Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.10.2014, Síða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.10.2014, Síða 29
Hjónin Björg og Halldór fengu arkitektinn Ólaf Axelsson til þess að teikna húsið þegar þeim bauðst að byggja á grunni gamla bæjarins á Kálfaströnd I.B jörg Jónasdóttir, flugfreyja hjá Ice- landair, og Halldór Þorlákur Sig- urðsson, fyrrverandi flugstjóri hjá Icelandair, nú bóndi á Kálfaströnd I Mývatnssveit, eiga einstaklega fagurt heimili sem Rut Káradóttir hannaði að innan og Ólafur Axelsson arkitekt teiknaði. Heimilið er fallega innréttað og sækja hjónin innblástur til ýmissa staða, hönn- unarverslana, tímarita og annarra fallegra heimila. „Það gerðist þannig að við tókum eftir fallegu húsi sem Ólafur hannaði, þegar okkur síðan bauðst að byggja á grunni gamla bæjarins á Kálfaströnd I lá beinast við að hafa samband við Ólaf. Ég tel aðstoð fag- fólks mikilvæga ef mögulegt er. Við höfum í okkar sambúð ávallt leitað til Rutar Kára- dóttur innanhúsarkitekts þegar til fram- kvæmda hefur komið, okkar samstarf hefur verið einkar farsælt,“ útskýrir Björg. Að- spurð hverju mikilvægast er að huga að við innréttingu heimilisins segist Björg hafa mikla trúa á Feng Shui hvað varðar heimilið. „Íslenskar húsmæður hafa verið meðvitaðar um það í gegnum aldirnar, hvað vor- og jóla- hreingerningarnar skipta miklu máli fyrir heimilið. Að vera duglegur að losa sig við gamalt dót og ná í nýja orku inn í heimilið sem næst með þessum vor- og jólahreingern- ingum. Lífið er breytingum háð, því er mikil- vægt að heimilið breytist og þróist með heimilisfólkinu.“ Björg segir hjónin versla úti um allt, þar sem hlutir heilla en stóru hlutina aðallega heima á Íslandi og er Flagline-stóllinn ofar- lega á óskalistanum. Spurð hver sé griðastaður fjölskyldunnar á heimilinu er svarið einfalt: „Heima er best.“ Eldhúsið er fagurblátt og opið en þaðan er hægt að opna út á pall. Hjónin fundu spýtuna í fjárhúsinu, sög- uðu hana í tvennt og festu hanka á. Skemmtilegur skúlpúr eftir Línu Rut. Heima er best BJÖRG JÓNASDÓTTIR OG HALLDÓR ÞORLÁKUR SIGURÐSSON HAFA KOMIÐ SÉR VEL FYRIR Í EINSTÖKU EINBÝLISHÚSI Í MÝVATNSSVEIT. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is MIKILVÆGT AÐ HEIMILIÐ ÞRÓIST MEÐ HEIMILISFÓLKINU Hreindýrabakki frá Finnlandi sem hjónin fengu að gjöf. Fallega trébekkinn fékk Björg að láni frá vinkonu sinni en gæran er finnskt hreindýr og púðarnir koma frá Bairut. Á fallegu borði, úr versluninni ABC í New York, hvílir mest lesna bókin í augnablikinu. Trélambið eftir Aðalheiði Eysteins- dóttur er starfslokagjöf Bjargar til Halldórs. Þegar hann hætti sem flug- stjóri hjá Icelandair. 5.10. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 Faxafeni 5, Reykjavik, S: 588 8477 | Skeiði 1, Ísafirði, S: 456 4566 | Dalsbraut 1, Akureyri • S: 558 1100 • www.betrabak.is TIMEOUT STÓLLINN Hannaður með fagurfræði og þægindi að leiðarljósi. Hönnuður: Jahn Aamodt

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.