Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.10.2014, Page 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.10.2014, Page 26
Heimili og hönnun Morgunblaðið/Styrmir Kári *Nýsköpunarmiðstöð Íslands verður meðfyrirlestra og opnar vinnustofur annan hvernmiðvikudag í vetur með áherslu á skapandiumhverfi og skapandi viðskiptahætti.Viðburðurinn er opinn öllum en þó er tak-markaður sætafjöldi. Því gefst fólki kostur áað skrá sig á vefsíðu Nýsköpunarmiðstöðvar nmi.is. Vinnustofur og fyrirlestararnir eru haldnir á setri skapandi greina á Hlemmi. Opnar vinnustofur og fyrirlestrar Mig langar í... ...hliðarborðin Berg í garðinn Í garðinn langar mig í fallegu hliðarborðin Berg, eftir Þórunni Hannesdóttur sem er með Færið. Þau koma á markaðinn innan skamms, bæði í pastellitum og svörtu og hvítu. Borðin eru gerð úr stáli með borðplötur úr áli og steypu svo það má nota þau bæði úti og inni. Ætli ég myndi samt nokkuð tíma að hafa þau úti á veturna þegar maður notar garðinn minna, svo þau fengju að skreyta stofuna mína líka. ... Adnet spegil á baðherbergið Mig langar svakalega mikið í Ad- net spegilinn eftir Jacques Adnet inná baðherbergið. Spegillinn var upprunalega hannaður fyrir Her- més tískuhúsið ásamt öðrum hús- gögnum og skrautmunum. Hann hafði verið ófáanlegur í einhvern tíma en hönnunarhúsið Gubi hóf aftur framleiðslu á honum í fyrra. ... fría flugmiða í útópískri veröld Í útópískri veröld myndi ég vilja ævilangan samning við öll helstu flugfélögin um fría flugmiða fyrir mig og fjölskylduna og nægan tíma til að upplifa heiminn saman. GUÐRÚN VALDIMARSDÓTTIR VÖRUHÖNN- UÐUR ÚTSKRIFAÐIST MEÐ B.A.-PRÓF ÚR VÖRUHÖNNUN VIÐ LISTAHÁSKÓLA ÍS- LANDS ÁRIÐ 2009. GUÐRÚN LEGGUR UPP ÚR GÆÐUM OG VANDAÐRI HÖNNUN EN HÚN HANNAÐI MEÐAL ANNARS VINSÆLU TRÉ-KERTASTJAKANA KEILI OG GÍG SEM FÁST Í VERSLUNINNI EPAL. ÁSAMT VÖRUHÖNNUNINNI HELDUR GUÐRÚN ÚTI SKEMMTILEGU HÖNNUNARBLOGGI. GUDRUNVALD.WORDPRESS.COM. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is ... krítartöfluvegg í barnaherbergið Frjáls leikur og sköpun er að mínu mati eitt það mikilvæg- asta sem við getum gefið börnunum okkar og það hef- ur lengi verið á dagskránni að gera risa krítartöfluvegg í barnaherbergin, ég þarf að fara að drífa mig í þessu! ... kaffikönnu í eldhúsið Ég drekk alls ekki kaffi á hverjum degi en þegar ég fæ mér bolla vil ég fá mér svolítið gott kaffi og nenni alveg að nostra svolítið við það. Mig langar því mikið í Bialetti Moka Espresso könnu í eldhúsið. ... Pilaster hillu í stofuna Pilaster hillan var hönn- uð af John Kandell fyrir merkið Källemo árið 1989 og er fyrir löngu orðin sænsk hönn- unarklassík. Hún myndi sóma sér ansi vel inní stofunni minni, en þá þyrfti ég líka að bæta við óskalistann nokkrum vel völdum skrautmunum til að setja í hilluna. ... hvít rúmföt í svefnherbergið Ég hef trú á því að maður sofi betur í hvítu umhverfi og því langar mig í hvít rúmföt, úr einhverju þykku og djúsí gæða- efni í svefnherbergið.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.