Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.10.2014, Qupperneq 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.10.2014, Qupperneq 23
5.10. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 Niðurstöður rannsóknar sem Cornell Uni- versity í New York gerði í vikunni og greint var frá í tímaritinu Journal of the American Medical Association eru um margt athygl- isverðar. Mikið hefur verið fjallað um mik- ilvægi þess að horfa ekki á sjónvarp meðan setið er að snæðingi þar sem fólk gleymi sér og borði of mikið því athyglin er öll á því sem er að gerast á skjánum. Aðalatriðið sé að horfa á matinn til að borða ekki yfir sig. Samkvæmt þessari rannsókn vísindamanna við Cornell-háskólans er það þó kannski ekki aðalatriðið – heldur hvers konar efni það er sem er á skjánum. Þannig eru hasarmyndir ekki góðar því að meðaltali innbyrðir fólk tvöfalt fleiri hitaein- ingar en ef það horfir á rólegra efni. Þannig eru Sylvester Stallone og Arnold Schwarze- negger líklegri, óbeint, til að valda því að vigt- in stígur upp. Rólegri viðtalsþættir eru mun ákjósanlegra efni þurfi fólk að halda í við sig því þá er það mun ólíklegra til að æsast upp í átinu. Þátttakendur höfðu ótakmarkað aðgengi að öllu því M&M, smákökum, gulrótum og vínberjum sem þeir vildu. Að meðaltali borð- aði hasarmyndafólkið um 200 g af matnum meðan þeir sem horfðu á spjallþátt um 100 g. Sylvester Stallone og hasarmyndafélagar hans eru ekki líklegir til að aðstoða þá sem eru í megrun. Skiptir máli hvað horft er á Með tilheyrandi kulda framundan er trúlegt að einhverjir fari að hósta og kvefast eins og gengur. Hósti getur verið allavega og það eru til mismunandi mixtúrur til að slá á hann en hann getur verið sér- staklega óþægilegur yfir blánóttina. Ágætis heimilisráð til að sofa betur þegar svona stendur á er til að mynda að hækka undir höfðinu meðan það versta gengur yfir og svo er stundum mælt með því að gleypa einfaldlega eina matskeið af hunangi fyrir svefninn en hunangið hefur róandi áhrif á hálsinn. Auð- vitað skal þó alltaf leita læknis ef hóstinn er þrálátur. Hunang getur verið allra meina bót. Morgunblaðið/Ómar Margt hægt að gera við hósta Það er engin launung að daginn er allskyndilega farið að stytta mikið og verða dagarnir aðeins styttri og styttri fram í desember. Oft hefur verið fjallað um gagn- semi þess að reyna að njóta eins mikillar birtu og hægt er – fara út að ganga meðan dagsbirtu gætir, hafa góða lýsingu á heimilinu og svo framvegis. Vísindamenn við Ore- gon-heilsu- og vísindaháskólann segja að allra mikilvægast sé hins vegar að fá einhverja birtu á morgnana, svo það er mikilvægt að byrja daginn á því að kveikja á fal- legri lýsingu og jafnvel lampa sem gefur frá sér geisla sem minna á dagsbirtu. Daginn er tekið að stytta og gott að huga að góðri lýsingu heima við. Morgunblaðið/Eggert Morgnarnir mikilvægastir www.gulimidinn.is AF HVERJU SELDU BLEIKU GLASI RENNUR TIL STYRKTAR BLEIKU SLAUFUNNAR. Fyrir flottan málstað er bleikur miði hugsaðu um heilsuna húð, bein og liði. Fæst í apótekum, heilsuverslunum og stórmörkuðum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.