Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.10.2014, Qupperneq 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.10.2014, Qupperneq 22
Heilsa og hreyfing Lýsið aftur á borð *Góðar venjur geta gleymst en eftir langasumardaga þar sem óþarfi var að taka lýsi áhverjum morgni er kominn tími til að fara aðtaka skeið af því á morgnana.Ekki er þó endilega víst að allir séu vanirlýsisinntöku en á það má benda að til dæmisþorskalýsi er ein besta uppspretta A- og D- vítamíns. Þá þykir fullsannað að omega-3 fistusýrur draga úr líkum á hjartasjúkdómum. A ldur er ekki fyrirfram ákveðinn – sem þýðir að við getum haft áhrif á hann og hve hár hann verður. Raunar er mannkynið að eldast enda sífellt að bætast í sarpinn staðreyndir um hvernig við getum lengt lífið auk þess sem læknavís- indum fleygir fram. Í allra nýjustu rannsóknum hafa mýs verið notaðar sem til- raunadýr og fiktað í erfðasamsetningum þeirra svo að þær lifi lengur. Hver veit hvað framhaldið ber í skauti sér. Eitt er víst að úti um allan heim eru einstaklingar sem eru orðnir fjörgamlir. Fólk vill gjarnan heyra af hverju þeir lifa svona lengi – hvað gerðu þeir? Sumir segjast hafa borðað súkkulaði, aðrir sofið heilu og hálfu dagana, enn aðrir sögðust aldrei hafa borðað sig pakksadda – sem rannsóknir vestanhafs og í Evrópu benda reyndar til að sé rétt; að borða hollt og ekki of mikið, helst aldrei borða sig of sadda/n, alla ævi hefur þau áhrif að fólk lifir lengur. Hér til hliðar má sjá nokkrar vísindalegar staðreyndir um hvernig maður getur í alvöru reynt að lengja líf sitt. Flesta dreymir um að geta notið lífsins sem lengst, við góða heilsu og að fá sem flest ár með sínum nánustu. Talið er að hin franska Jeanne Calment, hafi náð hæstum aldri manneskju fyrr og síðar en hún varð 122 ára og lést árið 1997. RANNSÓKNIR Á LANGLÍFI LÍFIÐ ER STUTT SEGJA SUMIR EN ÞAÐ VIRÐIST ÞÓ VERA AÐ VERÐA LENGRA OG LENGRA. RANNSÓKNUM FLEYGIR FRAM OG ÞÆR UPPLÝSA OKKUR UM HVERNIG VIÐ GETUM AUKIÐ LÍFSMÖGULEIKA OKKAR. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Svefn virðist vera eitt lykilatriða langlífis fyrir karlmenn meðan mataræðið er veigameiri þáttur í langlífi kvenna. Það er að segja, karlmenn geta sam- kvæmt rannsókninni frekar leyft sér en konur að hafa mataræðið lélegra svo lengi sem þeir sofa nóg meðan konur þurfa að huga meira að báðum þessum þáttum. Það voru vísindamenn við Monash-háskólann í Melbourne í Ástralíu sem gerðu rannsóknina með meira en 2.000 þátttakendum. Jafn- framt kom í ljós að þátttakendur sem sváfu illa fengu minna B6 vítamín og járn úr fæðu sinni. Jákvæðni. Tvær stórar rannsóknir, önnur norsk og hin bandarísk, framkvæmd af vísindamönnum við Yale-háskólann, gefa sterklega til kynna að jákvætt viðhorf til lífsins og viðmót almennt lengi lífið, að meðaltali um rúmlega 7 ár. Nýjasta rannsóknin á þessu sviði birtist í vikunni en það er vísindavefritið Science World Report sem greindi frá niðurstöðum sem vísindamenn við háskólann í Queensland kom- ust að. Jákvætt viðhorf styrkir ónæmiskerfið og þar af leiðandi er fólk líklegra til að geta barist við ýmsa sjúkdóma á lífsleiðinni. Það má margt læra af börnum hvað jákvæðni varðar. Flestir vita að áfengisdrykkja lengir ekki lífið en ein stærsta rannsókn sem hefur verið gerð, og er enn í gangi, í Bandaríkjunum á langlífi sýnir að eins er farið með of mikla kaffidrykkju. Við Háskólann í Kaliforníu hafa vísindamenn unnið í rannssókn sem kallast 90+ rannsóknin. Meðal þess sem komið hefur í ljós er að að fólk sem drekkur mik- ið kaffi er líklegra til að deyja fyrr en þeir sem drekka það í hófi. Í rannsókninni 90+ við Háskólann í Kaliforníu hafa vísinda- menn komist að því að fólk um sjötugt sem er yfir meðallagi þungt er líklegra til að lifa lengur en þeir sem eru grannir eða í meðallagi þungir. Þetta á við svo lengi sem fólk á ekki við offituvandamál að stríða. Fjölmargar rannsóknir síðustu ára hafa sýnt fram á að of mikil kyrr- seta er lífshættuleg og að standa við skrifborðið er allra best. Svo ef möguleiki er á að hafa skrifborð sem hægt er að hækka upp ætti það að vera fyrsta verk dagsins að koma því í gagnið. Almennt þarf líka að reyna að minnka setu, horfa á sjónvarpið til dæmis meðan fatnaður er straujaður og ganga um meðan talað er í símann. Fylgstu vel með lyktarskyninu. Niðurstöður nýrrar bandarískrar rannsóknar sem New York Times greindi frá í vikunni benda eindregið til þess að fólk þurfi að fylgjast vel með lyktarskyni sínu. Fólk sem var með dauft lyktarskyn og átti erfitt með að greina lykt af rósum, leðri, appelsínum, fiski og piparmyntu var þrisvar sinnum líklegra til að deyja einhvern tímann á næstu fimm árum en þeir sem gátu auðveldlega greint þessa lykt. Vísindamenn við Háskólann í Chicago segja að versnandi lyktarskyn gefi fyrst og fremst til kynna að fólk þjáist af einhvers konar aldurstengdum sjúk- dómum og finni það fyrir slíku ætti það að leita strax til læknis. Hvernig verðurðu 100 ára?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.