Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.10.2014, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.10.2014, Blaðsíða 38
ENGUM MYNDUM HEFUR VERIÐ LEKIÐ FRÁ BRÚÐKAUPI GEORGE CLOONEY OG AMAL ALAMUDDIN FRÁ SÍÐUSTU HELGI. CLOONEY OG FRÚ SÖMDU VIÐ TÍMARITIN VOGUE, HELLO OG PEOPLE UM EINKARÉTT AF MYND- UM AF BRÚÐKAUPINU OG KOMU SKÖTUHJÚ- INN Í VEG FYRIR LEKA MEÐ STRÖNGU EFTIRLITI OG MEÐ ÞVÍ AÐ HORFA TIL FORTÍÐAR. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is B rúðkaup George Clooney og lögfræðings- ins Amal Alamuddin um síðustu helgi var eitt af brúðkaupum ársins og eftirvænt- ingin mikil að sjá þetta ofurpar ganga í það heilaga. Eftir að brotist var inn á fjölda skýreikn- inga fræga fólksins og nektarmyndum af þeim lekið á veraldarvefinn kom George Clooney í veg fyrir myndleka úr brúð- kaupi sínu um síðustu helgi með því að horfa til fortíðar. Engum myndum hefur verið lekið á veraldarvefinn úr veislunni sem þykir heldur óvanalegt nú á dögum. Hefur komið í ljós að Clooney lét alla gesti sína, sama hversu stór stjarna það væri, skilja sína eig- in síma eftir á Aman- hótelinu sem þau Clooney og Alamuddin leigðu yfir brúðkaups- helgina. Gestirnir þurftu að notast við einnota síma, sem hefur enga myndavél, og eins og er gert í svo mörgum brúðkaupum þá fylgdi einnota myndavél hverju borði. Þannig fóru engar myndir á svokallað ský heldur þurfa Clooney og frú að framkalla allar mynd- irnar sem gestirnir tóku. Þetta kemur fram í breska blaðinu Sunday Telegraph. Kóði á hverri vél Clooney og frú hvöttu gesti til að taka myndir í veislunni en til að koma í veg fyrir leka var hver einasta myndavél merkt með kóða sem var svo hægt að rekja ef myndavélinni væri smyglað út og myndum lekið til slúðurmiðla. „Þetta er okkar veisla, okkar brúðkaup og við viljum að þetta séu okkar myndir,“ á Clooney að hafa sagt í veislunni samkvæmt vefnum TMZ sem sérhæfir sig í fréttum af fræga fólkinu. Um 400 öryggisverðir gættu svo veislusvæðisins og 40 verðir gengu reglulega í kringum það til að koma í veg fyrir að út- smognir ljósmyndarar gætu náð myndum fyrir slúðurblöð heimsins. Gífurlegur áhugi er á myndum frá brúðkaupinu enda marg- ar ofurstjörnur Hollywood og heimsins komnar saman til að skemmta sér og skála fyrir brúðhjónum. Clooney og Alamuddin ákváðu að selja Vouge, Hello og People tímaritunum rétt á myndum úr veislunni og allar myndir sem hafa birst voru teknar af atvinnuljósmyndara. Upphæðin sem þau fengu fyrir myndirnar hefur ekki verið gefin upp en Clooney og frú ætla að gefa allan peninginn til góðgerðarmála. Brúðurin, Amal Alamuddin, var í sérhönnuðum kjól eftir franska hönnuðinn Oscar de la Renta í brúðkaupinu en Clooney var í jakkafötum frá Armani. 38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.10. 2014 Græjur og tækni Microsoft svipti í vikunni hulunni af nýjasta stýrikerfi sínu, Windows 10. Í því er sérstök áhersla lögð á úrbætur fyrir fyrirtækjamark- að, s.s. með betra notendaviðmóti, auknu gagnaöryggi og öflugri aðgangsstýringum auk fjölda annarra nýjunga. Windows 10 með áherslu á fyrirtæki Okkar veisla, okkar myndir George Clooney og Amal Alamuddin pöss- uðu vel upp á öryggið. AFP Einnota sími frá LG. * Þetta erokkarveisla, okkar brúðkaup og við viljum að þetta séu okkar myndir. Nærmynd af hring- um sem Clooney og frú settu upp. Einnota myndavél eins og Clooney og frú notuðu. Parið hefur verið myndað gríðarlega frá því að brúð- kaupshátíðin byrjaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.