta málefni og miðla reynslu
minni.“
Bókin hefur vakið mikla athygli,
segðu mér frá þeim áhrifum sem
hún hefur haft?
„Hún hefur haft mikil áhrif. Ég
er djúpt snortin og full auðmýktar
yfir þessum góðu viðtökum. Bókin
varð við útkomu í Bretlandi í jan-
úar bók vikunnar hjá Radio 4 og
það varð til að vekja mikla athygli
á henni. Fólk skrifaði mér, sendi
póst á BBC og sagði að það væri
dásamlegt að einhver væri að tala
um þessa hluti. Bókin fór að selj-
ast og mér var boðið á hátíðir og
viðburði þar sem mörg hundruð
manns mættu og ég talaði um bók-
ina. Á eftir stóð fólk í biðröð, ekki
bara til að fá áritun, heldur til að
segja mér hversu miklu máli því
fyndist það skipta, ekki bara að
einhver hefði komið í orð sársauk-
anum sem fylgir því að sjá mann-
eskju sem maður elskar fá heila-
bilun, heldur sýndi líka að þótt
fólk sem þjáist af heilabilun kunni
að virðast farið þá er það ekki
þannig. Fólk sagði: Takk fyrir að
sýna að það er ennþá ein-
staklingur þarna.“
Kona með
sterka sjálfsmynd
Hvernig var móðir þín áður en
hún veiktist?
„Móðir mín var afskaplega hlý
manneskja, glaðlynd og hlát-
urmild og átti mjög auðvelt með
að gera grín að sjálfri sér. Hún
var gáfuð, fyndin og hnyttin í til-
svörum og kom fólki til að veltast
um af hlátri yfir sögum sem hún
sagði af sjálfri sér. Hún var hug-
rökk kona sem upplifði harmleik
þegar bróðir minn dó ellefu ára
gamall í bílslysi. Hún leiddi okkur
systkinin í gegnum það, ákveðin í
því að sá hörmungaratburður
skyldi ekki eyðileggja líf okkar.
Hún var leiðtogi, huguð og æv-
intýragjörn. Og hún var besti vin-
ur minn.“
Móðir þín var þekkt blaðakona
sem sneri sér síðan að uppeldi
barna, fannst henni einhvern tím-
ann að hún væri í skugga manns-
ins síns?
„Aldrei. Hún var kletturinn í
fjölskyldunni. Pabbi var um-
hyggjusamur faðir og ástríðu-
fullur maður sem lifði sig inn í
verkefni sín og var á stöðugum
ferðalögum meðan hún var heima.
Síðustu árin varð hann ráðsettari,
eyddi meiri tíma heima, varð
rólegri og mýkri.
Mamma var ekki ákafur femín-
isti, hún talaði ekki um kvenna-
póltík en hafði gríðarlegt sjálfs-
traust og sterka sjálfsmynd. Hún
hafði verið fjölmiðlakona sem
skapaði sér farsælan feril, og þén-
aði meira en flestir karlkyn-
skollegar hennar. Þegar þau faðir
minn hittust var hún stjörnu-
blaðamaður en hann fátækur
námsmaður en þetta breyttist og
hann varð mjög áberandi fjöl-
miðlamaður. Hún leit svo á að
hún hefði átt farsælan feril sem
blaðamaður og væri nú í nýju
starfi við að ala upp börn og þar
nýtti hún alla orku sína. Eftir að
börnin voru komin á legg fór hún
að halda fyrirlestra og skrifaði
bækur. Hún valdi sína eigin leið og
það var góð leið.“
Eins og heimurinn hryndi
Það erfiðasta sem getur hent for-
eldra er að missa barn. Hvernig
tókust foreldrar þínir á við miss-
inn?
„Við systkinin vorum fimm, ég
var elsta barnið, svo voru tvær
systur, bróðir minn, Siggy, sem dó
og yngri sonur. Við lifðum mjög
hamingjuríku fjölskyldulífi en
skyndilega var eins og heimurinn
hryndi. Maður kveður manneskju
að morgni og sér hana ekki aftur.
Ég var sautján ára þegar Siggy
dó, það var skelfilegur atburður
sem hefur markað mig æ síðan og
hefur orðið til þess að þegar börn-
in mín segja bless þegar þau eru
að fara út þá verð ég að kyssa þau
og faðma. Þau segja: Láttu ekki
svona mamma, ég kem aftur eftir
klukkutíma! En hluti af mér spyr:
Er víst að þú komir aftur?
Faðir minn talaði ekki um sorg
og tilfinningar en eftir að Siggy dó
man ég að hann las Sonartorrek
Egils Skallagrímssonar aftur og
aftur og fann mikla tengingu við
kvæðið. Stundum eru það skáldin
sem lýsa best því sem gerist í
hjarta mannsins. Mamma lét okk-
ur börnin aldrei sjá sig gráta. Hún
sagði mér seinna að hún hefði oft
farið upp í svefnherbergi þar sem
hún sat á gólfinu, og setti fæturna
fyrir hurðina til að koma í veg fyr-
ir að eitthvert okkar barnanna
kæmist þangað inn og sæi hana.
Þarna sat hún og veinaði, svo
þerraði hún tárin, kom fram og hló
og brosti og varð eins og okkur
fannst hún alltaf hafa verið. Hún
sagði að pabbi hefði sagt við hana
fljótlega eftir að bróðir minn dó:
Þessi fjögur börn sem eru eftir
hafa misst bróður sinn, ekki láta
þau líka missa móður sína. Hún
lagði þessi orð á minnið og lifði
samkvæmt þeim en það var ekki
án fórna. Ég hef velt því fyrir mér
hvort heilabilunin sem varð 30 ár-
um seinna, gæti að hluta til hafa
stafað af því að hún bældi sorg
sína og neitaði sér um að gráta op-
inberlega. Kannski var það ekki
gott fyrir heilann.“
Leiftur af henni sjálfri
Stundum segir fólk sem á ástvin
sem þjáist af heilabilun: Ég vildi
frekar að hann/ hún myndi deyja
fremur en að lifa svona. Þú ert
ekki sammála því.
„Nei, ég hugsa ekki þannig og
hef aldrei gert. Við systurnar gát-
um annast mömmu heima og okk-
ur fannst aldrei að við hefðum
misst hana algjörlega. Alveg fram
undir það síðasta sáum við bregða
fyrir leiftri af henni sjálfri. Hún
var alltaf mjög söngelsk og gat
enn sungið og um leið og hún
byrjaði að syngja varð umhverfið
notalegra og hún átti til að segja
hnyttna hluti. Það voru margir erf-
iðir dagar þar sem hún virtist vera
órafjarri en svo sagði hún skyndi-
lega eitthvað, alveg eins og hún
Leiftur af
henni sjálfri
SALLY MAGNUSSON RÆÐIR UM BÓK SÍNA, HANDAN
MINNINGA, ÞAR SEM HÚN REKUR SÖGU MÓÐUR SINNAR
SEM ÞJÁÐIST AF HEILABILUN SÍÐUSTU ÁRIN SEM HÚN
LIFÐI. HÚN SEGIR EINNIG FRÁ FJÖLSKYLDUHARMLEIKNUM
SEM HEFUR MARKAÐ HANA OG RÆÐIR UM VIÐHORF TIL
ELLI OG DAUÐANS.
Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is
* Fjölskyldusaga mín hefur neytt migtil að horfast í augu við dauðleikann.Manneskjan deyr og stundum alltof
snemma. Dauði bróður míns var í mótsögn
við allt sem er eðlilegt og gott í heiminum.
Barn ætti ekki að þurfa að deyja.
Svipmynd