Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.10.2014, Qupperneq 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.10.2014, Qupperneq 39
5.10. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39 * Ef þú getur ekki útskýrt það á einfaldan mátaskilur þú ekki viðfangsefnið nógu vel.Albert Einstein Ericofon síminn var gerður af sænska Ericsson símarisanum og varð strax gífurlega vinsæll enda var loks kominn sími þar sem snúningsskífan og heyrnartólið var eitt og sama tækið. Hönnun símanns þótti afar framúrstefnuleg og til marks um það eru nokkur eintök af símanum á Modern Art safninu í New York. Svíar kalla símann reyndar Cobra- símann því þeim fannst hann minna sig á slönguna með því nafni. Síminn var hannaður um 1940 en hann kom ekki á markað fyrr en 16 árum síðar eða 1956. Hægt var að fá Ericofon í 18 litum þó flestir kannist við hann rauðan. Síminn var oft notaður í kvikmyndum og sjónvarps- þáttum, meðal annars í Stellu í orlofi og þá er Ro- ger Sterling í sjónvarpsþáttaröðinni Mad Men með Ericofon á nýju skrifstofunni sinni. Í dag er hægt að fá glænýjan Ericofon með Bluetooth tengingu og virkar tólið þá með snjall- símanum. Rauður og rosalegur Google Earth forritið er skemmtilegur tímaþjófur og einnig nytsamlegt forrit þegar kemur að því að rata um erlendar stórborgir. Forritið er þannig gert að hægt er að þysja að götum og húsum og skoða staði líkt og notandinn væri á staðnum. Þó eru nokkrir staðir á Google Earth sem eru faldir eða pixlaðir þannig að ekki er hægt að skoða þá. Til dæmis Volkel Airbase herstöðin í Hollandi sem Wiki- leaks sagði að geymdi kjarnorkuvopn. Þá eru skrýtin ský yfir nokkrum stöðum í Rússlandi, hin forna borg Babylon í Írak er pixluð og höll hollenska kóngfólksins, Huis Ten Bosch Palace, er einnig pixluð, væntanlega af öryggisástæðum. Þá er herstöðin Ramstein Air Force Base í Þýska- landi, þar sem Nato er sagt prófa ný tæki og tól, einnig pixluð sem og hús rússneska milljarðamæringsins Alex- ei Miller einnig óskýrt. Ekki er vitað af hverju þessir staðir eru svona óskýrir. TÖFF TÆKNISTAÐREYND Faldir staðir á Google Earth Ákaflega erfitt er að sjá herstöðina í Volkel sem er í Hollandi. DHL varð í síðustu viku fyrsta flutningafyrirtækið í Evrópu til að taka ómönnuð loftför, svokallaða DHL Parcelcopter 2.0 dróna, í sína þjónustu. Drónarnir munu flytja lyf og aðrar nauðsynjavörur til íbúa á eyjunni Juist þar sem um 1.700 manns búa. Drónarnir geta flogið á allt að 65 kílómetra hraða á klukkustund. Þeir vega um fimm kíló og geta borið allt að 1,2 kíló í hverri ferð. Drónarnir eru algjörlega sjálfvirkir en fylgst er með ferðum þeirra af jörðu niðri. Það tekur drónana um 15 mínútur að fljúga hina 12 kílómetra löngu leið til íbúa Ju- ist. Flugmálayfirvöld í Þýskalandi hafa þegar samþykkt flugleið drónanna. Önnur fyrirtæki hafa verið að fikra sig áfram við notk- un dróna, þar á meðal bandarísku tæknirisarnir Amaza- on og Google og hefur Amazone verið að gera tilraunir með drónasendingar í Indlandi. Í kringum tilraunirnar hafa ýmsar spurningar vaknað, meðal annars um hvort drónarnir geti hrapað til jarðar og lent á fólki en fáir myndu lifa það af að fá fimm kílóa dróna á sig sem væri að bera eins kílóa pakka á rúmlega 60 kílómetra hraða. Hvað sem verður er ljóst er að drónaflutningar eru það sem koma skal. ÍBÚAR JUIST Í ÞÝSKALANDI FÁ PAKKANA SENDA HEIM MEÐ NÝRRI AÐFERÐ Drónarnir munu flytja lyf og aðrar nauðsynjavörur til íbúa á eyjunni Juist þar sem um 1.700 manns búa. AFP DHL og drónarnir Ókeyps námskeið alla Laugardaga http://www.epli.is/namskeid iPhone 5s Verð frá99.990.- iPad Air Verð frá89.990.- LÆKKAÐ VERÐ GAMLA GRÆJAN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.