Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.10.2014, Síða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.10.2014, Síða 16
Miðvikudaginn 8. október hefst fjögurra vikna trommunámskeið í Austurbæjarskóla í kennslustofunni við Bergþórugötu. Kennari er Cheick Bangoura frá Gíneu í Vestur-Afríku og kennir hann á djémbe- trommu, doundoum, sangba og kenkeni. Afrískt trommunámskeið Tónmenntakennararnir ÓlafurSchram og Helga VilborgSigurjónsdóttir hafa samið nýtt kennsluefni í tónmennt fyrir grunnskóla sem ber nafnið Tónlist og Afríka. Annarsvegar er um að ræða vinnubók fyrir nemendur og hinsvegar kennarabók en bækurnar eru nýkomnar út á vegum Náms- gagnastofnunar. „Hugmyndin hjá Náms- gagnastofnun var að gefa út nýtt, heildstætt efni fyrir grunnskólann. Ákveðið var að byrja á yngsta stig- inu, 1.-4. bekk. Það hefur verið mikill skortur á tónmenntaefni, síð- ast var gefið út heildstætt efni um árið 1980 en síðan þá hefur verið stoppað í götin með hinu og þessu. Þetta markar upphaf nýrrar seríu þar sem eitt þema er tekið fyrir en alls verða átta þemu,“ segir Ólafur, sem starfar sem tónmenntakennari í Sjálandsskóla. Bjó í Eþíópíu í sex ár Helga Vilborg er menntaður tón- menntakennari, þó hún starfi ekki við neinn skóla sem stendur, og hefur persónulega reynslu af Afr- íku en hún bjó í Eþíópíu í sex ár. „Hún er sérfræðingur í afrískri tónlist,“ skýtur Ólafur að. „Ég hef þessi tengsl sem ekki allir hafa. Ég hef pælt mikið í þess- ari tegund tónlistar og sungið mik- ið af afrískri tónlist,“ segir hún. Ólafur segir hana hafa komið með ákveðinn ferskleika og ný lög sem ekki hafi verið kennd hérlendis áður. Í bókinni eru bæði lög sem tónmenntakennarar þekkja en líka eitthvað nýtt en efnið í Tónlist og Afríka er ætlað fyrir 3.-4. bekk. Hugmyndin með því að hafa þessi þemu er að hægt sé að vinna með efnið á víðari vettvangi. „Þetta gefur tilefni til þverfaglegrar vinnu, til dæmis ef það eru þemadagar í skólanum,“ segir Helga Vilborg og Ólafur grípur orðið: „Það er aukin áhersla í skólum, eins og til dæmis þar sem ég starfa, að öll samfélags- fræðin og töluvert af öðrum grein- um er kennt í þemum. Það eru tengdar saman greinar eftir því sem markmiðin bjóða uppá. Við höfum til dæmis verið með Afr- íkuþema. Það er styrkur í því að hafa þessa víðari tengingu við tón- list og daglegt líf. Það er hægt að læra heilmikið um Afríku, mann- fjölda og loftslag en það gefur al- gjörlega nýja dýpt að kynnast tón- listinni,“ segir hann og Helga Vilborg útskýrir nánar: „Í þessu efni komum við inn á samfélagslega þætti. Tónlistin er ekki bara eitt fag heldur tengist menningunni og samfélaginu í heild.“ Engin ein útgáfa rétt Nemendabókin er ekki vinnubók en það er lítið af skriflegum verk- efnum. „Þetta eru allt mjög virk verkefni, dansar, söngvar, hljóð- færaleikur, spuni og tónsmíðar. Okkur fannst ekki passa við þetta þema að hafa mikið skriflegt en í Afríku er tónlist ekki mikið skrif- uð niður,“ segir hún og tekur dæmi. „Ég var að vinna með lag sem er eins og „Allir krakkar“ á Íslandi og leitaði að því hvernig lagið ætti að vera en fékk margar mismun- andi útgáfur. Það er ekki einhver ein útgáfa sem er rétt,“ segir hún en textinn og laglínan var mismun- andi eftir stöðum. „Þetta er svolítið eins og var með íslensku þjóðlögin áður en farið var að skrifa þau niður,“ segir Ólafur. Hann segir þau hafa valið lögin í sameiningu. „Við reyndum að gefa svipmyndir frá ólíkum stöðum í Afríku,“ segir hann en löndin sem koma við sögu eru Gana, Eþíópía. Tansanía og Botsvana. Ólafur hefur sjálfur ferðast til álfunnar en segist fyrst og fremst hafa kynnst þessari tónlist í gegn- um kennslu. „Það er svo gaman að vinna með afríska tónlist með börn- um. Hún er svo virk og að mörgu leyti aðgengileg. Rytmarnir eru samt flóknir en hægt er að kynna þá og matreiða fyrir nemendur á einfaldan hátt þannig að þeir upp- lifi að þeir séu að spila ekta afríska tónlist,“ segir hann. Helga Vilborg segir gott að nota hana til að þjálfa börnin í rytma. „Lögin sem við völdum eru ekki mjög flókin og það er hægt að gera svo margt með þau,“ segir hún og bætir við að hún hlusti mikið á eþí- ópska tónlist. Grunnur vestrænnar popptónlistar Ólafur bendir á að vestræn popp- og dægurtónlist sé byggð á afríska rytmanum. „Tónlistin er byggð á rytma sem kom með þrælunum til Ameríku og úr því varð blúsinn, gospelið og allt hitt sem hefur flætt yfir heiminn. Það er góður grunnur fyrir krakkana að kynnast afrískri tónlist til að skilja þessa tónlist og af hverju hún er eins og hún er. Þetta er svo ólíkt íslensku nálg- uninni í þjóðlögunum okkar, sem er textamiðuð þar sem lagið er búið til utan um textann.“ Kennsluefninu fylgir geisla- diskur. „Mörg þessara laga hafa ekki verið notuð í kennslu áður. Við vildum hafa þau á diski til að gera þetta aðgengilegra. Þarna má líka finna tóndæmi eins og trommu- takta og dæmi um hljóðfæri,“ segir Helga Vilborg. Fjögur elstu börnin syngja á disknum Hún er móðir fimm barna á aldr- inum fjögurra til þrettán ára og fékk hjálp þeirra við gerð geisla- disksins. „Fjögur elstu börnin mín syngja á disknum. Þau eru alin upp að hluta í Afríku, þekkja tónlistina og eru með þetta í blóðinu. Þeim finnst rosalega gaman að syngja þetta. Það var bara einfaldast að gera þetta svona,“ segir hún. Undir lokin berst talið að hlut- verki tónmenntar í grunnskóla. Helgu Vilborgu finnst tónmenntin ekki vera í nægum forgangi í skól- um og hún fái stundum að fjúka, til dæmis þegar tónmenntakennari fari í leyfi. Þau eru þó sammála um að hluti af skýringunni sé skortur á menntuðum tónlistarkennurum. „Mér finnst að tónlistarkennsla í skólum ætti að vera jafn mikilvæg og aðrar greinar,“ segir hún. Ólafur hefur skýra hugmynd um hvert honum finnst hlutverk tón- menntarinnar vera. „Mér finnst að yfirmarkmið tón- listarkennslu sé að kynna heim tón- listarinnar fyrir nemendum. Það hafa ekki allir aðgang að tónlist heima hjá sér þó við séum alltaf í tónlistarumhverfi. Fyrir mér er að- almálið að opna þennan heim svo nemendurnir skilji hann betur. Ekki endilega einblína á tæknilegu atriðin.“ NÝTT KENNSLUEFNI Í TÓNMENNT FYRIR YNGSTU GRUNNSKÓLABÖRNIN GEFUR TILEFNI TIL ÞVERFAGLEGRAR VINNU Svipmyndir frá Afríku MIKILL SKORTUR HEFUR VERIÐ Á KENNSLUEFNI Í TÓN- MENNT FYRIR GRUNNSKÓLA EN LIÐUR Í AÐ BÆTA ÚR ÞVÍ ER NÝTT NÁMSEFNI SEM BER NAFNIÐ TÓNLIST OG AF- RÍKA. HÖFUNDAR ÞESS ERU HELGA VILBORG SIGURJÓNS- DÓTTIR OG ÓLAFUR SCHRAM. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Tónmenntakennararnir Helga Vilborg Sigurjónsdóttir og Ólafur Schram segja skemmtilegt að kenna börnum afríska tónlist og að hún bjóði upp á marga möguleika í kennslu. Helga Vilborg bauð upp á eþíópska snakkið golló í viðtalinu. Aðal-uppistaðan er ristað bygg en einnig er að finna í því jarðhnetur og ristaðar kjúklingabaunir og allt er þetta svo kryddað með eþíópskri kryddblöndu sem kallast berberre. Tónlist og Afríka, kennarabók og vinnubók barna. Pétur Atli Antonsson myndskreytti. * Þetta er svo ólíkt íslensku nálguninni íþjóðlögunum okkar, sem er textamiðuðþar sem lagið er búið til utan um textann. 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.10. 2014 Í verkefnabókinni eru leið- beiningar um hvernig megi búa til ýmiss konar hljóðfæri sem eru innblásin af hefð- bundnum afrískum hljóð- færum. Eitt af þeim er tromma. Hefðbundin leið væri að nota geitaskinn í trommuna en það er erfitt að finna á Íslandi svo í stað þess er notað roð. Efnivið- urinn er niðursuðudós, fisk- roð (steinbítur, langa eða annað frekar þykkt og sterkt roð) og snæri. Bleytið roðið og strekkið það yfir op dósarinnar. Bindið snærið utan um dós- ina og roðið. Látið roðið þorna. Þegar roðið er þorn- að má byrja að spila á trommuna. HLJÓÐFÆRAGERÐ Afrísk roð- tromma Fjölskyldan

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.